„Það er enginn ásetningur hjá sveitarfélaginu að viðkomandi einstaklingur dvelji á hjúkrunarheimili í stað þess að hann njóti þjónustu á grundvelli NPA samnings líkt og hann gerir í dag,“ segir Sigurbjörg.
Vísir greindi frá því í dag að Mosfellsbær hefði leitast eftir því á þriðjudag, að sögn Eiríks Smith, réttargæslumanns Erling, að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili eftir að hann óskaði eftir hvíldarinnlögn.
Eiríkur segir að þetta hafi komið upp vegna mistaka ráðgjafa. Ráðgjafinn hafi beðist afsökunar og dregið beiðnina til baka þegar hann áttaði sig á því að um varanlega búsetu hafi verið að ræða. Segir Eiríkur að málið hafi verið leyst í góðu þó að málsmeðferðin í kringum hvíldarinnlagnir séu eftir sem áður villandi.
Fundað með lögmönnum
Sigurbjörg segir að Mosfellsbær finni til með Erling í erfiðum aðstæðum hans. Bærinn hafi nýlega verðið upplýstur um að málaferli vegna innheimtu dvalargjalda hjúkrunarheimilis væru í gangi.
„Málið verður í framhaldi rætt við lögmenn beggja aðila með von um að lausn finnist á því,“ segir hún.