Það birtir alltaf til! Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. júní 2023 15:00 Í dag lauk seinni umræðu vegna fjármálaáætlunar 2024 - 2028. Fjármálaáætlun er verkfæri stjórnvalda til að setja fram skýra stefnu í hagstjórn hins opinbera. Þar er að finna grunngildi hagstjórnarinnar, útfærslu á markmiðum, stefnum og straumum í pólitík. Efnahagsmálin eru sennilega veigamesti hlutinn í deilum og dægurþrasi hinnar pólitísku umræðu hér á landi, hið eilífa þrætuepli. Engan skyldi undra það enda þarfnast ríkissjóður peninga til að geta staðið undir hlutverki sínu, rekið heilbrigðiskerfi og stofnanir sem sinna þjónustu við almenning í landinu, allt frá löggæslu til landvörslu. Ákvarðanir hagstjórnarinnar hafa sömuleiðis áhrif á daglegt líf fólks. Það er því mikilvægt að nálgast verkefnið af kostgæfni og vanda til verka. En hvað er ríkisstjórnin að gera? Það hefur verið markmið stjórnvalda að standa vörð um þá velferð sem byggð hefur verið upp á síðustu árum. Verðbólgan hefur verið efst á baugi síðustu misseri enda sá hluti hagstjórnarinnar sem hefur haft mest áhrif að undanförnu. Til þess að vinna gegn áhrifum verðbólgunnar hefur ríkisstjórnin beint aðgerðum sínum að þeim sem minnst hafa bjargráð gagnvart verðbólgunni. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í efnahagsmálum sýna þetta svart á hvítu. Helstu aðgerðir frá því síðasta sumar eru: Húsnæðisstuðningur hefur verið aukinn ríflega, bætur almannatrygginga hækkuðu um tæp 9% á árinu 2022 og um 7,4% þann 1. janúar síðastliðin og munu hækka á næstunni um 2,5% til viðbótar. Húsaleigubætur hafa hækkað um 25% frá miðju síðasta ári. Eignamörk í vaxtabótakerfinu voru hækkuð upp í 50% í upphafi árs og barnabætur sömuleiðis. Breytingar á úthlutun barnabóta leiða til þess að um 3000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur í nýju kerfi! Þá var frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hækkaði í 200.000 krónur í ársbyrjun 2023. Loks hækkuðu persónuafsláttur og þrepamörk um 10,7% um áramótin. Með þessum breytingum lækkar skattbyrði heimilanna í landinu. Þessi skýri vilji stjórnvalda birtist sömuleiðis í því að verja grunnþjónustuna aðhaldi. Bæði í heilbrigðiskerfinu og stóru tilfærslukerfum almannatrygginga, kerfum sem hafa vaxið mikið síðustu ár og styðja við jöfnuð og félagslegt réttlæti í landinu. Verðbólgan er ekki einkamál Íslendinga Það er staðreynd að hér á Íslandi eru mikil efnahagsumsvif, hagvöxtur og hátt atvinnustig. Óvíða er vaxandi atvinnuleysi og samdráttur ofan á mikla verðbólgu. Verðbólgan er nefnilega ekki einkamál okkar Íslendinga. Að hluta til er verðbólgan innflutt, ef við berum saman nýliðinn maí mánuð við sama mánuð fyrir ári síðan eru hækkanir mestar í innfluttum vörum. Því gætir áhrifa hækkandi heimsmarkaðsverðs á ýmsum nauðsynjum, t.d. mat og drykkjarvörum, hér sem og annarsstaðar í Evrópu. Verðhækkanir sem rekja má meðal annars til ólögmætrar innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Á sama tíma hefur heldur hægst á verðhækkunum á húsnæðismarkaði hér á Íslandi. Gleymum því ekki að fólk naut hér góðra vaxtakjara á lágvaxtaskeiðinu undanfarin ár. Þau kjör sköpuðust vegna farsællar hagstjórnar ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum og ýttu undir fjárfestingu á tíma þar sem hennar var þörf. Að sama skapi hefur hækkun vaxta nú áhrif til minnkandi eftirspurnar ásamt aukinni greiðslubyrði á herðar lántakendum. Enda drifkrafturinn að baki aðgerðum stjórnvalda að ná tökum á verðbólgunni til heilla fyrir heimilin í landinu. Það birtir alltaf til! Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því á föstudaginn fyrir viku síðan lækkar ársverðbólgan um 0,4% og mælist nú 9,5%. Þó vissulega sé of snemmt að fagna sigri gefa þessar fregnir jákvæðar væntingar og minna okkur á að það styttir alltaf upp. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýndi það í heimsfaraldrinum að hún vel í stakk búin til að takast á við flókin verkefni, verðbólgan nú er engin undantekning. Aðgerðir ríkistjórnarinnar sýna að róið er öllum árum að því að ná stöðugleika í íslensku efnahagslífi á sama tíma og við verjum velferðina og byggjum upp réttlátara samfélag. Það mun gefa á bátinn en verðbólgunni mun linna! Höfundur er formaður fjárlaganefndar og oddviti VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í dag lauk seinni umræðu vegna fjármálaáætlunar 2024 - 2028. Fjármálaáætlun er verkfæri stjórnvalda til að setja fram skýra stefnu í hagstjórn hins opinbera. Þar er að finna grunngildi hagstjórnarinnar, útfærslu á markmiðum, stefnum og straumum í pólitík. Efnahagsmálin eru sennilega veigamesti hlutinn í deilum og dægurþrasi hinnar pólitísku umræðu hér á landi, hið eilífa þrætuepli. Engan skyldi undra það enda þarfnast ríkissjóður peninga til að geta staðið undir hlutverki sínu, rekið heilbrigðiskerfi og stofnanir sem sinna þjónustu við almenning í landinu, allt frá löggæslu til landvörslu. Ákvarðanir hagstjórnarinnar hafa sömuleiðis áhrif á daglegt líf fólks. Það er því mikilvægt að nálgast verkefnið af kostgæfni og vanda til verka. En hvað er ríkisstjórnin að gera? Það hefur verið markmið stjórnvalda að standa vörð um þá velferð sem byggð hefur verið upp á síðustu árum. Verðbólgan hefur verið efst á baugi síðustu misseri enda sá hluti hagstjórnarinnar sem hefur haft mest áhrif að undanförnu. Til þess að vinna gegn áhrifum verðbólgunnar hefur ríkisstjórnin beint aðgerðum sínum að þeim sem minnst hafa bjargráð gagnvart verðbólgunni. Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í efnahagsmálum sýna þetta svart á hvítu. Helstu aðgerðir frá því síðasta sumar eru: Húsnæðisstuðningur hefur verið aukinn ríflega, bætur almannatrygginga hækkuðu um tæp 9% á árinu 2022 og um 7,4% þann 1. janúar síðastliðin og munu hækka á næstunni um 2,5% til viðbótar. Húsaleigubætur hafa hækkað um 25% frá miðju síðasta ári. Eignamörk í vaxtabótakerfinu voru hækkuð upp í 50% í upphafi árs og barnabætur sömuleiðis. Breytingar á úthlutun barnabóta leiða til þess að um 3000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur í nýju kerfi! Þá var frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hækkaði í 200.000 krónur í ársbyrjun 2023. Loks hækkuðu persónuafsláttur og þrepamörk um 10,7% um áramótin. Með þessum breytingum lækkar skattbyrði heimilanna í landinu. Þessi skýri vilji stjórnvalda birtist sömuleiðis í því að verja grunnþjónustuna aðhaldi. Bæði í heilbrigðiskerfinu og stóru tilfærslukerfum almannatrygginga, kerfum sem hafa vaxið mikið síðustu ár og styðja við jöfnuð og félagslegt réttlæti í landinu. Verðbólgan er ekki einkamál Íslendinga Það er staðreynd að hér á Íslandi eru mikil efnahagsumsvif, hagvöxtur og hátt atvinnustig. Óvíða er vaxandi atvinnuleysi og samdráttur ofan á mikla verðbólgu. Verðbólgan er nefnilega ekki einkamál okkar Íslendinga. Að hluta til er verðbólgan innflutt, ef við berum saman nýliðinn maí mánuð við sama mánuð fyrir ári síðan eru hækkanir mestar í innfluttum vörum. Því gætir áhrifa hækkandi heimsmarkaðsverðs á ýmsum nauðsynjum, t.d. mat og drykkjarvörum, hér sem og annarsstaðar í Evrópu. Verðhækkanir sem rekja má meðal annars til ólögmætrar innrásar rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Á sama tíma hefur heldur hægst á verðhækkunum á húsnæðismarkaði hér á Íslandi. Gleymum því ekki að fólk naut hér góðra vaxtakjara á lágvaxtaskeiðinu undanfarin ár. Þau kjör sköpuðust vegna farsællar hagstjórnar ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldrinum og ýttu undir fjárfestingu á tíma þar sem hennar var þörf. Að sama skapi hefur hækkun vaxta nú áhrif til minnkandi eftirspurnar ásamt aukinni greiðslubyrði á herðar lántakendum. Enda drifkrafturinn að baki aðgerðum stjórnvalda að ná tökum á verðbólgunni til heilla fyrir heimilin í landinu. Það birtir alltaf til! Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því á föstudaginn fyrir viku síðan lækkar ársverðbólgan um 0,4% og mælist nú 9,5%. Þó vissulega sé of snemmt að fagna sigri gefa þessar fregnir jákvæðar væntingar og minna okkur á að það styttir alltaf upp. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sýndi það í heimsfaraldrinum að hún vel í stakk búin til að takast á við flókin verkefni, verðbólgan nú er engin undantekning. Aðgerðir ríkistjórnarinnar sýna að róið er öllum árum að því að ná stöðugleika í íslensku efnahagslífi á sama tíma og við verjum velferðina og byggjum upp réttlátara samfélag. Það mun gefa á bátinn en verðbólgunni mun linna! Höfundur er formaður fjárlaganefndar og oddviti VG í Norðausturkjördæmi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun