Arnarnesvegur gæti orðið 1,3 milljörðum króna dýrari Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2023 13:10 Svona verða gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Vegagerðin Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð og þess í stað ákveðið að ganga til samninga við þann sem átti þriðja lægsta boð, sem var 1.333 milljónum króna hærra en það lægsta. Lægstbjóðandi, fyrirtækin Óskatak ehf. og Háfell ehf, hefur kært ákvörðunina til Kærunefndar útboðsmála. „Lægstbjóðanda var hafnað þar sem hann – samanlagt hjá báðum - stóðst ekki kröfur um lágmarksveltu síðustu þriggja ára. Krafan var um veltu upp á 50 prósent af þessu verki,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. G. Pétur segir að næstlægsta boð, frá Jarðvali sf., hafi heldur ekki staðist kröfur um lágmarksveltu. Því hafi Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við Suðurverk hf. og Loftorku ehf. Kærumál valda því hins vegar að gerð samninga er í biðstöðu. Fimm tilboð bárust í verkið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Leitað var eftir samningum við næsta hæfa aðila en þar sem höfnunin var kærð þá stöðvast það ferli. Vegagerðin mun fara fram á það við kærunefnd útboðsmála að stöðvun verði aflétt meðan málið er í meðförum hjá nefndinni, en þetta hefur nýlega snúist við, áður þurfti að óska eftir stöðvun,“ segir G. Pétur. „Verði stöðvun ekki aflétt mun það leiða til þess að framkvæmdir tefjast meðan málið er í meðförum nefndarinnar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að kæra þetta. Við erum að bíða eftir niðurstöðu frá Kærunefnd útboðsmála,“ segir Óskar Ólafsson, framkvæmdastjóri Óskataks, og kveðst vonast eftir niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi. „Ég er búinn að sýna þeim fram á að ég var með veltu upp á 54 prósent,“ segir Óskar en tekur fram að þetta sé túlkunaratriði. Gatnamót Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar, séð úr Víðidal.Vegagerðin/Verkís „Þetta er voðalega skrítið með Vegagerðina. Ef það kemur einhver nýr þá er eins og hann þurfi að ganga í gegnum þrautagöngu. Það er verið að mismuna mönnum. Það er ekki samræmi milli útboða. Í Suðurlandsvegi um Ölfus, sem var verið að taka í notkun um daginn, þá var miðað við 25 prósent af veltu síðustu þrjú ár. Uppi á Kjalarnesi var miðað við 30 prósent. Núna er miðað við 50 prósent,“ segir Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um opnun tilboða: Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. 1. júní 2023 08:06 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
„Lægstbjóðanda var hafnað þar sem hann – samanlagt hjá báðum - stóðst ekki kröfur um lágmarksveltu síðustu þriggja ára. Krafan var um veltu upp á 50 prósent af þessu verki,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. G. Pétur segir að næstlægsta boð, frá Jarðvali sf., hafi heldur ekki staðist kröfur um lágmarksveltu. Því hafi Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við Suðurverk hf. og Loftorku ehf. Kærumál valda því hins vegar að gerð samninga er í biðstöðu. Fimm tilboð bárust í verkið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Leitað var eftir samningum við næsta hæfa aðila en þar sem höfnunin var kærð þá stöðvast það ferli. Vegagerðin mun fara fram á það við kærunefnd útboðsmála að stöðvun verði aflétt meðan málið er í meðförum hjá nefndinni, en þetta hefur nýlega snúist við, áður þurfti að óska eftir stöðvun,“ segir G. Pétur. „Verði stöðvun ekki aflétt mun það leiða til þess að framkvæmdir tefjast meðan málið er í meðförum nefndarinnar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að kæra þetta. Við erum að bíða eftir niðurstöðu frá Kærunefnd útboðsmála,“ segir Óskar Ólafsson, framkvæmdastjóri Óskataks, og kveðst vonast eftir niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi. „Ég er búinn að sýna þeim fram á að ég var með veltu upp á 54 prósent,“ segir Óskar en tekur fram að þetta sé túlkunaratriði. Gatnamót Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar, séð úr Víðidal.Vegagerðin/Verkís „Þetta er voðalega skrítið með Vegagerðina. Ef það kemur einhver nýr þá er eins og hann þurfi að ganga í gegnum þrautagöngu. Það er verið að mismuna mönnum. Það er ekki samræmi milli útboða. Í Suðurlandsvegi um Ölfus, sem var verið að taka í notkun um daginn, þá var miðað við 25 prósent af veltu síðustu þrjú ár. Uppi á Kjalarnesi var miðað við 30 prósent. Núna er miðað við 50 prósent,“ segir Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um opnun tilboða:
Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. 1. júní 2023 08:06 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10
Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. 1. júní 2023 08:06