Hvar er þríeykið? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 31. maí 2023 11:31 Heimsfaraldur verðbólgu geysar nú hér á landi, en þrátt fyrir að hægt sé að rekja uppruna hans til stríðsins í Úkraínu og breytta heimsmynd eftir COVID, þá er ástandið hér á landi sérstaklega slæmt sökum aðgerðaleysis stjórnvalda og keðjuáhrifa hinnar séríslensku verðtryggingar. Ekki hjálpar að hröð endurreisn ferðaþjónustu og ört vaxandi hlutfall erlends verkafólks hefur einnig óhefðbundin áhrif á íslenskt efnahagslíf þegar kemur að framboði og eftirspurn. Viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldri verðbólgu eru þó ansi ólík þeim sem við upplifðum við kórónuveirunni. Í stað samhæfs átaks þá situr ríkisstjórnin að mestu aðgerðalaus og lætur “sóttvarnarlækni” verðbólgu, seðlabankastjóra, sjá um að taka á sig allar skammirnar. Eina meðalið sem seðlabankastjórinn hefur í sinni verkfærakistu er að nota hið aldagamla tól til að berjast við verðbólgusóttir, það að hækka stýrivexti. En í hinu samtvinnaða hagkerfi Íslands þá eru vaxtabreytingar álíka áhrifaríkt tól og það að nota fallbyssu til að losa sig við lúsmý. Ólíkt því sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þá eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar handahófskennd og algjörlega ósamhæfð. Þrátt fyrir að ástandið haldi áfram að versna og versna þá virðist ríkisstjórnin ekki tilbúinn til þess að endurskoða það litla sem hún hefur gert, þrátt fyrir að augljóst sé að grípa þarf til frekari aðgerða. Þetta er þvert á það sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þar sem ákvarðanir voru endurskoðaðar oft og mörgum sinni þegar betri gögn lágu fyrir. Baráttan við hina skæðu verðbólgusótt krefst einnig samhæfingar aðgerða þvert á alla viðbragðsaðila. Hér sjáum við hins vegar ekkert þríeyki til staðar til að leiða okkur í gegnum þennan heimsfaraldur. Ekkert samráð er heldur haft við Alþingi og ekkert gert til að upplýsa þjóðina um gang mála. Allt leiðir þetta til þess að ekkert traust skapast og því enginn einhugur um að komast í gegnum þennan heimsfaraldur á farsælan hátt. Í stað þess að tækla krísuna sem þjóðin stendur frammi fyrir þá gerir ríkisstjórnin lítið annað en að benda til baka á vanmáttug viðbrögð fyrir nokkrum mánuðum eða á fjármálaáætlun næstu ára sem bæði hafa lítil áhrif á hið slæma ástand sem heimilin búa við núna. Já þið hækkuðuð barna- og húsnæðisbætur í upphafi faraldursins, en þær vanmáttugu aðgerðir eru ekki nóg og rétt eins og þið hertuð samkomutakmarkanir og fóruð í víðtækari aðgerðir til að stoppa kórónuveiruna þá er nauðsynlegt að styðja betur við bakið á þeim sem verða verst úti í þessum verðbólgufaraldri. Við sem höfum áratuga reynslu af því að takast á við krísur klórum okkur í hausnum yfir því hversu lítið ríkisstjórnin virðist hafa lært af því að takast á við heimsfaraldur kórónuveiru. Samstarfið er ekkert, amk. ekki i huga fjármálaráðherra. Samhæfingin er engin. Traustið er horfið. Það er eins og ríkisstjórnin hafi bara verið að sóla sig á Tene eða að spila golf í Flórída, því engar teljandi tillögur eða aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin hætti í þessu fríi sínu, bretti upp ermarnar, setjist niður með þinginu og samfélaginu öllu og fari í alvöru aðgerðir gegn verðbólgu og það strax? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur verðbólgu geysar nú hér á landi, en þrátt fyrir að hægt sé að rekja uppruna hans til stríðsins í Úkraínu og breytta heimsmynd eftir COVID, þá er ástandið hér á landi sérstaklega slæmt sökum aðgerðaleysis stjórnvalda og keðjuáhrifa hinnar séríslensku verðtryggingar. Ekki hjálpar að hröð endurreisn ferðaþjónustu og ört vaxandi hlutfall erlends verkafólks hefur einnig óhefðbundin áhrif á íslenskt efnahagslíf þegar kemur að framboði og eftirspurn. Viðbrögð stjórnvalda við heimsfaraldri verðbólgu eru þó ansi ólík þeim sem við upplifðum við kórónuveirunni. Í stað samhæfs átaks þá situr ríkisstjórnin að mestu aðgerðalaus og lætur “sóttvarnarlækni” verðbólgu, seðlabankastjóra, sjá um að taka á sig allar skammirnar. Eina meðalið sem seðlabankastjórinn hefur í sinni verkfærakistu er að nota hið aldagamla tól til að berjast við verðbólgusóttir, það að hækka stýrivexti. En í hinu samtvinnaða hagkerfi Íslands þá eru vaxtabreytingar álíka áhrifaríkt tól og það að nota fallbyssu til að losa sig við lúsmý. Ólíkt því sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þá eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar handahófskennd og algjörlega ósamhæfð. Þrátt fyrir að ástandið haldi áfram að versna og versna þá virðist ríkisstjórnin ekki tilbúinn til þess að endurskoða það litla sem hún hefur gert, þrátt fyrir að augljóst sé að grípa þarf til frekari aðgerða. Þetta er þvert á það sem við sáum í baráttunni við kórónuveiruna þar sem ákvarðanir voru endurskoðaðar oft og mörgum sinni þegar betri gögn lágu fyrir. Baráttan við hina skæðu verðbólgusótt krefst einnig samhæfingar aðgerða þvert á alla viðbragðsaðila. Hér sjáum við hins vegar ekkert þríeyki til staðar til að leiða okkur í gegnum þennan heimsfaraldur. Ekkert samráð er heldur haft við Alþingi og ekkert gert til að upplýsa þjóðina um gang mála. Allt leiðir þetta til þess að ekkert traust skapast og því enginn einhugur um að komast í gegnum þennan heimsfaraldur á farsælan hátt. Í stað þess að tækla krísuna sem þjóðin stendur frammi fyrir þá gerir ríkisstjórnin lítið annað en að benda til baka á vanmáttug viðbrögð fyrir nokkrum mánuðum eða á fjármálaáætlun næstu ára sem bæði hafa lítil áhrif á hið slæma ástand sem heimilin búa við núna. Já þið hækkuðuð barna- og húsnæðisbætur í upphafi faraldursins, en þær vanmáttugu aðgerðir eru ekki nóg og rétt eins og þið hertuð samkomutakmarkanir og fóruð í víðtækari aðgerðir til að stoppa kórónuveiruna þá er nauðsynlegt að styðja betur við bakið á þeim sem verða verst úti í þessum verðbólgufaraldri. Við sem höfum áratuga reynslu af því að takast á við krísur klórum okkur í hausnum yfir því hversu lítið ríkisstjórnin virðist hafa lært af því að takast á við heimsfaraldur kórónuveiru. Samstarfið er ekkert, amk. ekki i huga fjármálaráðherra. Samhæfingin er engin. Traustið er horfið. Það er eins og ríkisstjórnin hafi bara verið að sóla sig á Tene eða að spila golf í Flórída, því engar teljandi tillögur eða aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin hætti í þessu fríi sínu, bretti upp ermarnar, setjist niður með þinginu og samfélaginu öllu og fari í alvöru aðgerðir gegn verðbólgu og það strax? Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar