Sekt Arion banka vegna innherjaupplýsinga stendur Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 22:02 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banki. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sýknu Seðlabanka Íslands og íslenska ríkisins í máli sem Arion banki höfðaði til þess að fá 88 milljóna króna stjórnvaldssekt hnekkt. Fjármálaeftirlit Seðlabankans lagði sektina á bankann vegna brots á reglum um innherjaupplýsingar. Þann 7. júlí 2020 sektaði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands Arion banka um tæpar 88 milljónir króna fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar um fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir eins fljótt og auðið var. Vefur Mannlífs hafði kvöldið 22. september 2019 birt frétt um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og uppsagnir hjá Arion banka. Bankinn tilkynnti breytingarnar ekki til FME fyrr en 26. september og mat eftirlitið sem svo að breytingarnar hafi ekki verið tilkynntar eins fljótt og auðið er, líkt og kveðið er á um í lögum um verðbréfaviðskipti. Arion banki vildi ekki una sektarákvörðuninni og höfðaði mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur til þess að fá henni hnekkt. Með dómi í apríl síðastliðnum voru Seðlabankinn og ríkið sýknuð af öllum kröfum Arion banka. Ekki fallist á að fréttin væri nægilega ónákvæm Á báðum dómstigum bar Arion banki fyrir sig að innihald fréttar Mannlífs hafi ekki verið það sama og innherjaupplýsingarnar kváðu um. Skipulagsbreytingar með uppsögn starfsfólks hafi ekki verið hluti af þeim innherjaupplýsingum sem bankinn frestaði birtingu á. Í dómi Landsréttar var ekki fallist á að megininntak fréttar vefmiðilsins hefði verið í samræmi við upplýsingar sem þegar hefðu verið opinberar og áður hefði verið fjallað um í fjölmiðlum. Lagt var til grundvallar að fréttin hefði verið nægilega nákvæm til að gefa Arion banka til kynna að ekki hefði tekist að varðveita trúnað um þær innherjaupplýsingar sem hann hafði nýtt sér heimild þágildandi laga um innherjaupplýsingar til að fresta birtingu á. Fréttin hefði í megindráttum verið í samræmi við þær innherjaupplýsingar sem um ræddi og ekki skipti máli þó að umfjöllunin hefði ekki verið í öllum atriðum rétt. Mestu skipti að inntak fréttarinnar hefði gefið til kynna að leki innherjaupplýsinga hefði átt sér stað og hefði Arion banki því ástæðu til að ætla að trúnaður um þær væri ekki lengur tryggður. Við þessar aðstæður hefði hvílt á bankanum afdráttarlaus skylda til að bregðast við með tafarlausri birtingu upplýsinganna. Með vísan til þess var talið að Arion banki hefði gerst sekur um brot á þágildandi lögum og því væru skilyrði til að gera honum stjórnvaldssekt. Dóm Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Seðlabankinn Arion banki Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Þann 7. júlí 2020 sektaði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands Arion banka um tæpar 88 milljónir króna fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar um fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir eins fljótt og auðið var. Vefur Mannlífs hafði kvöldið 22. september 2019 birt frétt um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og uppsagnir hjá Arion banka. Bankinn tilkynnti breytingarnar ekki til FME fyrr en 26. september og mat eftirlitið sem svo að breytingarnar hafi ekki verið tilkynntar eins fljótt og auðið er, líkt og kveðið er á um í lögum um verðbréfaviðskipti. Arion banki vildi ekki una sektarákvörðuninni og höfðaði mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur til þess að fá henni hnekkt. Með dómi í apríl síðastliðnum voru Seðlabankinn og ríkið sýknuð af öllum kröfum Arion banka. Ekki fallist á að fréttin væri nægilega ónákvæm Á báðum dómstigum bar Arion banki fyrir sig að innihald fréttar Mannlífs hafi ekki verið það sama og innherjaupplýsingarnar kváðu um. Skipulagsbreytingar með uppsögn starfsfólks hafi ekki verið hluti af þeim innherjaupplýsingum sem bankinn frestaði birtingu á. Í dómi Landsréttar var ekki fallist á að megininntak fréttar vefmiðilsins hefði verið í samræmi við upplýsingar sem þegar hefðu verið opinberar og áður hefði verið fjallað um í fjölmiðlum. Lagt var til grundvallar að fréttin hefði verið nægilega nákvæm til að gefa Arion banka til kynna að ekki hefði tekist að varðveita trúnað um þær innherjaupplýsingar sem hann hafði nýtt sér heimild þágildandi laga um innherjaupplýsingar til að fresta birtingu á. Fréttin hefði í megindráttum verið í samræmi við þær innherjaupplýsingar sem um ræddi og ekki skipti máli þó að umfjöllunin hefði ekki verið í öllum atriðum rétt. Mestu skipti að inntak fréttarinnar hefði gefið til kynna að leki innherjaupplýsinga hefði átt sér stað og hefði Arion banki því ástæðu til að ætla að trúnaður um þær væri ekki lengur tryggður. Við þessar aðstæður hefði hvílt á bankanum afdráttarlaus skylda til að bregðast við með tafarlausri birtingu upplýsinganna. Með vísan til þess var talið að Arion banki hefði gerst sekur um brot á þágildandi lögum og því væru skilyrði til að gera honum stjórnvaldssekt. Dóm Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Seðlabankinn Arion banki Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira