Lýðheilsu fórnað fyrir innflutning Anton Guðmundsson skrifar 31. maí 2023 07:31 Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru flutt inn rúm 200 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti til Íslands, íslenskir kjúklingabændur hafa gagnrýnt innflutninginn vegna áhrifa á sölu íslensks kjúklings. Innflutningur á samskonar kjöti frá Úkraínu var í kringum 80 tonn á síðasta ári. Í júní 2022 lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem fólu í sér tímabundna einhliða niðurfellingu tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Þar er um að ræða hreina tollaniðurfellingu án fyrirvara, formaður deildar kjúklingabænda hjá Bændasamtökunum kveðst uggandi yfir þeim áhrifum sem innflutningur frosins, úrbeinaðs kjúklingakjöts frá Úkraínu getur haft á framtíð alifuglabænda. Að mínu mati er slík tollaniðurfelling algjörlega fráleitt, það er vegið að kjúklingabændum með þessum innfluttningi og setur maður spurningar við aðbúnað dýranna í landi sem ríkir stríð. Hlustum á sérfræðinga Vilhjálmur Arason heimilislæknir, sem er með doktorsgráðu í rannsóknum um fjölónæmar bakteríur hefur bent á að þegar innflutningur kjöts var gerður frjáls með EES samningi á sínum tíma var opnað á aukna áhættu að við færum að fá fjölónæmu bakteríur sem koma óhjákvæmilega með kjöti hingað til lands. Og hefur hann talað um að þetta séu svokallaðar súnubakteríur, sameiginlegar bakteríur með dýrum og mönnum, sem berast með sláturkjöti. Slíkar bakteríur séu stórt vandamál víða erlendis og Íslendingar hafi hingað til búið við þau forréttindi að heilnæmi íslenskra landbúnaðar afurða sé einstakur með lítilli notkun sýklalyfja, eða sú minnstu sem gerist í heiminum. En aðra sögu er að seigja frá Úkraínu, þar eru þessar bakteríur sérstakt vandamál, þar sem nær-alónæmar bakteríur finnast í meira magni en annars staðar í álfunni. Aukin hætta er á að þessar bakteríur sem við erum að flytja hingað til lands blandast inn í íslenska flóru, bæði dýra- og mannaflóru. Einnig hefur Vilhjálmur bent á að Þegar þær valda sýkingum er það stórmál því að venjuleg sýklalyf virka oftast ekki og stundum engin sýklalyf. Þannig er íslenskri sérstöðu fórnað fyrir viðskiptahagsmuni og reglugerðir. Bakteríur sem berast í menn Súnubakteríur séu algengustu sára- og sýklabakteríur mannsins en geta líka lifað með dýrum og komið með innfluttu kjöti. Vilhjálmur hefur líka talað um flórubakteríur sem lifa lengi í görnum okkar og jafnvel stundum í öndunarvegi og húð. Mögulegt er þegar við fáum sár eða sýkjumst eins og þvagfærasýkingu getur sú sýking verið ómeðhöndlanleg Þetta er áhættan. í Úkraínu hefur þetta hlutfall verið hvað hæst og eru 20-40 prósent af blóðeitrunum og heilahimnubólgum með bakteríum sem eru algjörlega ónæmar fyrir lang flestum sýklalyfjum. Það segir sig sjálft að við erum að taka gríðarlega áhættu með því að vera að heimila slíkan innflutning í kjúklinga kjöti frá Úkraínu. Varan er seld í flest öllum matvöruverslunum landsins ásamt því að vera notuð í miklu magni inn í veitingahús og mötuneyti landsins og jafnvel selt undir fölsku flaggi og neytendur hafa ekki nokkra vitneskju um uppruna vörunar. Alþingi hefur val Alþingismenn þurfa að huga að heilsu íslensku þjóðarinnar. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins mun fjalla um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara á næstu dögum, þar skora ég á nefndarmenn að stoppa strax þann innflutning sem á sér stað frá Úkraínu, með þeim formerkjum að huga að heilsu íslensku þjóðarinnar. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Anton Guðmundsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru flutt inn rúm 200 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti til Íslands, íslenskir kjúklingabændur hafa gagnrýnt innflutninginn vegna áhrifa á sölu íslensks kjúklings. Innflutningur á samskonar kjöti frá Úkraínu var í kringum 80 tonn á síðasta ári. Í júní 2022 lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem fólu í sér tímabundna einhliða niðurfellingu tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Þar er um að ræða hreina tollaniðurfellingu án fyrirvara, formaður deildar kjúklingabænda hjá Bændasamtökunum kveðst uggandi yfir þeim áhrifum sem innflutningur frosins, úrbeinaðs kjúklingakjöts frá Úkraínu getur haft á framtíð alifuglabænda. Að mínu mati er slík tollaniðurfelling algjörlega fráleitt, það er vegið að kjúklingabændum með þessum innfluttningi og setur maður spurningar við aðbúnað dýranna í landi sem ríkir stríð. Hlustum á sérfræðinga Vilhjálmur Arason heimilislæknir, sem er með doktorsgráðu í rannsóknum um fjölónæmar bakteríur hefur bent á að þegar innflutningur kjöts var gerður frjáls með EES samningi á sínum tíma var opnað á aukna áhættu að við færum að fá fjölónæmu bakteríur sem koma óhjákvæmilega með kjöti hingað til lands. Og hefur hann talað um að þetta séu svokallaðar súnubakteríur, sameiginlegar bakteríur með dýrum og mönnum, sem berast með sláturkjöti. Slíkar bakteríur séu stórt vandamál víða erlendis og Íslendingar hafi hingað til búið við þau forréttindi að heilnæmi íslenskra landbúnaðar afurða sé einstakur með lítilli notkun sýklalyfja, eða sú minnstu sem gerist í heiminum. En aðra sögu er að seigja frá Úkraínu, þar eru þessar bakteríur sérstakt vandamál, þar sem nær-alónæmar bakteríur finnast í meira magni en annars staðar í álfunni. Aukin hætta er á að þessar bakteríur sem við erum að flytja hingað til lands blandast inn í íslenska flóru, bæði dýra- og mannaflóru. Einnig hefur Vilhjálmur bent á að Þegar þær valda sýkingum er það stórmál því að venjuleg sýklalyf virka oftast ekki og stundum engin sýklalyf. Þannig er íslenskri sérstöðu fórnað fyrir viðskiptahagsmuni og reglugerðir. Bakteríur sem berast í menn Súnubakteríur séu algengustu sára- og sýklabakteríur mannsins en geta líka lifað með dýrum og komið með innfluttu kjöti. Vilhjálmur hefur líka talað um flórubakteríur sem lifa lengi í görnum okkar og jafnvel stundum í öndunarvegi og húð. Mögulegt er þegar við fáum sár eða sýkjumst eins og þvagfærasýkingu getur sú sýking verið ómeðhöndlanleg Þetta er áhættan. í Úkraínu hefur þetta hlutfall verið hvað hæst og eru 20-40 prósent af blóðeitrunum og heilahimnubólgum með bakteríum sem eru algjörlega ónæmar fyrir lang flestum sýklalyfjum. Það segir sig sjálft að við erum að taka gríðarlega áhættu með því að vera að heimila slíkan innflutning í kjúklinga kjöti frá Úkraínu. Varan er seld í flest öllum matvöruverslunum landsins ásamt því að vera notuð í miklu magni inn í veitingahús og mötuneyti landsins og jafnvel selt undir fölsku flaggi og neytendur hafa ekki nokkra vitneskju um uppruna vörunar. Alþingi hefur val Alþingismenn þurfa að huga að heilsu íslensku þjóðarinnar. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins mun fjalla um tollfrjálsan innflutning úkraínskra vara á næstu dögum, þar skora ég á nefndarmenn að stoppa strax þann innflutning sem á sér stað frá Úkraínu, með þeim formerkjum að huga að heilsu íslensku þjóðarinnar. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar