„Maður talar ekki svona við tólf ára barn“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júní 2023 10:37 Að sögn Péturs var dóttir hans og frænka hennar miður sín eftir samskiptin í kvennaklefa Grafarvogslaugar. Reykjavík Tólf ára stelpa varð fyrir aðkasti ásamt frænku sinni af hálfu sundlaugargests í Grafarvogslaug í gær vegna uppruna þeirra. Faðir stelpunnar kveðst gáttaður á því að einhver leyfi sér að tala á slíkan hátt við barn. „Þær voru miður sín í lauginni eftir þessi samskipti,“ segir Pétur Ásgeirsson, faðir stelpunnar í samtali við Vísi. Hann birti í gær færslu á íbúahópi á Facebook þar sem hann lýsir því að dóttir sín Heiða Pétursdóttir hafi orðið fyrir rasisma af hálfu sjötugrar konu í kvennaklefanum í lauginni. „Mamma hennar er frá Gvatemala, þar sem ég bjó í tíu ár og börnin mín fæddust. Við erum búin að búa hér síðan árið 2017 og dóttir mín farið í gegnum grunnskóla hér og svo framvegis. Hún fór í sund í gær ásamt frænku sinni sem er hér í heimsókn frá Gvatemala.“ Sagði það þeim að kenna að Ísland væri orðið skítugt Pétur segist hafa undirbúið þær vel undir sundlaugarferðina, enda öðruvísi að fara í sund á Íslandi en annars staðar. „Önnur þeirra var sérstaklega stressuð, enda að gera þetta í fyrsta skiptið,“ segir Pétur. Hann segir þær hafa byrjað á að klæða sig í sundbol og farið þannig í sturtuna. Þar hafi þær ætlað að klæða sig úr til þess að baða sig fyrir laugina. „Þá kemur sem sagt einhver kona og bendir þeim á á leiðinlegan hátt að þær þurfi að fara í sturtu áður en þær fara út í. Sem er svo sem allt í lagi í sjálfu sér, eins og ég útskýrði fyrir þeim, að það er eðlilegasti hlutur í heimi að benda fólki á sundreglur hér á Íslandi, sérstaklega fyrir fólk erlendis frá sem kannski áttar sig ekki á þessu.“ Konan hafi hins vegar fært sig upp á skaftið og ekki látið frænkurnar í friði. „Svo kemur hún með svona athugasemd um að það sé þeim að kenna hvað Ísland sé orðið skítugt og allt sé orðið ógeðslegt og segir þeim að þær ættu bara að drullast til baka heim til sín. Dóttir mín fór að hágráta og bað hana afsökunar og sagði að þær myndu baða sig.“ Ekki boðleg framkoma Pétur segist hafa sótt frænkurnar að sundi loknu og þær sagt honum hvað hafi komið upp á í kvennaklefanum. Hann hafi samstundis farið í laugina og gert tilraun til að hafa uppi á sundlaugargestinum. „Þá er mér sagt að sturtuvörðurinn sé nýkominn á vakt og hafi því ekki verið í vinnunni þegar þetta gerist. Stelpan mín sagði mér að enginn hefði verið í klefanum til að fylgjast með,“ segir Pétur. Sjálfur lét hann fylgja lýsingu dóttur sinnar á konunni á Facebook sem hann segir hafa verið um sjötugt og með blátt tattú á hægri öxl. „Aðallega vegna þess að mér finnst mikilvægt að fólk viti að svona tal sé ekki í boði. Ég vil ekki endilega afsökunarbeiðni, enda er dóttir mín að mestu búin að jafna sig eftir þetta. En mér finnst mikilvægt að það sé einhver umræða um þetta og vonandi þekkir hana mögulega einhver og getur þá talað um þetta við hana og sagt henni að þetta sé ekki í lagi, af því að maður talar ekki svona við tólf ára barn. Maður bara gerir það ekki.“ Pétur segir sig og fjölskyldu sína aldrei hafa lent í slíkum rasisma áður. „Við höfum búið hér síðan 2017 og ég hef haft þetta bak við eyrað ef eitthvað svona skyldi koma fyrir, og þá er maður tilbúinn í að taka umræðuna og ræða við einstaklinga. En það hefur aldrei gerst. Ég fékk hins vegar skilaboð frá konu eftir að ég birti færsluna um þetta í gær, hún var ættleidd hingað til lands og sagðist þekkja þetta svo vel. Sem er náttúrulega bara einstaklega miður.“ Kynþáttafordómar Sundlaugar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Þær voru miður sín í lauginni eftir þessi samskipti,“ segir Pétur Ásgeirsson, faðir stelpunnar í samtali við Vísi. Hann birti í gær færslu á íbúahópi á Facebook þar sem hann lýsir því að dóttir sín Heiða Pétursdóttir hafi orðið fyrir rasisma af hálfu sjötugrar konu í kvennaklefanum í lauginni. „Mamma hennar er frá Gvatemala, þar sem ég bjó í tíu ár og börnin mín fæddust. Við erum búin að búa hér síðan árið 2017 og dóttir mín farið í gegnum grunnskóla hér og svo framvegis. Hún fór í sund í gær ásamt frænku sinni sem er hér í heimsókn frá Gvatemala.“ Sagði það þeim að kenna að Ísland væri orðið skítugt Pétur segist hafa undirbúið þær vel undir sundlaugarferðina, enda öðruvísi að fara í sund á Íslandi en annars staðar. „Önnur þeirra var sérstaklega stressuð, enda að gera þetta í fyrsta skiptið,“ segir Pétur. Hann segir þær hafa byrjað á að klæða sig í sundbol og farið þannig í sturtuna. Þar hafi þær ætlað að klæða sig úr til þess að baða sig fyrir laugina. „Þá kemur sem sagt einhver kona og bendir þeim á á leiðinlegan hátt að þær þurfi að fara í sturtu áður en þær fara út í. Sem er svo sem allt í lagi í sjálfu sér, eins og ég útskýrði fyrir þeim, að það er eðlilegasti hlutur í heimi að benda fólki á sundreglur hér á Íslandi, sérstaklega fyrir fólk erlendis frá sem kannski áttar sig ekki á þessu.“ Konan hafi hins vegar fært sig upp á skaftið og ekki látið frænkurnar í friði. „Svo kemur hún með svona athugasemd um að það sé þeim að kenna hvað Ísland sé orðið skítugt og allt sé orðið ógeðslegt og segir þeim að þær ættu bara að drullast til baka heim til sín. Dóttir mín fór að hágráta og bað hana afsökunar og sagði að þær myndu baða sig.“ Ekki boðleg framkoma Pétur segist hafa sótt frænkurnar að sundi loknu og þær sagt honum hvað hafi komið upp á í kvennaklefanum. Hann hafi samstundis farið í laugina og gert tilraun til að hafa uppi á sundlaugargestinum. „Þá er mér sagt að sturtuvörðurinn sé nýkominn á vakt og hafi því ekki verið í vinnunni þegar þetta gerist. Stelpan mín sagði mér að enginn hefði verið í klefanum til að fylgjast með,“ segir Pétur. Sjálfur lét hann fylgja lýsingu dóttur sinnar á konunni á Facebook sem hann segir hafa verið um sjötugt og með blátt tattú á hægri öxl. „Aðallega vegna þess að mér finnst mikilvægt að fólk viti að svona tal sé ekki í boði. Ég vil ekki endilega afsökunarbeiðni, enda er dóttir mín að mestu búin að jafna sig eftir þetta. En mér finnst mikilvægt að það sé einhver umræða um þetta og vonandi þekkir hana mögulega einhver og getur þá talað um þetta við hana og sagt henni að þetta sé ekki í lagi, af því að maður talar ekki svona við tólf ára barn. Maður bara gerir það ekki.“ Pétur segir sig og fjölskyldu sína aldrei hafa lent í slíkum rasisma áður. „Við höfum búið hér síðan 2017 og ég hef haft þetta bak við eyrað ef eitthvað svona skyldi koma fyrir, og þá er maður tilbúinn í að taka umræðuna og ræða við einstaklinga. En það hefur aldrei gerst. Ég fékk hins vegar skilaboð frá konu eftir að ég birti færsluna um þetta í gær, hún var ættleidd hingað til lands og sagðist þekkja þetta svo vel. Sem er náttúrulega bara einstaklega miður.“
Kynþáttafordómar Sundlaugar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira