Kennarasambandið kveður Kennarahúsið Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 08:41 Kennarahúsið var reist á lóð sunnan í Skólavörðuhæð og austan Laufásvegar árið 1908. KÍ Kennarasamband Íslands mun formlega kveðja gamla Kennarahúsið sem stendur við Laufásveg 81 í dag þegar húsinu verður formlega skilað til ríkisins. Kennarar munu kveðja húsið við hátíðlega athöfn klukkan 15 í dag, að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra viðstaddri. Í tilkynningu frá Kennarasambandinu segir að sambandið hafi haft aðsetur í húsinu í nærri þrjátíu ár en flutti starfsemi sína í Borgartún árið 2020. Við skilin ljúki merkum kafla í sögu kennaramenntunar og samtaka kennara. „Kennarahúsið var reist á 600 ferfaðma lóð sunnan í Skólavörðuhæð og austan Laufásvegar árið 1908. Þá um haustið tók Kennaraskóli Íslands formlega til starfa í húsinu. Árið 1989, í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá stofnun fyrsta kennarafélagsins, gaf ríkið Kennarasambandinu húsið, sem var þá illa farið að utan sem innan. Eftir heilmiklar endurbætur á húsinu hófst starfsemi kennarasamtakanna í húsinu árið 1991. Þá voru félagsmenn um 3.500 en þegar starfseminni lauk í húsinu árið 2020 voru þeir nærfellt 11 þúsund og því tímabært að flytja í stærra húsnæði. Á áttunda þingi KÍ 2022 var ákveðið að skila húsinu, en kennarahúsið var gefið KÍ með þeim kvöðum að sambandið hefði yfirráð yfir húsinu en gæti ekki selt það eða leigt út. Við skilin fær sambandið til baka fjármuni sem það lagði í endurbætur í gegnum árin. Kennarasamband Íslands kveður nú Kennarahúsið við Laufásveg sem á sérstakan stað í hjörtum fjölmargra félagsmanna. Það er von KÍ að húsinu verði fundið verðugt hlutverk í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Stéttarfélög Reykjavík Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Kennarar munu kveðja húsið við hátíðlega athöfn klukkan 15 í dag, að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra viðstaddri. Í tilkynningu frá Kennarasambandinu segir að sambandið hafi haft aðsetur í húsinu í nærri þrjátíu ár en flutti starfsemi sína í Borgartún árið 2020. Við skilin ljúki merkum kafla í sögu kennaramenntunar og samtaka kennara. „Kennarahúsið var reist á 600 ferfaðma lóð sunnan í Skólavörðuhæð og austan Laufásvegar árið 1908. Þá um haustið tók Kennaraskóli Íslands formlega til starfa í húsinu. Árið 1989, í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá stofnun fyrsta kennarafélagsins, gaf ríkið Kennarasambandinu húsið, sem var þá illa farið að utan sem innan. Eftir heilmiklar endurbætur á húsinu hófst starfsemi kennarasamtakanna í húsinu árið 1991. Þá voru félagsmenn um 3.500 en þegar starfseminni lauk í húsinu árið 2020 voru þeir nærfellt 11 þúsund og því tímabært að flytja í stærra húsnæði. Á áttunda þingi KÍ 2022 var ákveðið að skila húsinu, en kennarahúsið var gefið KÍ með þeim kvöðum að sambandið hefði yfirráð yfir húsinu en gæti ekki selt það eða leigt út. Við skilin fær sambandið til baka fjármuni sem það lagði í endurbætur í gegnum árin. Kennarasamband Íslands kveður nú Kennarahúsið við Laufásveg sem á sérstakan stað í hjörtum fjölmargra félagsmanna. Það er von KÍ að húsinu verði fundið verðugt hlutverk í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Stéttarfélög Reykjavík Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira