Fólk spari tárin þrátt fyrir brotthvarf „drottningar bíóanna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2023 09:06 Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré. Kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri Klapptré segir það á vissan hátt leitt að kvikmyndasýningum eigi að hætta í Háskólabíó. Hann segir lokunina rifja upp margar minningar en svo, að sjálfsögðu, heldur lífið bara áfram. Fyrr í vikunni var greint frá því Sena hafi ákveðið að segja upp leigusamningi sínum um rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói í Reykjavík frá og með næstu mánaðamótum. Hafa sýningar verið sýndar þar í 62 ár. Þó mun önnur starfsemi halda áfram í húsinu, svo sem kennsla, ráðstefnur og fundir. Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, segir að það að kvikmyndasýningum ljúki í húsnæðinu sé leitt á vissan hátt og rifji upp margar góðar minningar. En eins og eftir flest annað, þá heldur lífið bara áfram. Hann telur að fólk sem hefur vant komur sínar í Háskólabíó muni spara tárin fyrir betra tilefni. „Það mun gráta hástöfum á öxlina á þér. Nei, nei. Ég held nú ekki. Þetta er drottning bíóanna. Þá á ég við stóra salinn en það er langt síðan þeir hættu að nota hann í reglulegar bíósýningar. Hins vegar hefur hann verið hingað til og ég á ekki von á öðru en að það heldur áfram, að þetta er frumsýningarsalur íslenskra bíómynda. Er lang besti salurinn til slíks á landinu. Þetta er náttúrulega einn af mikilfenglegustu kvikmyndasölum sem ég hef komið í og hef ég komið í kvikmyndahús víða um heim þannig hann stendur algjörlega fyrir sínu,“ segir Ásgrímur. Klippa: Saga kvikmyndasýninga í húsnæði Háskólabíós lýkur Háskólabíó er alls ekki fyrsta bíóið sem Íslendingar þekkja sem hefur horfið á brott. Til dæmis er Gamla bíó nú samkomusalur, Austurbæjarbíó nú pílustaður, Tjarnarbíó leikhús og Borgarbíó á Akureyri orðið að leiktækjasal. „Þau voru lang flest hér í miðborginni en svo hafa þau smám saman færst í úthverfin. Nú eru stærstu bíóin þar, í Álfabakka, Egilshöll og Smárabíó,“ segir Ásgrímur. Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Tímamót Reykjavík Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Fyrr í vikunni var greint frá því Sena hafi ákveðið að segja upp leigusamningi sínum um rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói í Reykjavík frá og með næstu mánaðamótum. Hafa sýningar verið sýndar þar í 62 ár. Þó mun önnur starfsemi halda áfram í húsinu, svo sem kennsla, ráðstefnur og fundir. Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, segir að það að kvikmyndasýningum ljúki í húsnæðinu sé leitt á vissan hátt og rifji upp margar góðar minningar. En eins og eftir flest annað, þá heldur lífið bara áfram. Hann telur að fólk sem hefur vant komur sínar í Háskólabíó muni spara tárin fyrir betra tilefni. „Það mun gráta hástöfum á öxlina á þér. Nei, nei. Ég held nú ekki. Þetta er drottning bíóanna. Þá á ég við stóra salinn en það er langt síðan þeir hættu að nota hann í reglulegar bíósýningar. Hins vegar hefur hann verið hingað til og ég á ekki von á öðru en að það heldur áfram, að þetta er frumsýningarsalur íslenskra bíómynda. Er lang besti salurinn til slíks á landinu. Þetta er náttúrulega einn af mikilfenglegustu kvikmyndasölum sem ég hef komið í og hef ég komið í kvikmyndahús víða um heim þannig hann stendur algjörlega fyrir sínu,“ segir Ásgrímur. Klippa: Saga kvikmyndasýninga í húsnæði Háskólabíós lýkur Háskólabíó er alls ekki fyrsta bíóið sem Íslendingar þekkja sem hefur horfið á brott. Til dæmis er Gamla bíó nú samkomusalur, Austurbæjarbíó nú pílustaður, Tjarnarbíó leikhús og Borgarbíó á Akureyri orðið að leiktækjasal. „Þau voru lang flest hér í miðborginni en svo hafa þau smám saman færst í úthverfin. Nú eru stærstu bíóin þar, í Álfabakka, Egilshöll og Smárabíó,“ segir Ásgrímur.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Tímamót Reykjavík Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira