Segir stjórnvöld fórna heimilum ítrekað fyrir bankana Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2023 11:36 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Aukin einkaneysla, þrátt fyrir verðhækkanir, bendir til þess að heimili séu farin að ganga á sparnað sinn til að ná endum saman. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir stöðuna gríðarlega alvarlega. Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 miðað við sama tímabil síðasta árs. Ekkert lát er á vexti einkaneyslunnar sem áætlað er að hafi aukist um 4,9 prósent frá því á síðasta ári. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar mun það benda til þess að heimili séu að einhverju leyti að ganga á sparnað til þess að ná endum saman þar sem einnig eru umtalsverðar verðhækkanir á neysluvörum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir það ekki þurfa neina skýrslu til að sýna fram á erfiða stöðu heimilanna. Með vaxtahækkunum sé verið að auka gjöld heimilanna um hundruð þúsunda á mánuði. „Það er gríðarlega alvarleg staða. Hvað á svo að gera? Hvað á að gera þegar sparnaðurinn er uppurinn? Þessu tímabili, þessum útgjöldum og þessum vaxtahækkunum er ekki lokið. Það mun taka sinn tíma að fara niður. Þá verður fólk í rauninni í verri stöðu heldur en það var áður. Það er gríðarlega vont að sjá fyrir sér,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir fólk vera orðið heldur örvæntingarfullt. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga á að aðstoða heimilin. „Stjórnvöld hafa bara engan áhuga á stöðu heimilanna. Það er nákvæmlega mín skoðun. Þau geta sagt það en aðgerðir tala hærra heldur en orðin og það bara sést að stjórnvöld og seðlabankinn hafa engar áhyggjur af heimilum landsins. Þau eru algjörlega tilbúin til að fórna þeim enn og aftur fyrir bankana,“ segir Ásthildur Lóa. Fjármál heimilisins Neytendur Flokkur fólksins Efnahagsmál Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Hagvöxtur mældist sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 miðað við sama tímabil síðasta árs. Ekkert lát er á vexti einkaneyslunnar sem áætlað er að hafi aukist um 4,9 prósent frá því á síðasta ári. Samkvæmt skýrslu Hagstofunnar mun það benda til þess að heimili séu að einhverju leyti að ganga á sparnað til þess að ná endum saman þar sem einnig eru umtalsverðar verðhækkanir á neysluvörum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir það ekki þurfa neina skýrslu til að sýna fram á erfiða stöðu heimilanna. Með vaxtahækkunum sé verið að auka gjöld heimilanna um hundruð þúsunda á mánuði. „Það er gríðarlega alvarleg staða. Hvað á svo að gera? Hvað á að gera þegar sparnaðurinn er uppurinn? Þessu tímabili, þessum útgjöldum og þessum vaxtahækkunum er ekki lokið. Það mun taka sinn tíma að fara niður. Þá verður fólk í rauninni í verri stöðu heldur en það var áður. Það er gríðarlega vont að sjá fyrir sér,“ segir Ásthildur Lóa. Hún segir fólk vera orðið heldur örvæntingarfullt. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga á að aðstoða heimilin. „Stjórnvöld hafa bara engan áhuga á stöðu heimilanna. Það er nákvæmlega mín skoðun. Þau geta sagt það en aðgerðir tala hærra heldur en orðin og það bara sést að stjórnvöld og seðlabankinn hafa engar áhyggjur af heimilum landsins. Þau eru algjörlega tilbúin til að fórna þeim enn og aftur fyrir bankana,“ segir Ásthildur Lóa.
Fjármál heimilisins Neytendur Flokkur fólksins Efnahagsmál Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira