Ásakandi Bidens leitar skjóls í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 11:33 Tara Reade segir rússneskum miðli að hún upplifi sig ekki örugga í Bandaríkjunum undir stjórn Joes Biden sem hún sakaði um kynferðisofbeldi fyrir þremur árum. Sputnik/Tara Reade Kona á sextugsaldri sem sakaði Joe Biden Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi í aðdraganda forsetakosninganna 2020 segist flutt til Rússlands og ætla að sækja um ríkisborgararétt þar. Hún segist upplifa sig öruggari í Rússlandi en heimalandinu. Tara Reade starfaði stuttlega á skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður árið 1993. Hún var í hópi nokkurra kvenna sem lýsti því að Biden hefði látið henni líða óþægilega með óviðeigandi snertingu árið 2019. Biden lofaði bót og betrun. Rétt áður en Biden tryggði sér tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi árið 2020 sakaði Reade hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Reade var stuðningsmaður Bernie Sanders, mótframbjóðanda Biden. Biden harðneitaði ásökuninni og bandarískum fjölmiðlum tókst ekki að staðfesta nokkrar af þeim lýsingum sem Reade gaf á atburðinum og eftirmálum hans. Trúverðugleiki Reade varð einnig fyrir hnaski þegar háskóli í Seattle kannaðist ekki við að hún hefði lokið námi þar. Lögmaður hennar sagði skilið við hana í kjölfarið. Stjórnvöld í Kreml „greiðvikin“ Stuðningsmenn Biden hermdu lof Reade um Vladímír Pútín Rússlandsforseta upp á Reade þegar hún setti ásakanir sínar fram fyrir þremur árum. Þá sagði hún að lofsyrði sín um Pútín hefði verið misráðin. Reade virðist hafa snúist hugur því hún sagði rússneska fjölmiðlinum Sputnik í dag að hún væri flutt til Rússlands og vildi gerast rússneskur ríkisborgari, að sögn New York Times. Draumur hennar væri að búa bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi en hún gæti endað á að búa aðeins í Rússlandi vegna þess að það fyndist henni hún „varin og örugg“. Sagði hún að fleiri Bandaríkjamenn hefðu leitað skjóls í Rússlandi og líkti því við þegar sovéskir andófsmenn flúðu til Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins. Sem betur fer væru stjórnvöld í Kreml greiðvikin. „Þannig að við erum heppin,“ segir Reade. Maria Butina, sem náði kjöri á rússneska þingið eftir að hún var dæmd fyrir njósnir í Bandaríkjunum árið 2019, er sögð hafa lofað að ganga á eftir því að Reade fengi rússneskan ríkisborgararétt með flýtimeðferð. Bandaríkin Rússland MeToo Joe Biden Tengdar fréttir Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Tara Reade starfaði stuttlega á skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður árið 1993. Hún var í hópi nokkurra kvenna sem lýsti því að Biden hefði látið henni líða óþægilega með óviðeigandi snertingu árið 2019. Biden lofaði bót og betrun. Rétt áður en Biden tryggði sér tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi árið 2020 sakaði Reade hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Reade var stuðningsmaður Bernie Sanders, mótframbjóðanda Biden. Biden harðneitaði ásökuninni og bandarískum fjölmiðlum tókst ekki að staðfesta nokkrar af þeim lýsingum sem Reade gaf á atburðinum og eftirmálum hans. Trúverðugleiki Reade varð einnig fyrir hnaski þegar háskóli í Seattle kannaðist ekki við að hún hefði lokið námi þar. Lögmaður hennar sagði skilið við hana í kjölfarið. Stjórnvöld í Kreml „greiðvikin“ Stuðningsmenn Biden hermdu lof Reade um Vladímír Pútín Rússlandsforseta upp á Reade þegar hún setti ásakanir sínar fram fyrir þremur árum. Þá sagði hún að lofsyrði sín um Pútín hefði verið misráðin. Reade virðist hafa snúist hugur því hún sagði rússneska fjölmiðlinum Sputnik í dag að hún væri flutt til Rússlands og vildi gerast rússneskur ríkisborgari, að sögn New York Times. Draumur hennar væri að búa bæði í Bandaríkjunum og Rússlandi en hún gæti endað á að búa aðeins í Rússlandi vegna þess að það fyndist henni hún „varin og örugg“. Sagði hún að fleiri Bandaríkjamenn hefðu leitað skjóls í Rússlandi og líkti því við þegar sovéskir andófsmenn flúðu til Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins. Sem betur fer væru stjórnvöld í Kreml greiðvikin. „Þannig að við erum heppin,“ segir Reade. Maria Butina, sem náði kjöri á rússneska þingið eftir að hún var dæmd fyrir njósnir í Bandaríkjunum árið 2019, er sögð hafa lofað að ganga á eftir því að Reade fengi rússneskan ríkisborgararétt með flýtimeðferð.
Bandaríkin Rússland MeToo Joe Biden Tengdar fréttir Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50
Butina sleppt úr haldi og á leið til Rússlands Maria Butina, sem játaði sig seka um samsæri og starfa sem útsendari erlends ríkis í Bandaríkjunum, er á leið til Rússlands. 25. október 2019 14:14