Úbbs! Já, hvar er hún aftur? Hjörtur Hjartarson skrifar 2. júní 2023 12:31 Auglýst var eftir „stjórnarskrá fólksins“ í Ríkisútvarpinu í gær og spurt hvar hún væri. Þannig hefur verið þráspurt undangengin ár eða allt frá því úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá lágu fyrir 20. október 2012. Þar samþykktu 67% kjósenda að tillögur sem fyrir þá voru lagðar af Alþingi skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Við lifum viðsjárverða tíma og dálítið ógnvænlegt að þurfa að taka það fram, að stjórnvöldum og Alþingi ber að virða úrslit lýðræðislegra kosninga og fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Í því felst að taka fyrir og afgreiða þær tillögur sem kjósendur samþykktu. Ekki einhverjar aðrar tillögur. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði enginn látið sér detta neitt annað í hug á Íslandi en að úrslit kosninga væru virt. Breska þingið – þar sem meiri hluti var á móti úrsögn úr esb – var búið að lögfesta vilja naums meirihluta kjósenda fyrir Brexit 9 mánuðum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að sjálfsögðu. Þegar stjórnvöld stofna til samráðs við almenning verður að hafa hugfast að þau eru að ráðfæra sig við umbjóðendur sína og heilindi skipta öllu máli ef vel á að fara. Forsætisráðherra hefur gefið slíkt upp á bátinn og falið stjórnarskrármálið „sérfræðingum útí bæ“. Að reynt sé að ráðskast með almenning er hversdagslegur hlutur en í lýðræðisríki er ekki hægt að gefa eftir kröfuna um að úrslit kosninga séu virt. Í nýlegri ályktun aðalfundar Stjórnarskrárfélagsins er þess krafist „að Alþingi gangi frá frumvarpi að endurskoðaðri stjórnarskrá af heilindum og virðingu við almenning og lýðræðislega stjórnarhætti. Í því felst meðal annars að fara að áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár árið 2012. Hið sama orðaði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður á þá leið að í ljósi þess að tillögurnar væru til orðnar með lýðræðislegum hætti yrðu þau sem vildu breyta þeim að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingarnar treystu betur almannahag en óbreyttar tillögur.“ Aðalfundurinn ályktaði einnig „að skora á stjórnmálamenn að sýna kjark og standa með lýðræðislegum stjórnarháttum, íbúum landsins og lífshagsmunum þeirra, gegn fámennum og valdamiklum sérhagsmunaöflum. - Við eigum nýja stjórnarskrá.“ Gleymska er vinsælasta vopnið en landsmenn vita auðvitað hvar stjórnarskrá fólksins er niðurkomin. Hún situr föst í gruggugum polli íslenskrar stjórnmálamenningar. Íbúar landsins vita líka að núgildandi bráðabirgðastjórnarskrá frá 1944 er úrelt og stendur í vegi fyrir heilbrigðu samfélagi og stjórnarháttum. Í skjóli úreltrar stjórnarskrár rennur réttmætur arður þjóðarinnar af sameiginlegum auðlindum í vasa örfárra; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er valda- og áhrifaleysi almennings viðhaldið og brýnustu lífshagsmunir hans sniðgengnir fyrir sérhagsmuni; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er sótt að náttúru og lífríki landsins; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er vegið að frelsi fjölmiðla; í skjóli úreltrar stjórnarskrár fær þrifist ofríki ráðherra og framkvæmdavalds, leyndarhyggja og vantraust til stjórnmála og stofnana samfélagsins. – Ný stjórnarskrá er lífshagsmunamál sem þolir ekki bið. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Auglýst var eftir „stjórnarskrá fólksins“ í Ríkisútvarpinu í gær og spurt hvar hún væri. Þannig hefur verið þráspurt undangengin ár eða allt frá því úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá lágu fyrir 20. október 2012. Þar samþykktu 67% kjósenda að tillögur sem fyrir þá voru lagðar af Alþingi skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Við lifum viðsjárverða tíma og dálítið ógnvænlegt að þurfa að taka það fram, að stjórnvöldum og Alþingi ber að virða úrslit lýðræðislegra kosninga og fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Í því felst að taka fyrir og afgreiða þær tillögur sem kjósendur samþykktu. Ekki einhverjar aðrar tillögur. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði enginn látið sér detta neitt annað í hug á Íslandi en að úrslit kosninga væru virt. Breska þingið – þar sem meiri hluti var á móti úrsögn úr esb – var búið að lögfesta vilja naums meirihluta kjósenda fyrir Brexit 9 mánuðum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að sjálfsögðu. Þegar stjórnvöld stofna til samráðs við almenning verður að hafa hugfast að þau eru að ráðfæra sig við umbjóðendur sína og heilindi skipta öllu máli ef vel á að fara. Forsætisráðherra hefur gefið slíkt upp á bátinn og falið stjórnarskrármálið „sérfræðingum útí bæ“. Að reynt sé að ráðskast með almenning er hversdagslegur hlutur en í lýðræðisríki er ekki hægt að gefa eftir kröfuna um að úrslit kosninga séu virt. Í nýlegri ályktun aðalfundar Stjórnarskrárfélagsins er þess krafist „að Alþingi gangi frá frumvarpi að endurskoðaðri stjórnarskrá af heilindum og virðingu við almenning og lýðræðislega stjórnarhætti. Í því felst meðal annars að fara að áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár árið 2012. Hið sama orðaði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður á þá leið að í ljósi þess að tillögurnar væru til orðnar með lýðræðislegum hætti yrðu þau sem vildu breyta þeim að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingarnar treystu betur almannahag en óbreyttar tillögur.“ Aðalfundurinn ályktaði einnig „að skora á stjórnmálamenn að sýna kjark og standa með lýðræðislegum stjórnarháttum, íbúum landsins og lífshagsmunum þeirra, gegn fámennum og valdamiklum sérhagsmunaöflum. - Við eigum nýja stjórnarskrá.“ Gleymska er vinsælasta vopnið en landsmenn vita auðvitað hvar stjórnarskrá fólksins er niðurkomin. Hún situr föst í gruggugum polli íslenskrar stjórnmálamenningar. Íbúar landsins vita líka að núgildandi bráðabirgðastjórnarskrá frá 1944 er úrelt og stendur í vegi fyrir heilbrigðu samfélagi og stjórnarháttum. Í skjóli úreltrar stjórnarskrár rennur réttmætur arður þjóðarinnar af sameiginlegum auðlindum í vasa örfárra; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er valda- og áhrifaleysi almennings viðhaldið og brýnustu lífshagsmunir hans sniðgengnir fyrir sérhagsmuni; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er sótt að náttúru og lífríki landsins; í skjóli úreltrar stjórnarskrár er vegið að frelsi fjölmiðla; í skjóli úreltrar stjórnarskrár fær þrifist ofríki ráðherra og framkvæmdavalds, leyndarhyggja og vantraust til stjórnmála og stofnana samfélagsins. – Ný stjórnarskrá er lífshagsmunamál sem þolir ekki bið. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun