Ranglega sakaður um þjófnað og skotinn í bakið Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 17:57 Dauði hins fjórtán ára Cyrus Carmack-Belton hefur leitt til nokkurrar ólgu í nærsamfélagi hans í Suður-Karólínu. Hinn 58 ára gamli Rick Chow hefur verið ákærður fyrir morð fyrir að skjóta Carmack-Belton í bakið. Vísir Eigandi bensínstöðvar í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum elti fjórtán ára dreng, sem hann grunaði ranglega um þjófnað í versluninni, og skaut hann til bana. Hann var ákærður fyrir morð þegar í ljós kom að táningurinn hafði verið skotinn í bakið. Rick Chow, eigandinn, hélt að Cyrus Carmack-Belton hefði stolið fjórum flöskum af vatni úr versluninni en, Leon Lott, fógeti Richland-sýslu, sagði táninginn hafa sett flöskurnar aftur í kæliskápinn sem hann hafði tekið þær úr, áður en hann hljóp undan Chow og syni hans á sunnudaginn. Byssa fannst nærri líki Carmack-Belton og feðgarnir tóku eftir því að hann væri vopnaður þegar hann féll á hlaupunum, áður en hann var skotinn. Lott segir þó ekkert benda til þess að táningurinn hafi nokkurn tímann beint byssu að feðgunum. Carmack-Belton var svartur og Chow er af asískum uppruna. Krufning sýndi fram á að Carmack-Belton hafði verið skotinn í bakið og eftir að lögregluþjónar ræddu við vitni og horfðu á upptökur úr eftirlitsmyndavélum, var sú ákvörðun tekin að ákæra Chow fyrir morð. „Þú skýtur ekki einhvern í bakið sem er ekki að ógna þér,“ hefur AP fréttaveitan eftir Lott. Lög Suður-Karólínu um sjálfsvörn segja meðal annars að sá sem skýtur annan mann í sjálfsvörn þurfi að telja sig í bráðri hættu og sjá enga aðra undankomuleið. „Þetta eru sömu staðlar og lögregluþjónar fara eftir,“ sagði Lott. Sheriff Lott announced yesterday that Rick Chow, 58, was arrested and charged with the murder of 14-year-old Cyrus Carmack-Belton. pic.twitter.com/OFaovVcHjS— Richland County Sheriff's Dept. (@RCSD) May 30, 2023 Samkvæmt lögreglu bendir ekkert til þess að til nokkurskonar átaka hafi komið en áður en Carmack-Belton hljóp af stað rifust hann og Chow. Táningurinn var ekki með nein sár, fyrir utan skrámur eftir að hann féll og skotsár á bakinu. Kúlan hæfði táninginn í bakið og fór í gegnum hjarta hans. Lögmaður fjölskyldu Carmack-Belton, sendi frá sér yfirlýsingu í dag, samkvæmt héraðsmiðlinum The State, þar sem hann sagði dauða táningsins ekki hafa verið slys. Þeldökkir Bandaríkjamenn hafi upplifað það í margar kynslóðir að vera hafðir fyrir ranga sök og „skotnir til bana út á götu eins og hundar“. Áður hafði lögmaðurinn, sem einnig er ríkisþingmaður Suður-Karólínu, sett sambærilega yfirlýsingu á Facebook. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 29. maí 2023 23:24 Þrír látnir í enn einni skotárásinni Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. 15. maí 2023 22:45 Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Rick Chow, eigandinn, hélt að Cyrus Carmack-Belton hefði stolið fjórum flöskum af vatni úr versluninni en, Leon Lott, fógeti Richland-sýslu, sagði táninginn hafa sett flöskurnar aftur í kæliskápinn sem hann hafði tekið þær úr, áður en hann hljóp undan Chow og syni hans á sunnudaginn. Byssa fannst nærri líki Carmack-Belton og feðgarnir tóku eftir því að hann væri vopnaður þegar hann féll á hlaupunum, áður en hann var skotinn. Lott segir þó ekkert benda til þess að táningurinn hafi nokkurn tímann beint byssu að feðgunum. Carmack-Belton var svartur og Chow er af asískum uppruna. Krufning sýndi fram á að Carmack-Belton hafði verið skotinn í bakið og eftir að lögregluþjónar ræddu við vitni og horfðu á upptökur úr eftirlitsmyndavélum, var sú ákvörðun tekin að ákæra Chow fyrir morð. „Þú skýtur ekki einhvern í bakið sem er ekki að ógna þér,“ hefur AP fréttaveitan eftir Lott. Lög Suður-Karólínu um sjálfsvörn segja meðal annars að sá sem skýtur annan mann í sjálfsvörn þurfi að telja sig í bráðri hættu og sjá enga aðra undankomuleið. „Þetta eru sömu staðlar og lögregluþjónar fara eftir,“ sagði Lott. Sheriff Lott announced yesterday that Rick Chow, 58, was arrested and charged with the murder of 14-year-old Cyrus Carmack-Belton. pic.twitter.com/OFaovVcHjS— Richland County Sheriff's Dept. (@RCSD) May 30, 2023 Samkvæmt lögreglu bendir ekkert til þess að til nokkurskonar átaka hafi komið en áður en Carmack-Belton hljóp af stað rifust hann og Chow. Táningurinn var ekki með nein sár, fyrir utan skrámur eftir að hann féll og skotsár á bakinu. Kúlan hæfði táninginn í bakið og fór í gegnum hjarta hans. Lögmaður fjölskyldu Carmack-Belton, sendi frá sér yfirlýsingu í dag, samkvæmt héraðsmiðlinum The State, þar sem hann sagði dauða táningsins ekki hafa verið slys. Þeldökkir Bandaríkjamenn hafi upplifað það í margar kynslóðir að vera hafðir fyrir ranga sök og „skotnir til bana út á götu eins og hundar“. Áður hafði lögmaðurinn, sem einnig er ríkisþingmaður Suður-Karólínu, sett sambærilega yfirlýsingu á Facebook.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 29. maí 2023 23:24 Þrír látnir í enn einni skotárásinni Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. 15. maí 2023 22:45 Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 29. maí 2023 23:24
Þrír látnir í enn einni skotárásinni Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. 15. maí 2023 22:45
Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43
Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent