Apple blandar veruleikum Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2023 13:33 Gleraugu Apple eiga að gera skjái svo gott sem óþarfa. Apple Forsvarsmenn tæknirisans Apple héldu í gær kynningu þar sem nýjar tölvur, nýtt stýrikerfi og fleira var opinberað. Ein vara hefur þó notið mun meiri athygli en aðra en það eru gleraugun Apple Vision Pro. Ekki er tæknilega um sýndarveruleikagleraugu að ræða, þar sem notendur munu geta horft í kringum sig og séð umhverfi sitt og bætt við það. Gleraugun flokkast heldur ekki undir það sem á ensku er kallað „augmented reality“ sem á íslensku getur kallast „viðbótarveruleiki“, þar sem notendur sjá umhverfi sitt í gegnum myndavélar á gleraugunum. Gleraugun blanda í raun sýndarveruleika og viðbótarveruleika. Apple kallar gleraugun „rýmistölvu“. Gleraugun líkjast hvað helst skíðagleraugum og eiga að gera skjái svo gott sem tilgangslausa. Notendur Apple Vision Pro nota röddina og handahreyfingar til að stýra forritum gleraugnanna. Í tilkynningu frá Apple segir að skjáir gleraugnanna sýni 23 milljónir pixla og notendum eigi að finnast sem forrit þeirra séu raunverulega fyrir framan þau. „Sköpun fyrstu rýmistölvunnar okkar þarfnaðist nýsköpunar á nánast öllum sviðum búnaðarins,“ er haft eftir Mike Rockwell, sem stýrir tækniþróun hjá Apple. Hann segir að þetta hafi tekst með því að láta búnað og hugbúnað vinna saman en Rockwell segir gleraugun vera háþróaðasta persónulega rafeindabúnað sem framleiddur hefur verið. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar á vef Apple. Ekki fyrstir á svið, en fremstir Microsoft hefur lengi verið með sambærileg gleraugu í þróun sem kallast Hololens. Google hefur einnig látið reyna á svipaða tækni með Google Glass og Meta með Quest Pro gleraugunum. Enn sem komið er hafa þessi viðbótarveruleikagleruaugu ekki vakið mikla lukku meðal almennra notenda. Tækniblaðamenn hafa fengið að prófa gleraugun og virðast sammála um að þau standi öðrum fremur. Blaðamaður The Verge segir til að mynda að gæði skjáa gleraugnanna séu merkilega góð en hann hafði samt spurningar um hve stórt sjónsvið gleraugnanna. Það væri ekki eins og sýnt hefði verið í myndbandinu. Blaðamaður CNet sló á svipaða strengi. Hann sagði gæðin í mynd gleraugnanna vera ótrúleg. Þá segir hann að gleraugun séu þægileg en ekki sé hægt að nota þau með hefðbundnum gleraugum. Blaðamaðurinn sagði einnig að gleraugun stæðu öðrum framar þegar kæmi að því að stýra kerfinu með höndunum. Það virkaði mun betur en í sambærilegum græjum. Þá segir blaðamaður TechCrunch að þó gleraugun virðist ekki standast það sem Apple lofar í kynningarmyndbandinu sé Apple að taka stærðarinnar skref fram á við í blönduðum veruleika. Gleraugun eiga að kosta 3.500 dali vestanhafs, sem samsvarar um hálfri milljón króna. Apple Tækni Tengdar fréttir Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01 Starfsmenn Microsoft vilja losna við samning við herinn vegna HoloLens Starfsmenn Microsoft eru reiðir yfir því að fyrirtækið hafi gert 480 milljóna dala samning við bandaríska herinn vegna viðbótarraunveruleikagleraugnanna HoloLens. 23. febrúar 2019 10:42 PSVR2: Er sýndarveruleiki loks að verða móðins? Nýr sýndarveruleikabúnaður Sony sem gefinn verður út í næstu viku er stórt og gott skref í því að gera sýndarveruleika loksins móðins í tölvuleikjaspilun. Búnaðurinn er hannaður til notkunar með PS5 leikjatölvum en mikilvægt verður að halda uppi áhuga í nokkur ár með góðum leikjum. 