Stærsti mánuður Play frá upphafi Árni Sæberg skrifar 7. júní 2023 09:46 Birgir Jónsson, forstjóri Play, er ánægður með árangurinn í maí. Vísir/Vilhelm Farþegar Play voru 128.894 í maí síðastliðnum. Um er að ræða 26 prósent fjölgun milli mánaða og metfjölda hjá flugfélaginu unga. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Play. Þá segir að sætanýting í maí hafi numið 85 prósent og stundvísi 87,3 prósent. „Þessi tölfræði telst mjög jákvæð, sérstaklega í ljósi þess að maí felur iðulega í sér nokkra áskorun fyrir flugfélög. Á meðan unnið er að því að skala upp starfsemina fyrir sumarvertíðina er eftirspurn alla jafna ekki tekin við sér að fullu. Sumarfrí eru til dæmis ekki hafin í maí að miklu marki,“ segir í tilkynningu. Ríflega tvöföldun milli ára Tölfræðin sýnir fram á verulegan vöxt frá því á sama tíma í fyrra, þegar Play flutti 56.601 farþega og sætanýtingin nam 69,6 prósent. Því er um að ræða rúma tvöföldun á farþegafjölda í sama mánuði á milli ára. Flogið var til 26 áfangastaða í maí, samanborið við sautján áfangastaði á sama tíma í fyrra. Sólarlandaáfangastaðir voru áfram mjög vinsælir og sá markverði árangur náðist í flugi til Lundúna, Kaupmannahafnar, Parísar, Boston og Berlínar, að sætanýting nam þar vel yfir 90 prósentum, að því er segir í tilkynningu. Þá segir að farþegum á leið til Íslands með Play í maí mánuði hafi fjölgaði á milli ára, sem sé til marks um sterka markaðsstöðu og vaxandi traust í garð félagsins á erlendum mörkuðum. Af öllum farþegum sem flugu með Play í mánuðinum hafi 27 prósent verið á leið frá Íslandi, 25 prósent á leið til landsins og 48 prósent hafi verið tengifarþegar. „Sérstaklega sterk eftirspurn er eftir flugferðum frá Bandaríkjunum til Evrópu og eru verð á farmiðum umtalsvert hærri en í fyrra á þeim markaði,“ segir í tilkynningu. Hliðartekjur aldrei hærri Þá segir að hliðartekjur félagsins hafi haldið áfram að aukast í maí. Hliðartekjur að meðaltali á hvern farþega hafi aldrei verið meiri í einum mánuði, en meðaltal hliðartekna hafi vaxið um 28 prósent frá því í maí í fyrra. Nokkrir þættir stuðli að þessari jákvæðu þróun, meðal annars umbætur á bókunarvef og áherslubreytingar í sölu- og dreifingarferlinu. Talið sé að þessir þættir muni hafa enn jákvæðari áhrif á næstu mánuðum sem bendi til enn meiri tekjuvaxtar. Fínn mánuður fyrir Play Í tilkynningu er haft eftir Birgi Jónssyni að maí hafi verið fínn mánuður fyrir Play og starfsfólk og stjórnendur hafi kæst við að slá met yfir fjölda farþega í einum mánuði. „Ofan á þessa góðu tölfræði bætist sá stóri áfangi að við höfum tekið við glænýrri A321neo flugvél, þannig að A320neo-floti okkar telur nú tíu vélar. Í dag státum við því af yngsta flugvélaflota nokkurs flugfélags í Evrópu. Sú staðreynd skapar þýðingarmikið forskot hjá félaginu; viðhaldskostnaður er mun lægri, olíunýting betri og þægindi viðskiptavina í vélunum eru mikil. Á síðustu vikum höfum við verið að taka við miklum fjölda nýrra starfsmanna og starfsliðið í heild telur nú um 550 metnaðarfulla og faglega einstaklinga sem eru spenntir að sýna heiminum hvað í okkur býr,“ er haft eftir Birgi. Þá gleðji það félagið að geta sagt frá auknum hliðartekjum. Það sé tekjulind sem félaginu hafi láðst að fullnýta í fyrra af ýmsum ástæðum og það sé því mikið ánægjuefni að sjá átak og fjárfestingu á þessu sviði skila svona góðum árangri. „Við erum býsna bjartsýn nú þegar við horfum fram á veginn. Annar ársfjórðungur lofar góðu og apríl fór fram úr væntingum okkar. Sterk eftirspurn sem við finnum vel fyrir og heilbrigður tekjuvöxtur eru bæði jákvæð teikn fyrir sumarvertíðina og árið allt. Tíu véla flotinn sem nú hefur allur verið tekinn í gagnið gerir okkur kleift að skala starfsemina á sem hagkvæmastan hátt. Í þeim mikla vaxtarfasa sem félagið hefur verið í undanfarin tvö ár hefur grunnkostnaður verið tiltölulega hár miðað við þær tekjur sem sex flugvélar geta aflað. Sá tími er nú að baki og með tíu flugvélum náum við náttúrulegra jafnvægi á milli kostnaðar og tekna. Við kunnum vel að meta stuðning og traust farþega okkar í garð félagsins og við erum áfram staðráðin í að veita þeim ávallt framúrskarandi þjónustu á frábæru verði. Mig langar að þakka öllu teyminu hjá PLAY fyrir magnað framlag þeirra,“ er haft eftir Birgi. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Play. Þá segir að sætanýting í maí hafi numið 85 prósent og stundvísi 87,3 prósent. „Þessi tölfræði telst mjög jákvæð, sérstaklega í ljósi þess að maí felur iðulega í sér nokkra áskorun fyrir flugfélög. Á meðan unnið er að því að skala upp starfsemina fyrir sumarvertíðina er eftirspurn alla jafna ekki tekin við sér að fullu. Sumarfrí eru til dæmis ekki hafin í maí að miklu marki,“ segir í tilkynningu. Ríflega tvöföldun milli ára Tölfræðin sýnir fram á verulegan vöxt frá því á sama tíma í fyrra, þegar Play flutti 56.601 farþega og sætanýtingin nam 69,6 prósent. Því er um að ræða rúma tvöföldun á farþegafjölda í sama mánuði á milli ára. Flogið var til 26 áfangastaða í maí, samanborið við sautján áfangastaði á sama tíma í fyrra. Sólarlandaáfangastaðir voru áfram mjög vinsælir og sá markverði árangur náðist í flugi til Lundúna, Kaupmannahafnar, Parísar, Boston og Berlínar, að sætanýting nam þar vel yfir 90 prósentum, að því er segir í tilkynningu. Þá segir að farþegum á leið til Íslands með Play í maí mánuði hafi fjölgaði á milli ára, sem sé til marks um sterka markaðsstöðu og vaxandi traust í garð félagsins á erlendum mörkuðum. Af öllum farþegum sem flugu með Play í mánuðinum hafi 27 prósent verið á leið frá Íslandi, 25 prósent á leið til landsins og 48 prósent hafi verið tengifarþegar. „Sérstaklega sterk eftirspurn er eftir flugferðum frá Bandaríkjunum til Evrópu og eru verð á farmiðum umtalsvert hærri en í fyrra á þeim markaði,“ segir í tilkynningu. Hliðartekjur aldrei hærri Þá segir að hliðartekjur félagsins hafi haldið áfram að aukast í maí. Hliðartekjur að meðaltali á hvern farþega hafi aldrei verið meiri í einum mánuði, en meðaltal hliðartekna hafi vaxið um 28 prósent frá því í maí í fyrra. Nokkrir þættir stuðli að þessari jákvæðu þróun, meðal annars umbætur á bókunarvef og áherslubreytingar í sölu- og dreifingarferlinu. Talið sé að þessir þættir muni hafa enn jákvæðari áhrif á næstu mánuðum sem bendi til enn meiri tekjuvaxtar. Fínn mánuður fyrir Play Í tilkynningu er haft eftir Birgi Jónssyni að maí hafi verið fínn mánuður fyrir Play og starfsfólk og stjórnendur hafi kæst við að slá met yfir fjölda farþega í einum mánuði. „Ofan á þessa góðu tölfræði bætist sá stóri áfangi að við höfum tekið við glænýrri A321neo flugvél, þannig að A320neo-floti okkar telur nú tíu vélar. Í dag státum við því af yngsta flugvélaflota nokkurs flugfélags í Evrópu. Sú staðreynd skapar þýðingarmikið forskot hjá félaginu; viðhaldskostnaður er mun lægri, olíunýting betri og þægindi viðskiptavina í vélunum eru mikil. Á síðustu vikum höfum við verið að taka við miklum fjölda nýrra starfsmanna og starfsliðið í heild telur nú um 550 metnaðarfulla og faglega einstaklinga sem eru spenntir að sýna heiminum hvað í okkur býr,“ er haft eftir Birgi. Þá gleðji það félagið að geta sagt frá auknum hliðartekjum. Það sé tekjulind sem félaginu hafi láðst að fullnýta í fyrra af ýmsum ástæðum og það sé því mikið ánægjuefni að sjá átak og fjárfestingu á þessu sviði skila svona góðum árangri. „Við erum býsna bjartsýn nú þegar við horfum fram á veginn. Annar ársfjórðungur lofar góðu og apríl fór fram úr væntingum okkar. Sterk eftirspurn sem við finnum vel fyrir og heilbrigður tekjuvöxtur eru bæði jákvæð teikn fyrir sumarvertíðina og árið allt. Tíu véla flotinn sem nú hefur allur verið tekinn í gagnið gerir okkur kleift að skala starfsemina á sem hagkvæmastan hátt. Í þeim mikla vaxtarfasa sem félagið hefur verið í undanfarin tvö ár hefur grunnkostnaður verið tiltölulega hár miðað við þær tekjur sem sex flugvélar geta aflað. Sá tími er nú að baki og með tíu flugvélum náum við náttúrulegra jafnvægi á milli kostnaðar og tekna. Við kunnum vel að meta stuðning og traust farþega okkar í garð félagsins og við erum áfram staðráðin í að veita þeim ávallt framúrskarandi þjónustu á frábæru verði. Mig langar að þakka öllu teyminu hjá PLAY fyrir magnað framlag þeirra,“ er haft eftir Birgi.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira