Vissulega lítið vit í slíkum samningi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 6. júní 2023 11:01 „Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð. Tilefni greinarskrifa Ólafs var hömlur á innflutningi á landbúnaðarvörum frá öðrum aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), þá fyrst og fremst ríkjum Evrópusambandsins. Enn verri eru þó þær hömlur sem samningurinn felur í sér þegar kemur að innflutningi frá ríkjum utan svæðisins. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland ekki innan tollamúra Evrópusambandsins líkt og raunin væri innan þess. Hins vegar er landið innan regluverksmúra sambandsins en regluverk hefur í vaxandi mæli leyst tolla af hólmi sem helzta verkfærið til þess að viðhalda verndarhyggju í milliríkjaviðskiptum. Verulegur kostnaður og hátt flækjustig Fjölmörg dæmi eru um slíkar hömlur. Til að mynda kom þannig fram í máli Lovísu Jennýar Sigurðardóttur, markaðsstjóra hjá Innnes, á fundi á vegum Amerísk-íslenzka viðskiptaráðsins um árið að verulegur samdráttur hefði orðið á innflutningi fyrirtækisins á vörum frá Bandaríkjunum og færi minnkandi. Þannig hefði Innnes, sem á aðild að FA, til dæmis þurft að hætta að flytja inn kex frá Bandaríkjunum ekki sízt vegna verulegs kostnaðar við aðkeypta ráðgjöf vegna þess að vörumerkingar í Evrópusambandinu, sem gilda hér á landi vegna aðildarinnar að EES, væru afar ólíkar því sem gerðist í Bandaríkjunum. Flækjustigið væri hátt að sögn Lovísu. Til að mynda væru dæmi um það að vörur væru bannaðar hér á landi samkvæmt reglum Evrópusambandsins vegna aukaefnis sem þó væri leyfilegt í öðrum vörum. Mikil vinna færi í að kanna slíkt og eins að opna alla kassa og merkja hverja vöru í samræmi við reglurnar. Þegar Costco rak sig á EES-samninginn Til stóð upphaflega að Costco á Íslandi yrði útibú frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada. Þegar stjórnendur Costco ráku sig hins vegar á aðild Íslands að EES-samningnum var ákveðið að verzlunin hér á landi yrði þess í stað útibú frá Bretland sem var enn innan Evrópusambandsins þegar ákvörðunin var tekin. Fyrir vikið hafa fyrst og fremst evrópskar vörur verið í boði í Costco á Íslandi, ekki sízt brezkar, en mun minna af bandarískum og kanadískum en upphaflega stóð til. Ástæðan er ekki sízt regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Sem sagt minna vöruúrval og líklega dýrari vörur en ella. Fleiri dæmi mætti hæglega nefna í þessum efnum. Þar sem markmiðið með regluverki Evrópusambandsins er gjarnan að vernda framleiðslu innan þess fyrir samkeppni frá ríkjum utan þess í nafni meintrar neytendaverndar er það, líkt og markaðsstjóri Innnes kom réttilega inn á, oft innbyrðis órökrétt. Fríverzlun við Bandaríkin líklega útilokuð Við þetta má bæta að telja verður fríverzlunarsamning við Bandaríkin svo gott sem útilokaðan á meðan landið er aðili að EES-samningnum. Seint verður líklega fallizt á það í Washington að þarlendar vörur þurfi að uppfylla regluverk Evrópusambandsins, sem í gildi er hér á landi vegna hans, óbreytt. Með öðrum orðum er þannig vissulega lítið vit í samningi sem fyrir utan annað dregur úr aðgangi íslenzkra neytenda að matvörum og öðrum vörum á hagstæðu verði líkt og EES-samningurinn þó FA virðist einungis hafa áhyggjur af því í tilfelli EES en ekki þess mikla fjölda ríkja sem standa utan svæðisins. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur við Evrópusambandið. Leið sem ríki heimsins fara allajafna þegar samið er um milliríkjaviðskipti og felur, ólíkt EES-samningnum, ekki í sér vaxandi framsal valds yfir eigin málum og hindranir í viðskiptum við aðra heimshluta. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skattar og tollar Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
„Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð. Tilefni greinarskrifa Ólafs var hömlur á innflutningi á landbúnaðarvörum frá öðrum aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), þá fyrst og fremst ríkjum Evrópusambandsins. Enn verri eru þó þær hömlur sem samningurinn felur í sér þegar kemur að innflutningi frá ríkjum utan svæðisins. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland ekki innan tollamúra Evrópusambandsins líkt og raunin væri innan þess. Hins vegar er landið innan regluverksmúra sambandsins en regluverk hefur í vaxandi mæli leyst tolla af hólmi sem helzta verkfærið til þess að viðhalda verndarhyggju í milliríkjaviðskiptum. Verulegur kostnaður og hátt flækjustig Fjölmörg dæmi eru um slíkar hömlur. Til að mynda kom þannig fram í máli Lovísu Jennýar Sigurðardóttur, markaðsstjóra hjá Innnes, á fundi á vegum Amerísk-íslenzka viðskiptaráðsins um árið að verulegur samdráttur hefði orðið á innflutningi fyrirtækisins á vörum frá Bandaríkjunum og færi minnkandi. Þannig hefði Innnes, sem á aðild að FA, til dæmis þurft að hætta að flytja inn kex frá Bandaríkjunum ekki sízt vegna verulegs kostnaðar við aðkeypta ráðgjöf vegna þess að vörumerkingar í Evrópusambandinu, sem gilda hér á landi vegna aðildarinnar að EES, væru afar ólíkar því sem gerðist í Bandaríkjunum. Flækjustigið væri hátt að sögn Lovísu. Til að mynda væru dæmi um það að vörur væru bannaðar hér á landi samkvæmt reglum Evrópusambandsins vegna aukaefnis sem þó væri leyfilegt í öðrum vörum. Mikil vinna færi í að kanna slíkt og eins að opna alla kassa og merkja hverja vöru í samræmi við reglurnar. Þegar Costco rak sig á EES-samninginn Til stóð upphaflega að Costco á Íslandi yrði útibú frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada. Þegar stjórnendur Costco ráku sig hins vegar á aðild Íslands að EES-samningnum var ákveðið að verzlunin hér á landi yrði þess í stað útibú frá Bretland sem var enn innan Evrópusambandsins þegar ákvörðunin var tekin. Fyrir vikið hafa fyrst og fremst evrópskar vörur verið í boði í Costco á Íslandi, ekki sízt brezkar, en mun minna af bandarískum og kanadískum en upphaflega stóð til. Ástæðan er ekki sízt regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Sem sagt minna vöruúrval og líklega dýrari vörur en ella. Fleiri dæmi mætti hæglega nefna í þessum efnum. Þar sem markmiðið með regluverki Evrópusambandsins er gjarnan að vernda framleiðslu innan þess fyrir samkeppni frá ríkjum utan þess í nafni meintrar neytendaverndar er það, líkt og markaðsstjóri Innnes kom réttilega inn á, oft innbyrðis órökrétt. Fríverzlun við Bandaríkin líklega útilokuð Við þetta má bæta að telja verður fríverzlunarsamning við Bandaríkin svo gott sem útilokaðan á meðan landið er aðili að EES-samningnum. Seint verður líklega fallizt á það í Washington að þarlendar vörur þurfi að uppfylla regluverk Evrópusambandsins, sem í gildi er hér á landi vegna hans, óbreytt. Með öðrum orðum er þannig vissulega lítið vit í samningi sem fyrir utan annað dregur úr aðgangi íslenzkra neytenda að matvörum og öðrum vörum á hagstæðu verði líkt og EES-samningurinn þó FA virðist einungis hafa áhyggjur af því í tilfelli EES en ekki þess mikla fjölda ríkja sem standa utan svæðisins. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur við Evrópusambandið. Leið sem ríki heimsins fara allajafna þegar samið er um milliríkjaviðskipti og felur, ólíkt EES-samningnum, ekki í sér vaxandi framsal valds yfir eigin málum og hindranir í viðskiptum við aðra heimshluta. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun