Níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk árlega Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2023 20:31 Kókómjólkin hefur alltaf verið framleidd í mjólkurbúinu á Selfossi eða í 50 ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Því er núna fagnað að Kókómjólkin á fimmtíu ára afmæli en hún hefur alltaf verið framleidd í mjólkurbúinu á Selfossi. Í dag eru um níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk á ári en Kókómjólkin er eitt dýrmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar í dag. Það er mikið um allskonar heimsóknir í starfsstöð Mjólkursamsölunnar á Selfossi og þá er oftast boðið upp á Kókómjólk, ekki síst þegar börn eru á ferðinni. Nú er búið að merkja fernurnar sérstaklega með Klóa í tilefni af 50 ára afmælinu. Öll framleiðslan í þessi fimmtíu ár hefur farið fram í mjólkurbúinu á Selfossi. „Þetta er að mínu mati eitt verðmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar af því að salan í Kókómjólkinni er mjög góð og hefur verið stabíl í öll þessi ár. Við erum með traustan og góðan kúnnahóp, sem elskar Kókómjólkina og til að nefna þá er framleiðslan um þrjár milljónir lítra í ári í núverandi mynd, sem gefur okkur níu milljónir eininga,“ segir Ágúst Þór Jónsson mjólkurbússtjóri MS á Selfossi. Hvað er það við Kókómjólkina, sem er svona heillandi ? „Það er náttúrulega það að hún er mjög stabíl og góð vara, hún er bragðgóð og holl, orka í henni og gefur kraft, þannig að það þarf ekkert að tíunda meira um það,“ bætir Ágúst við. Klói verður í miklu afmælisskapi í sumar og ætlar að fara um landið og gleðja fólk á öllum aldri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umbúðirnar hafa breyst heilmikið á þessari hálfu öld. Þær voru í hyrnum fyrstu tvö árin og svo kom Branda og 1990 kom Klói til sögunnar en hann er eitt af einkennismerkjum Kókómjólkurinnar og ætlar hann að vera á ferðinni um allt land í sumar til að gleðja unga sem aldna en það þýðir ekkert að tala við hann því hann kann ekki að tala. En á Kókómjólkin eftir að lifa í fimmtíu ár í viðbót? „Heldur betur ef við höldum áfram að vera með svona úrvalsmjólk eins og við erum með þá mun hún lifa fimmtíu ár í viðbót,“ segir Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MS. Ágúst Þór, mjólkurbússtjóri á Selfossi og Halldóra, sem er markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MSMagnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Árborg Tímamót Neytendur Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Það er mikið um allskonar heimsóknir í starfsstöð Mjólkursamsölunnar á Selfossi og þá er oftast boðið upp á Kókómjólk, ekki síst þegar börn eru á ferðinni. Nú er búið að merkja fernurnar sérstaklega með Klóa í tilefni af 50 ára afmælinu. Öll framleiðslan í þessi fimmtíu ár hefur farið fram í mjólkurbúinu á Selfossi. „Þetta er að mínu mati eitt verðmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar af því að salan í Kókómjólkinni er mjög góð og hefur verið stabíl í öll þessi ár. Við erum með traustan og góðan kúnnahóp, sem elskar Kókómjólkina og til að nefna þá er framleiðslan um þrjár milljónir lítra í ári í núverandi mynd, sem gefur okkur níu milljónir eininga,“ segir Ágúst Þór Jónsson mjólkurbússtjóri MS á Selfossi. Hvað er það við Kókómjólkina, sem er svona heillandi ? „Það er náttúrulega það að hún er mjög stabíl og góð vara, hún er bragðgóð og holl, orka í henni og gefur kraft, þannig að það þarf ekkert að tíunda meira um það,“ bætir Ágúst við. Klói verður í miklu afmælisskapi í sumar og ætlar að fara um landið og gleðja fólk á öllum aldri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umbúðirnar hafa breyst heilmikið á þessari hálfu öld. Þær voru í hyrnum fyrstu tvö árin og svo kom Branda og 1990 kom Klói til sögunnar en hann er eitt af einkennismerkjum Kókómjólkurinnar og ætlar hann að vera á ferðinni um allt land í sumar til að gleðja unga sem aldna en það þýðir ekkert að tala við hann því hann kann ekki að tala. En á Kókómjólkin eftir að lifa í fimmtíu ár í viðbót? „Heldur betur ef við höldum áfram að vera með svona úrvalsmjólk eins og við erum með þá mun hún lifa fimmtíu ár í viðbót,“ segir Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MS. Ágúst Þór, mjólkurbússtjóri á Selfossi og Halldóra, sem er markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MSMagnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Árborg Tímamót Neytendur Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira