Siðferðinu kastað á bálið Þórarinn Eyfjörð skrifar 9. júní 2023 11:30 Félagsfólk í aðildarfélögum BSRB og starfsfólk sveitarfélaganna utan Reykjavíkur er nú í verkfalli um land allt og krefst sömu launa fyrir sömu störf – eðlilega. Enda er ekki nema sjálfsagt að starfsfélagar sem vinna sömu störf, oft hlið við hlið á sama vinnustaðnum, fái jafn mikið greitt fyrir sína vinnu. Það væri efni í margar greinar ef rekja ætti allar lagasetningarnar, samþykktir jafnréttisþinga ráðherra, átaksverkefnin og stefnumið stjórnmálaflokka sem fjalla um þá afdráttarlausu jafnréttiskröfu sem gerð er þegar kemur að réttindum á vinnumarkaði. Maður skyldi spyrja sig hvers vegna svo er komið, að Samband íslenskra sveitarfélaga vilji mismuna starfsfólki bæjar- og sveitarfélaga í launum? Af hverju horfast bæjar- og sveitarfélög ekki í augu við að það er ekki einungis óréttlátt og beinlínis heimskulegt að beita sér gegn sínu eigin starfsfólki með þessum hætti, heldur er það einnig siðferðilega rangt? „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra“ Gott siðferði gagnvart starfsfólki sínu felst í að tryggja jafnrétti í launum og að ekki séu teknar ákvarðanir sem framkalla ójafnrétti og mismunun í launum eins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gert gagnvart opinberum starfsmönnum sem halda uppi almannaþjónustunni hjá sveitarfélögunum. Óbilgirni er gott orð sem nær yfir þessa nauðhyggju. Það er vel hægt að breyta nútíðinni með því að leiðrétta mistök fortíðar. Í samfélagi manna hefur það oft verið talið styrkleikamerki að geta leiðrétt mistök, bætt fyrir misgjörðir sínar eða heimskulegar ákvarðanir – og finnast það sjálfsagt. Bæta fyrir það sem aflaga hefur farið með heiðarleika og velferð starfsfólksins að leiðarljósi. Það er hvorki umburðarlyndi né umhyggja sem fylgir þeim viðhorfum að mismuna fólki á lægstu laununum sem starfar í grunnþjónustu sveitarfélaganna, í þessu tilfelli utan Reykjavíkurborgar. Það er engin skynsemi í að segja blákalt við starfsfólk sitt: „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra. Nú skalt þú vera á lægri launum og okkur dettur ekki í hug að leiðrétta það.“ Slíkum viðhorfum fylgir ekki hár siðferðisþröskuldur, hvað þá aðrar dyggðir eins og sanngirni, umhyggja og heiðarleiki. Starfsmatið urðað Önnur hlið á þeirri kjaradeilu sem nú er uppi snýst um launamyndunarkerfið sem aðilar hafa samið um og á alltaf að tryggja jafnræði í launum fyrir sömu störf. Þetta kerfi kallast Starfsmat og um það var á sínum tíma gert sérstakt samkomulag. Sveitarfélögin voru jafnframt fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp þetta samræmda starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði að framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafn krefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttarfélagi. Nú hafa sveitarfélögin í einu vetfangi eyðilagt þann sanngirnisgrunn sem kerfið byggir á og er það í sjálfu sér merkileg aðgerð. Í ljósi þess að bæjar- og sveitarfélögin hafa urðað Starfsmatið á ruslahaug tapaðra vitsmuna, þá er tímabært fyrir stéttarfélögin í landinu (væntanlega hvert fyrir sig) að hefja undirbúning næstu kjarasamninga sem eiga að vera komnir á gott skrið eftir 2–3 mánuði. Það er vel hægt að leysa þann hnút sem kjaradeila BSRB og bæjar- og sveitarfélaga er í. Hnúturinn er í raun auðleysanlegur og liggur í svarinu við hvort siðferðið sé á réttum stað. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að starfsfólk bæjar- og sveitarfélaga getur ekki sætt sig við lægri laun fyrir sömu störf og vinnufélagar þeirra gegna. Krafa BSRB er í alla staði réttmæt, sanngjörn og siðleg. Kallað er eftir að þeir aðilar sem sannarlega eru í þeirri stöðu að geta látið gott af sér leiða, setji nú upp jafnréttisgleraugun og hafi velferð allra starfsmanna sinna að leiðarljósi. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Félagsfólk í aðildarfélögum BSRB og starfsfólk sveitarfélaganna utan Reykjavíkur er nú í verkfalli um land allt og krefst sömu launa fyrir sömu störf – eðlilega. Enda er ekki nema sjálfsagt að starfsfélagar sem vinna sömu störf, oft hlið við hlið á sama vinnustaðnum, fái jafn mikið greitt fyrir sína vinnu. Það væri efni í margar greinar ef rekja ætti allar lagasetningarnar, samþykktir jafnréttisþinga ráðherra, átaksverkefnin og stefnumið stjórnmálaflokka sem fjalla um þá afdráttarlausu jafnréttiskröfu sem gerð er þegar kemur að réttindum á vinnumarkaði. Maður skyldi spyrja sig hvers vegna svo er komið, að Samband íslenskra sveitarfélaga vilji mismuna starfsfólki bæjar- og sveitarfélaga í launum? Af hverju horfast bæjar- og sveitarfélög ekki í augu við að það er ekki einungis óréttlátt og beinlínis heimskulegt að beita sér gegn sínu eigin starfsfólki með þessum hætti, heldur er það einnig siðferðilega rangt? „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra“ Gott siðferði gagnvart starfsfólki sínu felst í að tryggja jafnrétti í launum og að ekki séu teknar ákvarðanir sem framkalla ójafnrétti og mismunun í launum eins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gert gagnvart opinberum starfsmönnum sem halda uppi almannaþjónustunni hjá sveitarfélögunum. Óbilgirni er gott orð sem nær yfir þessa nauðhyggju. Það er vel hægt að breyta nútíðinni með því að leiðrétta mistök fortíðar. Í samfélagi manna hefur það oft verið talið styrkleikamerki að geta leiðrétt mistök, bætt fyrir misgjörðir sínar eða heimskulegar ákvarðanir – og finnast það sjálfsagt. Bæta fyrir það sem aflaga hefur farið með heiðarleika og velferð starfsfólksins að leiðarljósi. Það er hvorki umburðarlyndi né umhyggja sem fylgir þeim viðhorfum að mismuna fólki á lægstu laununum sem starfar í grunnþjónustu sveitarfélaganna, í þessu tilfelli utan Reykjavíkurborgar. Það er engin skynsemi í að segja blákalt við starfsfólk sitt: „Nei, þú færð ekki laun til jafns við aðra. Nú skalt þú vera á lægri launum og okkur dettur ekki í hug að leiðrétta það.“ Slíkum viðhorfum fylgir ekki hár siðferðisþröskuldur, hvað þá aðrar dyggðir eins og sanngirni, umhyggja og heiðarleiki. Starfsmatið urðað Önnur hlið á þeirri kjaradeilu sem nú er uppi snýst um launamyndunarkerfið sem aðilar hafa samið um og á alltaf að tryggja jafnræði í launum fyrir sömu störf. Þetta kerfi kallast Starfsmat og um það var á sínum tíma gert sérstakt samkomulag. Sveitarfélögin voru jafnframt fyrstu atvinnurekendur landsins til að taka upp þetta samræmda starfsmatskerfi sem hafði það að markmiði að framfylgja jafnlaunaákvæðum laga og tryggja starfsfólki sömu laun fyrir sömu eða jafn krefjandi störf óháð kyni, vinnustað eða stéttarfélagi. Nú hafa sveitarfélögin í einu vetfangi eyðilagt þann sanngirnisgrunn sem kerfið byggir á og er það í sjálfu sér merkileg aðgerð. Í ljósi þess að bæjar- og sveitarfélögin hafa urðað Starfsmatið á ruslahaug tapaðra vitsmuna, þá er tímabært fyrir stéttarfélögin í landinu (væntanlega hvert fyrir sig) að hefja undirbúning næstu kjarasamninga sem eiga að vera komnir á gott skrið eftir 2–3 mánuði. Það er vel hægt að leysa þann hnút sem kjaradeila BSRB og bæjar- og sveitarfélaga er í. Hnúturinn er í raun auðleysanlegur og liggur í svarinu við hvort siðferðið sé á réttum stað. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að starfsfólk bæjar- og sveitarfélaga getur ekki sætt sig við lægri laun fyrir sömu störf og vinnufélagar þeirra gegna. Krafa BSRB er í alla staði réttmæt, sanngjörn og siðleg. Kallað er eftir að þeir aðilar sem sannarlega eru í þeirri stöðu að geta látið gott af sér leiða, setji nú upp jafnréttisgleraugun og hafi velferð allra starfsmanna sinna að leiðarljósi. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og fyrsti varaformaður BSRB.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun