Verjum grænu svæðin fyrir ágangi meirihlutans í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. júní 2023 08:01 Í vikunni ræddum við umhverfisráðherra um áhyggjur mínar af grænum svæðum í Reykjavík á Alþingi. Í nýlegri úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi kom nefnilega fram að aðgengi Íslendinga að grænum svæðum í þéttbýli væri minnst allra OECD-ríkja. Það var því fullt tilefni fyrir mig, sem þingmann Reykvíkinga, að hafa þessar áhyggjur. Þær reyndust enda á rökum reistar. Umhverfisráðherra staðfesti þannig að aðgengi okkar að Reykvíkinga að grænum svæðum væri mjög lakt í alþjóðlegum samanburði. Það sem meira er, þá sagði ráðherrann það vera alveg ljóst að grænu svæðin okkar – sem eru nú þegar umfangslítil – ættu undir högg að sækja vegna stefnu meirihlutans í Reykjavík um þéttingu byggðar. Hann nefndi þar m.a. áform í tengslum við Skerjafjörðinn, Elliðaárdalinn og Laugardalinn. Hvergi má sjá auðan grasblett öðruvísi en að byggja á honum! Hvað varðar Skerjafjörðinn benti umhverfisráðherra á að með tillögu meirihlutans í Reykjavík verði óraskaðri fjöru nánast alveg eytt. Það muni hafa verulega slæm áhrif á líffræðilega fjölbreytni eins lífríkasta svæðis í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun hefur bent á að áform meirihlutans séu í rauninni í andstöðu við lög um náttúruvernd. Þarf þá ekki að staldra aðeins við? Við ættum að taka öllum hugmyndum um að ganga á græn svæði með miklum fyrirvara. Ég tel reyndar að framgangur forystu meirihlutans í Reykjavík og ágangur á græn svæði hljóti að vera einsdæmi í okkar heimshluta. Umhverfisráðherra hefur líka bent á að flestar, ef ekki allar þjóðir, sem við berum okkur saman við leggi áherslu á græn svæði og líffræðilega fjölbreytni. Ég hvatti því ráðherrann því til að grípa inn í, m.a. til að koma í veg fyrir eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu sem landfyllingaráform í Skerjafirði verða. Og að lokum vil ég hvetja fulltrúa annarra flokka til að taka undir með Sjálfstæðisflokknum og kæfa þessi áform í fæðingu. Áður en óafturkræft tjón verður unnið af skammsýnum stjórnmálamönnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Skipulag Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í vikunni ræddum við umhverfisráðherra um áhyggjur mínar af grænum svæðum í Reykjavík á Alþingi. Í nýlegri úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi kom nefnilega fram að aðgengi Íslendinga að grænum svæðum í þéttbýli væri minnst allra OECD-ríkja. Það var því fullt tilefni fyrir mig, sem þingmann Reykvíkinga, að hafa þessar áhyggjur. Þær reyndust enda á rökum reistar. Umhverfisráðherra staðfesti þannig að aðgengi okkar að Reykvíkinga að grænum svæðum væri mjög lakt í alþjóðlegum samanburði. Það sem meira er, þá sagði ráðherrann það vera alveg ljóst að grænu svæðin okkar – sem eru nú þegar umfangslítil – ættu undir högg að sækja vegna stefnu meirihlutans í Reykjavík um þéttingu byggðar. Hann nefndi þar m.a. áform í tengslum við Skerjafjörðinn, Elliðaárdalinn og Laugardalinn. Hvergi má sjá auðan grasblett öðruvísi en að byggja á honum! Hvað varðar Skerjafjörðinn benti umhverfisráðherra á að með tillögu meirihlutans í Reykjavík verði óraskaðri fjöru nánast alveg eytt. Það muni hafa verulega slæm áhrif á líffræðilega fjölbreytni eins lífríkasta svæðis í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun hefur bent á að áform meirihlutans séu í rauninni í andstöðu við lög um náttúruvernd. Þarf þá ekki að staldra aðeins við? Við ættum að taka öllum hugmyndum um að ganga á græn svæði með miklum fyrirvara. Ég tel reyndar að framgangur forystu meirihlutans í Reykjavík og ágangur á græn svæði hljóti að vera einsdæmi í okkar heimshluta. Umhverfisráðherra hefur líka bent á að flestar, ef ekki allar þjóðir, sem við berum okkur saman við leggi áherslu á græn svæði og líffræðilega fjölbreytni. Ég hvatti því ráðherrann því til að grípa inn í, m.a. til að koma í veg fyrir eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu sem landfyllingaráform í Skerjafirði verða. Og að lokum vil ég hvetja fulltrúa annarra flokka til að taka undir með Sjálfstæðisflokknum og kæfa þessi áform í fæðingu. Áður en óafturkræft tjón verður unnið af skammsýnum stjórnmálamönnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar