Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2023 06:38 Chuck Schumer er leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hann var ánægður að atkvæðagreiðslu lokinni. AP Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 63 þingmenn öldungadeildarinnar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 36 gegn. Alls þurftu sextíu þingmenn að greiða atkvæði með frumvarpinu til að það yrði samþykkt, en demókratar eru með nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. 44 þingmenn demókrata greiddu atkvæði með frumvarpinu og sautján repúblikanar, en í hópi þingmanna demókrata sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu voru Bernie Sanders, John Fetterman og Elizabeth Warren. Breytingartillögur felldar Í atkvæðagreiðslunni í nótt lögðu hinir ýmsu öldungadeildarþingmenn fyrst fram ellefu breytingartillögur en þær voru allar felldar í atkvæðagreiðslum. Hefði ekki nema ein þeirra verið samþykkt hefði þurft að vísa frumvarpinu aftur til fulltrúadeildarinnar, sem hefði leitt til þess að mjög skammur tími hefði verið til að forða bandaríska ríkinu frá greiðslufalli sem hefði að óbreyttu gerst á mánudaginn. Myndi það genga eftir myndi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bæði Bandaríkin fjölmörg önnur ríki. Þannig myndu lánamöguleikar bandaríska ríkisins takmarkast mjög, auk þess að málið hefði mikil áhrif á bæði verðlag og vaxtakjör í öðrum ríkjum. Frumvarpið sem samþykkt var í nótt, og sem Biden forseti mun nú staðfesta, felur í sér að skuldaþaki bandaríska ríkisins – þær takmarkanir sem þingið setur á heildarlán sem bandaríska ríkið getur tekið – er aflétt fram að ársbyrjun 2025. 31,5 billjónir dala Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarpið aðfararnótt gærdagsins þar sem 314 þingmenn greiddu atkvæði með en 117 gegn. Repúblikanar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni og tókst að ná frumvarpinu í gegn eftir viðræður demókratans Bidens forseta og repúblikanans Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar. Skuldir bandaríska ríkisins nema nú um 31,5 billjónum bandaríkjadala. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
63 þingmenn öldungadeildarinnar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 36 gegn. Alls þurftu sextíu þingmenn að greiða atkvæði með frumvarpinu til að það yrði samþykkt, en demókratar eru með nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. 44 þingmenn demókrata greiddu atkvæði með frumvarpinu og sautján repúblikanar, en í hópi þingmanna demókrata sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu voru Bernie Sanders, John Fetterman og Elizabeth Warren. Breytingartillögur felldar Í atkvæðagreiðslunni í nótt lögðu hinir ýmsu öldungadeildarþingmenn fyrst fram ellefu breytingartillögur en þær voru allar felldar í atkvæðagreiðslum. Hefði ekki nema ein þeirra verið samþykkt hefði þurft að vísa frumvarpinu aftur til fulltrúadeildarinnar, sem hefði leitt til þess að mjög skammur tími hefði verið til að forða bandaríska ríkinu frá greiðslufalli sem hefði að óbreyttu gerst á mánudaginn. Myndi það genga eftir myndi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bæði Bandaríkin fjölmörg önnur ríki. Þannig myndu lánamöguleikar bandaríska ríkisins takmarkast mjög, auk þess að málið hefði mikil áhrif á bæði verðlag og vaxtakjör í öðrum ríkjum. Frumvarpið sem samþykkt var í nótt, og sem Biden forseti mun nú staðfesta, felur í sér að skuldaþaki bandaríska ríkisins – þær takmarkanir sem þingið setur á heildarlán sem bandaríska ríkið getur tekið – er aflétt fram að ársbyrjun 2025. 31,5 billjónir dala Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarpið aðfararnótt gærdagsins þar sem 314 þingmenn greiddu atkvæði með en 117 gegn. Repúblikanar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni og tókst að ná frumvarpinu í gegn eftir viðræður demókratans Bidens forseta og repúblikanans Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar. Skuldir bandaríska ríkisins nema nú um 31,5 billjónum bandaríkjadala.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40
McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36