Lækkum kosningaaldurinn í 16 ára Geir Finnsson skrifar 6. júní 2023 08:31 Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum. Nánar tiltekið verður þingheimur spurður hvort lækka ætti kosningaaldur úr 18 ára og niður í 16 ára í kosningum til sveitarstjórna. Eðlilega eru skiptar skoðanir um málið og nýleg könnun sýnir að meirihluti fólks sé mótfallið þessari breytingu. Ekki kemur fram hvað það sé nákvæmlega sem gerir það að verkum að fólk vantreysti 16 og 17 ára einstaklingum til að kjósa en ljóst er að staðreyndir þurfa að vera skýrar í þessum efnum. Við í Landssambandi ungmennafélaga (LUF) störfum sem regnhlífasamtök lýðræðislegra ungmennafélaga á Íslandi og stöndum vörð um réttindi ungs fólks. Við höfum lengi lagt áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungmenna og höfum, auk aðildarfélaga okkar, vakið athygli á því að ekki sé tekið nægt tillit til ungs fólks í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hag. Að okkar mati væri því skref í rétta átt að lækka kosningaaldur niður í 16 ára, samhliða aukinni fræðslu til að bæta úr þeirri stöðu. Núverandi kosningaaldur brýtur í bága við Barnasáttmálann Sú stefna okkar, að lækka ætti kosningaaldur, byggist meðal annars á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur lögfest sáttmálann og ber því stjórnvöldum skylda að vinna að markmiðum hans, sem felast í því að styrkja stöðu mannréttinda barna. Einstaklingar undir 18 ára aldri hér á landi mega hins vegar ekki kjósa þrátt fyrir ákvæði 12. gr. sáttmálans, sem tryggir börnum, sem myndað geta eigin skoðanir, rétt til að láta þær í ljós, auk skyldu ríkja til að taka tillit til skoðana barna í samræmi við aldur og þroska. Í hnotskurn þá eiga börn rétt á stígandi ábyrgð eftir því sem þau eldast og þroskast enda felst í því sjálfsögð virðing gagnvart getu og vitsmunum þeirra. Sú mismunun sem á því sér óneitanlega stað í núverandi kosningalögum og ekki getur verið réttlætt með neinum vísindalegum gögnum eða hlutlægum rökum, brýtur því á mannréttindum 16 og 17 ára ungmenna og er í berhögg við mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands. Til að bæta gráu ofan á svart þá er þessum sömu ungmennum, sem við neitum um réttinn til að hafa lýðræðisleg áhrif á nærumhverfi sitt í kosningum, þó gert að reiða af hendi opinber gjöld og skatta. Yrði frumvarpið samþykkt væri Ísland ekki fyrsta landið í heiminum til að lækka kosningaaldur niður í 16 ára. Að minnsta kosti 16 lönd, eða svæði heims, hafa gert það nú þegar (m.a. Austurríki og Malta) og enn fleiri leyfa það einvörðungu á sveitarstjórnarstigi. Reynsla þessara ríkja sýnir okkur að lækkun kosningaaldurs virki best ef henni fylgir viðunandi fræðsla og undirbúningur. Sem betur fer hefur LUF, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), stuðlað að hinni vel heppnuðu #ÉgKýs herferð, sem hefur leitt til þess að kosningaþátttaka ungs fólks hérlendis hætti að minnka og fór þess í stað að aukast. Lýðræðisleg ungmennafélög væru vel í stakk búin til að tryggja farsælan árangur af lækkun kosningaaldurs, sem leiðir til betri kosningaþátttöku ungs fólks og aukinn pólitískan þroska, fengju þau nauðsynlegan stuðning til verksins. Kerfi sem útilokar ungt fólk Andstæðingar lækkunar kosningaaldurs nefna gjarnan skort á pólitískum þroska sér til stuðnings. Rannsóknir sýna aftur á móti skýrt fram á að skortur á slíkum þroska sé miklu frekar afleiðing kerfis sem útilokar ungmenni. Í Austurríki, þar sem kosningaaldur var lækkaður kom í ljós að pólitísk þekking 16-17 ára ungmenna varð jafn mikil og hjá eldri kjósendum. Segja má að lýðræði sé réttur til að kjósa byggður á virðingu fyrir sjálfstæðri getu samfélagsþegna og því ber að sýna ungu fólki þá lágmarsvirðingu sem það á skilið. Ég er sannfærður um að ef fólk kynni sér staðreyndir mála er ljóst að lækkun kosningaaldurs sé rökrétt skref fyrir þjóðfélagið okkar. Með góðum undirbúningi og stuðningi til lýðræðislegra ungmennafélaga bendir allt til þess að niðurstaðan verði aukin kosningaþátttaka ungs fólks og bætt pólitísk þekking þeirra. Við í LUF skorum því á þingheim til að samþykkja frumvarpið. Með því skrefi eflum við lýðræðið, bætum stöðu ungs fólks og sýnum því aukið traust, öllum til hagsbóta. Það er ekki bara réttlæti fólgið í þeirri aðgerð heldur einnig grundvöllurinn að heilbrigðri þróun í lýðræðislegu samfélagi. Hægt er að kynna sér ítarlegri afstöðu og röksemdarfærslur LUF til málsins í umsögn félagsins til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Höfundur er forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingar á kosningalögum. Nánar tiltekið verður þingheimur spurður hvort lækka ætti kosningaaldur úr 18 ára og niður í 16 ára í kosningum til sveitarstjórna. Eðlilega eru skiptar skoðanir um málið og nýleg könnun sýnir að meirihluti fólks sé mótfallið þessari breytingu. Ekki kemur fram hvað það sé nákvæmlega sem gerir það að verkum að fólk vantreysti 16 og 17 ára einstaklingum til að kjósa en ljóst er að staðreyndir þurfa að vera skýrar í þessum efnum. Við í Landssambandi ungmennafélaga (LUF) störfum sem regnhlífasamtök lýðræðislegra ungmennafélaga á Íslandi og stöndum vörð um réttindi ungs fólks. Við höfum lengi lagt áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungmenna og höfum, auk aðildarfélaga okkar, vakið athygli á því að ekki sé tekið nægt tillit til ungs fólks í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hag. Að okkar mati væri því skref í rétta átt að lækka kosningaaldur niður í 16 ára, samhliða aukinni fræðslu til að bæta úr þeirri stöðu. Núverandi kosningaaldur brýtur í bága við Barnasáttmálann Sú stefna okkar, að lækka ætti kosningaaldur, byggist meðal annars á ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur lögfest sáttmálann og ber því stjórnvöldum skylda að vinna að markmiðum hans, sem felast í því að styrkja stöðu mannréttinda barna. Einstaklingar undir 18 ára aldri hér á landi mega hins vegar ekki kjósa þrátt fyrir ákvæði 12. gr. sáttmálans, sem tryggir börnum, sem myndað geta eigin skoðanir, rétt til að láta þær í ljós, auk skyldu ríkja til að taka tillit til skoðana barna í samræmi við aldur og þroska. Í hnotskurn þá eiga börn rétt á stígandi ábyrgð eftir því sem þau eldast og þroskast enda felst í því sjálfsögð virðing gagnvart getu og vitsmunum þeirra. Sú mismunun sem á því sér óneitanlega stað í núverandi kosningalögum og ekki getur verið réttlætt með neinum vísindalegum gögnum eða hlutlægum rökum, brýtur því á mannréttindum 16 og 17 ára ungmenna og er í berhögg við mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands. Til að bæta gráu ofan á svart þá er þessum sömu ungmennum, sem við neitum um réttinn til að hafa lýðræðisleg áhrif á nærumhverfi sitt í kosningum, þó gert að reiða af hendi opinber gjöld og skatta. Yrði frumvarpið samþykkt væri Ísland ekki fyrsta landið í heiminum til að lækka kosningaaldur niður í 16 ára. Að minnsta kosti 16 lönd, eða svæði heims, hafa gert það nú þegar (m.a. Austurríki og Malta) og enn fleiri leyfa það einvörðungu á sveitarstjórnarstigi. Reynsla þessara ríkja sýnir okkur að lækkun kosningaaldurs virki best ef henni fylgir viðunandi fræðsla og undirbúningur. Sem betur fer hefur LUF, í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), stuðlað að hinni vel heppnuðu #ÉgKýs herferð, sem hefur leitt til þess að kosningaþátttaka ungs fólks hérlendis hætti að minnka og fór þess í stað að aukast. Lýðræðisleg ungmennafélög væru vel í stakk búin til að tryggja farsælan árangur af lækkun kosningaaldurs, sem leiðir til betri kosningaþátttöku ungs fólks og aukinn pólitískan þroska, fengju þau nauðsynlegan stuðning til verksins. Kerfi sem útilokar ungt fólk Andstæðingar lækkunar kosningaaldurs nefna gjarnan skort á pólitískum þroska sér til stuðnings. Rannsóknir sýna aftur á móti skýrt fram á að skortur á slíkum þroska sé miklu frekar afleiðing kerfis sem útilokar ungmenni. Í Austurríki, þar sem kosningaaldur var lækkaður kom í ljós að pólitísk þekking 16-17 ára ungmenna varð jafn mikil og hjá eldri kjósendum. Segja má að lýðræði sé réttur til að kjósa byggður á virðingu fyrir sjálfstæðri getu samfélagsþegna og því ber að sýna ungu fólki þá lágmarsvirðingu sem það á skilið. Ég er sannfærður um að ef fólk kynni sér staðreyndir mála er ljóst að lækkun kosningaaldurs sé rökrétt skref fyrir þjóðfélagið okkar. Með góðum undirbúningi og stuðningi til lýðræðislegra ungmennafélaga bendir allt til þess að niðurstaðan verði aukin kosningaþátttaka ungs fólks og bætt pólitísk þekking þeirra. Við í LUF skorum því á þingheim til að samþykkja frumvarpið. Með því skrefi eflum við lýðræðið, bætum stöðu ungs fólks og sýnum því aukið traust, öllum til hagsbóta. Það er ekki bara réttlæti fólgið í þeirri aðgerð heldur einnig grundvöllurinn að heilbrigðri þróun í lýðræðislegu samfélagi. Hægt er að kynna sér ítarlegri afstöðu og röksemdarfærslur LUF til málsins í umsögn félagsins til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Höfundur er forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga.
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar