Toppurinn á ísjakanum Anna Steinsen skrifar 9. júní 2023 14:02 Konur eru beittar ofbeldi um allan heim. Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Það eru um 736 milljónir kvenna! Þessar tölur eru þó líklega aðeins toppurinn á ísjakanum, því þær taka aðeins mið af opinberum gögnum þeirra ríkja sem hafa slík gögn tiltæk, og af sárri reynslu vitum við að fjöldi kvenna mun aldrei segja frá ofbeldinu né tilkynna það til yfirvalda. Ísland sker sig ekki úr í þessum efnum, þrátt fyrir að standa öðrum ríkjum framar í kynjajafnrétti. Opinberar tölur segja að þrjátíu prósent íslenskra kvenna hafi verið beittar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Hins vegar má nefna nýjustu rannsóknir á þessu sviði eins og Áfallasögu kvenna sem gefur til kynna að 40% kvenna hafi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Á Íslandi höfum við þó reynt að bregðast við vandanum á síðustu árum og ýmis þolendamiðuð úrræði hafa orðið til í kjölfarið. Sú þjónusta, sem og opinber þjónusta á borð við læknisaðstoð og lagaleg aðstoð, er þolendum að kostnaðarlausu. Þannig getur þolandi hér á Íslandi fengið sálrænan stuðning, tímabundið athvarf, lagalega leiðsögn og þjónustu réttargæslumanns án endurgjalds. Meira en helmingur orðið fyrir ofbeldi Í Síerra Leóne er staðan þó önnur og verri. Þar hefur 61 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þrátt fyrir þessar tölur eru fá úrræði til staðar í landinu fyrir þolendur. Þó að breytingar hafi verið gerðar á lögum í Síerra Leóne árið 2007 sem kveði á um að þolendur kynbundins ofbeldis eigi rétt á gjaldlausri læknisaðstoð, er staðan sú að flest eru þau krafin um greiðslu af fjársveltum sjúkrahúsum. Margir þolendur hafa því ekki efni á að sækja sér læknisaðstoð í kjölfar ofbeldis, hvað þá að leita réttar síns. Árið 2020 var fyrstu „one stop“ miðstöðinni fyrir þolendur kynbundins ofbeldis komið á laggirnar í Síerra Leóne í samstarfi við UN Women. Miðstöðvar sem þessar veita fjölþætta þjónustu til þolenda og var Síerra Leóne eitt fyrsta ríki Afríku til að koma slíkri miðstöð á fót. Þar hljóta þolendur læknisþjónustu, lagalega ráðgjöf og sálræna aðstoð, allt án endurgjalds. Á síðastliðnu ári höfðu 489 þolendur hlotið aðstoð í slíkri miðstöð. Tölurnar kunna að hljóma ansi látlausar í hinu stóra samhengi, en þarna hafa 489 konur hlotið læknisaðstoð, sálrænan stuðning og lagalega ráðgjöf. Konur sem hefðu annars aldrei fengið þá aðstoð sem þær svo sárlega þörfnuðust. Þegar við styðjum við eina konu á þennan hátt, hefur það ekki aðeins áhrif á framtíð hennar, heldur einnig á framtíð fjölskyldu hennar. FO-herferð UN Women á Íslandi í ár styður við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi í Síerra Leóne. Hvert eitt og einasta framlag skiptir máli og saman getum við öll lagst á eitt til að styðja við konur og stúlkur í Síerra Leóne. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Síerra Leóne Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Konur eru beittar ofbeldi um allan heim. Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Það eru um 736 milljónir kvenna! Þessar tölur eru þó líklega aðeins toppurinn á ísjakanum, því þær taka aðeins mið af opinberum gögnum þeirra ríkja sem hafa slík gögn tiltæk, og af sárri reynslu vitum við að fjöldi kvenna mun aldrei segja frá ofbeldinu né tilkynna það til yfirvalda. Ísland sker sig ekki úr í þessum efnum, þrátt fyrir að standa öðrum ríkjum framar í kynjajafnrétti. Opinberar tölur segja að þrjátíu prósent íslenskra kvenna hafi verið beittar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Hins vegar má nefna nýjustu rannsóknir á þessu sviði eins og Áfallasögu kvenna sem gefur til kynna að 40% kvenna hafi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Á Íslandi höfum við þó reynt að bregðast við vandanum á síðustu árum og ýmis þolendamiðuð úrræði hafa orðið til í kjölfarið. Sú þjónusta, sem og opinber þjónusta á borð við læknisaðstoð og lagaleg aðstoð, er þolendum að kostnaðarlausu. Þannig getur þolandi hér á Íslandi fengið sálrænan stuðning, tímabundið athvarf, lagalega leiðsögn og þjónustu réttargæslumanns án endurgjalds. Meira en helmingur orðið fyrir ofbeldi Í Síerra Leóne er staðan þó önnur og verri. Þar hefur 61 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þrátt fyrir þessar tölur eru fá úrræði til staðar í landinu fyrir þolendur. Þó að breytingar hafi verið gerðar á lögum í Síerra Leóne árið 2007 sem kveði á um að þolendur kynbundins ofbeldis eigi rétt á gjaldlausri læknisaðstoð, er staðan sú að flest eru þau krafin um greiðslu af fjársveltum sjúkrahúsum. Margir þolendur hafa því ekki efni á að sækja sér læknisaðstoð í kjölfar ofbeldis, hvað þá að leita réttar síns. Árið 2020 var fyrstu „one stop“ miðstöðinni fyrir þolendur kynbundins ofbeldis komið á laggirnar í Síerra Leóne í samstarfi við UN Women. Miðstöðvar sem þessar veita fjölþætta þjónustu til þolenda og var Síerra Leóne eitt fyrsta ríki Afríku til að koma slíkri miðstöð á fót. Þar hljóta þolendur læknisþjónustu, lagalega ráðgjöf og sálræna aðstoð, allt án endurgjalds. Á síðastliðnu ári höfðu 489 þolendur hlotið aðstoð í slíkri miðstöð. Tölurnar kunna að hljóma ansi látlausar í hinu stóra samhengi, en þarna hafa 489 konur hlotið læknisaðstoð, sálrænan stuðning og lagalega ráðgjöf. Konur sem hefðu annars aldrei fengið þá aðstoð sem þær svo sárlega þörfnuðust. Þegar við styðjum við eina konu á þennan hátt, hefur það ekki aðeins áhrif á framtíð hennar, heldur einnig á framtíð fjölskyldu hennar. FO-herferð UN Women á Íslandi í ár styður við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi í Síerra Leóne. Hvert eitt og einasta framlag skiptir máli og saman getum við öll lagst á eitt til að styðja við konur og stúlkur í Síerra Leóne. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun