Frétti fyrst af bónorði ástmannsins hjá systur sinni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. júní 2023 15:29 Parið og verðandi hjón eiga skemmtilega tíma fyrir höndum við að plana brúðkaupsgleðina. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir sagði já við einu óvæntasta og skrýtnasta bónorði ársins. Eiginmaðurinn verðandi bar um bónina í fréttatilkynningu til fjölmiðla og Kolbrún fékk því spurninguna stóru í fjölmiðlum, í gegnum systur sína. „Hann spyr mig aftur í símann og ég segi já,“ segir Kolbrún Ýr, flugumferðarstjóri í Reykjavík, um bónorðið frá unnustanum Helga Andra Jónssyni forstjóra SalesCloud. „Þetta kom mér svo sem á óvart en þeir sem þekkja Helga vita að hann gerir allt öðruvísi,“ segir Kolbrún sem átti þó von á tilkynningu um uppsögn Helga í fjölmiðlum en ekki með þessu sniði. „Við vorum að búast við að það kæmu upplýsingar um uppsögnina á morgun en ég fæ svo símtal í gærkvöldi frá systur minni um bónorðið,“ segir Kolbrún sem hringdi í kjölfarið í Helga sem var staddur í Svíþjóð. Hugmyndin að bónorðinu rómantísk Helgi sagði upp störfum hjá fyrirtækinu SalesCloud eftir rúman áratug en hann er stofnandi og forstjóri fyrirtækisins. Hann kveðst setja fjölskylduna í fyrsta sæti og vona að sonur hans lesi fréttatilkynninguna einn daginn og verði stoltur af honum og ákvörðuninni. Að sögn Kolbrúnar er Helgi afar rómantískur og telur að honum hafi þótt rómantískt að biðja hennar fyrir framan alþjóð. „Fyrir mér er þetta skemmtilegt og skil af hverju hann fór þessa leið. Hann er náttúrulega fréttasjúkur og les mikið fréttir,“ segir hún og hlær. Fékkstu hring sendan eftir bónorðið þar sem hann var staddur erlendis? „Nei en hann kemur heim í dag svo það er forvitnilegt að sjá,“ segir Kolbrún. Þá telur Kolbrún að systur hennar séu byrjaðar að plana gæsun en dagsetningin fyrir brúðkaupið er enn óráðin. Parið á eins árs dreng saman en fyrir á Kolbrún eina stúlku. Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
„Hann spyr mig aftur í símann og ég segi já,“ segir Kolbrún Ýr, flugumferðarstjóri í Reykjavík, um bónorðið frá unnustanum Helga Andra Jónssyni forstjóra SalesCloud. „Þetta kom mér svo sem á óvart en þeir sem þekkja Helga vita að hann gerir allt öðruvísi,“ segir Kolbrún sem átti þó von á tilkynningu um uppsögn Helga í fjölmiðlum en ekki með þessu sniði. „Við vorum að búast við að það kæmu upplýsingar um uppsögnina á morgun en ég fæ svo símtal í gærkvöldi frá systur minni um bónorðið,“ segir Kolbrún sem hringdi í kjölfarið í Helga sem var staddur í Svíþjóð. Hugmyndin að bónorðinu rómantísk Helgi sagði upp störfum hjá fyrirtækinu SalesCloud eftir rúman áratug en hann er stofnandi og forstjóri fyrirtækisins. Hann kveðst setja fjölskylduna í fyrsta sæti og vona að sonur hans lesi fréttatilkynninguna einn daginn og verði stoltur af honum og ákvörðuninni. Að sögn Kolbrúnar er Helgi afar rómantískur og telur að honum hafi þótt rómantískt að biðja hennar fyrir framan alþjóð. „Fyrir mér er þetta skemmtilegt og skil af hverju hann fór þessa leið. Hann er náttúrulega fréttasjúkur og les mikið fréttir,“ segir hún og hlær. Fékkstu hring sendan eftir bónorðið þar sem hann var staddur erlendis? „Nei en hann kemur heim í dag svo það er forvitnilegt að sjá,“ segir Kolbrún. Þá telur Kolbrún að systur hennar séu byrjaðar að plana gæsun en dagsetningin fyrir brúðkaupið er enn óráðin. Parið á eins árs dreng saman en fyrir á Kolbrún eina stúlku.
Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ 1. júní 2023 22:04