Toppurinn á ísjakanum Anna Steinsen skrifar 9. júní 2023 14:02 Konur eru beittar ofbeldi um allan heim. Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Það eru um 736 milljónir kvenna! Þessar tölur eru þó líklega aðeins toppurinn á ísjakanum, því þær taka aðeins mið af opinberum gögnum þeirra ríkja sem hafa slík gögn tiltæk, og af sárri reynslu vitum við að fjöldi kvenna mun aldrei segja frá ofbeldinu né tilkynna það til yfirvalda. Ísland sker sig ekki úr í þessum efnum, þrátt fyrir að standa öðrum ríkjum framar í kynjajafnrétti. Opinberar tölur segja að þrjátíu prósent íslenskra kvenna hafi verið beittar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Hins vegar má nefna nýjustu rannsóknir á þessu sviði eins og Áfallasögu kvenna sem gefur til kynna að 40% kvenna hafi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Á Íslandi höfum við þó reynt að bregðast við vandanum á síðustu árum og ýmis þolendamiðuð úrræði hafa orðið til í kjölfarið. Sú þjónusta, sem og opinber þjónusta á borð við læknisaðstoð og lagaleg aðstoð, er þolendum að kostnaðarlausu. Þannig getur þolandi hér á Íslandi fengið sálrænan stuðning, tímabundið athvarf, lagalega leiðsögn og þjónustu réttargæslumanns án endurgjalds. Meira en helmingur orðið fyrir ofbeldi Í Síerra Leóne er staðan þó önnur og verri. Þar hefur 61 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þrátt fyrir þessar tölur eru fá úrræði til staðar í landinu fyrir þolendur. Þó að breytingar hafi verið gerðar á lögum í Síerra Leóne árið 2007 sem kveði á um að þolendur kynbundins ofbeldis eigi rétt á gjaldlausri læknisaðstoð, er staðan sú að flest eru þau krafin um greiðslu af fjársveltum sjúkrahúsum. Margir þolendur hafa því ekki efni á að sækja sér læknisaðstoð í kjölfar ofbeldis, hvað þá að leita réttar síns. Árið 2020 var fyrstu „one stop“ miðstöðinni fyrir þolendur kynbundins ofbeldis komið á laggirnar í Síerra Leóne í samstarfi við UN Women. Miðstöðvar sem þessar veita fjölþætta þjónustu til þolenda og var Síerra Leóne eitt fyrsta ríki Afríku til að koma slíkri miðstöð á fót. Þar hljóta þolendur læknisþjónustu, lagalega ráðgjöf og sálræna aðstoð, allt án endurgjalds. Á síðastliðnu ári höfðu 489 þolendur hlotið aðstoð í slíkri miðstöð. Tölurnar kunna að hljóma ansi látlausar í hinu stóra samhengi, en þarna hafa 489 konur hlotið læknisaðstoð, sálrænan stuðning og lagalega ráðgjöf. Konur sem hefðu annars aldrei fengið þá aðstoð sem þær svo sárlega þörfnuðust. Þegar við styðjum við eina konu á þennan hátt, hefur það ekki aðeins áhrif á framtíð hennar, heldur einnig á framtíð fjölskyldu hennar. FO-herferð UN Women á Íslandi í ár styður við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi í Síerra Leóne. Hvert eitt og einasta framlag skiptir máli og saman getum við öll lagst á eitt til að styðja við konur og stúlkur í Síerra Leóne. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Síerra Leóne Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Konur eru beittar ofbeldi um allan heim. Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Það eru um 736 milljónir kvenna! Þessar tölur eru þó líklega aðeins toppurinn á ísjakanum, því þær taka aðeins mið af opinberum gögnum þeirra ríkja sem hafa slík gögn tiltæk, og af sárri reynslu vitum við að fjöldi kvenna mun aldrei segja frá ofbeldinu né tilkynna það til yfirvalda. Ísland sker sig ekki úr í þessum efnum, þrátt fyrir að standa öðrum ríkjum framar í kynjajafnrétti. Opinberar tölur segja að þrjátíu prósent íslenskra kvenna hafi verið beittar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Hins vegar má nefna nýjustu rannsóknir á þessu sviði eins og Áfallasögu kvenna sem gefur til kynna að 40% kvenna hafi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Á Íslandi höfum við þó reynt að bregðast við vandanum á síðustu árum og ýmis þolendamiðuð úrræði hafa orðið til í kjölfarið. Sú þjónusta, sem og opinber þjónusta á borð við læknisaðstoð og lagaleg aðstoð, er þolendum að kostnaðarlausu. Þannig getur þolandi hér á Íslandi fengið sálrænan stuðning, tímabundið athvarf, lagalega leiðsögn og þjónustu réttargæslumanns án endurgjalds. Meira en helmingur orðið fyrir ofbeldi Í Síerra Leóne er staðan þó önnur og verri. Þar hefur 61 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þrátt fyrir þessar tölur eru fá úrræði til staðar í landinu fyrir þolendur. Þó að breytingar hafi verið gerðar á lögum í Síerra Leóne árið 2007 sem kveði á um að þolendur kynbundins ofbeldis eigi rétt á gjaldlausri læknisaðstoð, er staðan sú að flest eru þau krafin um greiðslu af fjársveltum sjúkrahúsum. Margir þolendur hafa því ekki efni á að sækja sér læknisaðstoð í kjölfar ofbeldis, hvað þá að leita réttar síns. Árið 2020 var fyrstu „one stop“ miðstöðinni fyrir þolendur kynbundins ofbeldis komið á laggirnar í Síerra Leóne í samstarfi við UN Women. Miðstöðvar sem þessar veita fjölþætta þjónustu til þolenda og var Síerra Leóne eitt fyrsta ríki Afríku til að koma slíkri miðstöð á fót. Þar hljóta þolendur læknisþjónustu, lagalega ráðgjöf og sálræna aðstoð, allt án endurgjalds. Á síðastliðnu ári höfðu 489 þolendur hlotið aðstoð í slíkri miðstöð. Tölurnar kunna að hljóma ansi látlausar í hinu stóra samhengi, en þarna hafa 489 konur hlotið læknisaðstoð, sálrænan stuðning og lagalega ráðgjöf. Konur sem hefðu annars aldrei fengið þá aðstoð sem þær svo sárlega þörfnuðust. Þegar við styðjum við eina konu á þennan hátt, hefur það ekki aðeins áhrif á framtíð hennar, heldur einnig á framtíð fjölskyldu hennar. FO-herferð UN Women á Íslandi í ár styður við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi í Síerra Leóne. Hvert eitt og einasta framlag skiptir máli og saman getum við öll lagst á eitt til að styðja við konur og stúlkur í Síerra Leóne. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar