Gummi Ben og félagar í Stúkunni greindu frá því í gærkvöld hvaða sjö leikmenn hefðu verið tilnefndir sem leikmaður maí-mánaðar. Þrír þeirra eru úr toppliði Víkings, tveir úr Breiðabliki og tveir úr Val.
Hér að neðan er hægt að taka þátt í kosningunni sem stendur yfir í tvo daga, en úrslitin verða svo tilkynnt í næsta þætti Stúkunnar á Stöð 2 Sport, á föstudagskvöld.
Örvar Eggertsson úr HK var kosinn leikmaður mánaðarins í apríl en hann er ekki tilnefndur að þessu sinni. Þrír leikmenn eru hins vegar tilnefndir í annað sinn en það eru Víkingarnir Birnir Snær Ingason og Oliver Ekroth, og Blikinn Stefán Ingi Sigurðarson sem er markahæstur í deildinni með sjö mörk.
Einnig eru tilnefndir þeir Adam Ægir Pálsson og Hlynur Freyr Karlsson úr Val, Nikolaj Hansen úr Víkingi og Gísli Eyjólfsson úr Breiðabliki.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.