16. febrúar 2023 13:47 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ekki er tæknilega um sýndarveruleikagleraugu að ræða, þar sem notendur munu geta horft í kringum sig og séð umhverfi sitt og bætt við það. Gleraugun flokkast heldur ekki undir það sem á ensku er kallað „augmented reality“ sem á íslensku getur kallast „viðbótarveruleiki“, þar sem notendur sjá umhverfi sitt í gegnum myndavélar á gleraugunum. Gleraugun blanda í raun sýndarveruleika og viðbótarveruleika. Apple kallar gleraugun „rýmistölvu“. Gleraugun líkjast hvað helst skíðagleraugum og eiga að gera skjái svo gott sem tilgangslausa. Notendur Apple Vision Pro nota röddina og handahreyfingar til að stýra forritum gleraugnanna. Í tilkynningu frá Apple segir að skjáir gleraugnanna sýni 23 milljónir pixla og notendum eigi að finnast sem forrit þeirra séu raunverulega fyrir framan þau. „Sköpun fyrstu rýmistölvunnar okkar þarfnaðist nýsköpunar á nánast öllum sviðum búnaðarins,“ er haft eftir Mike Rockwell, sem stýrir tækniþróun hjá Apple. Hann segir að þetta hafi tekst með því að láta búnað og hugbúnað vinna saman en Rockwell segir gleraugun vera háþróaðasta persónulega rafeindabúnað sem framleiddur hefur verið. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar á vef Apple. Ekki fyrstir á svið, en fremstir Microsoft hefur lengi verið með sambærileg gleraugu í þróun sem kallast Hololens. Google hefur einnig látið reyna á svipaða tækni með Google Glass og Meta með Quest Pro gleraugunum. Enn sem komið er hafa þessi viðbótarveruleikagleruaugu ekki vakið mikla lukku meðal almennra notenda. Tækniblaðamenn hafa fengið að prófa gleraugun og virðast sammála um að þau standi öðrum fremur. Blaðamaður The Verge segir til að mynda að gæði skjáa gleraugnanna séu merkilega góð en hann hafði samt spurningar um hve stórt sjónsvið gleraugnanna. Það væri ekki eins og sýnt hefði verið í myndbandinu. Blaðamaður CNet sló á svipaða strengi. Hann sagði gæðin í mynd gleraugnanna vera ótrúleg. Þá segir hann að gleraugun séu þægileg en ekki sé hægt að nota þau með hefðbundnum gleraugum. Blaðamaðurinn sagði einnig að gleraugun stæðu öðrum framar þegar kæmi að því að stýra kerfinu með höndunum. Það virkaði mun betur en í sambærilegum græjum. Þá segir blaðamaður TechCrunch að þó gleraugun virðist ekki standast það sem Apple lofar í kynningarmyndbandinu sé Apple að taka stærðarinnar skref fram á við í blönduðum veruleika. Gleraugun eiga að kosta 3.500 dali vestanhafs, sem samsvarar um hálfri milljón króna.
Apple Tækni Tengdar fréttir Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01 Starfsmenn Microsoft vilja losna við samning við herinn vegna HoloLens Starfsmenn Microsoft eru reiðir yfir því að fyrirtækið hafi gert 480 milljóna dala samning við bandaríska herinn vegna viðbótarraunveruleikagleraugnanna HoloLens. 23. febrúar 2019 10:42 PSVR2: Er sýndarveruleiki loks að verða móðins? Nýr sýndarveruleikabúnaður Sony sem gefinn verður út í næstu viku er stórt og gott skref í því að gera sýndarveruleika loksins móðins í tölvuleikjaspilun. Búnaðurinn er hannaður til notkunar með PS5 leikjatölvum en mikilvægt verður að halda uppi áhuga í nokkur ár með góðum leikjum. 16. febrúar 2023 13:47 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01
Starfsmenn Microsoft vilja losna við samning við herinn vegna HoloLens Starfsmenn Microsoft eru reiðir yfir því að fyrirtækið hafi gert 480 milljóna dala samning við bandaríska herinn vegna viðbótarraunveruleikagleraugnanna HoloLens. 23. febrúar 2019 10:42
PSVR2: Er sýndarveruleiki loks að verða móðins? Nýr sýndarveruleikabúnaður Sony sem gefinn verður út í næstu viku er stórt og gott skref í því að gera sýndarveruleika loksins móðins í tölvuleikjaspilun. Búnaðurinn er hannaður til notkunar með PS5 leikjatölvum en mikilvægt verður að halda uppi áhuga í nokkur ár með góðum leikjum. 16. febrúar 2023 13:47