Laug til um ástarsamband við mun yngri samstarfsmann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. maí 2023 15:28 Phillip Schofield hefur lengi verið vinsælasti sjónvarpsmaður Bretlands. Spjót slúðurblaðanna beinast nú að honum. Getty/Max Mumby Breski sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield hefur hætt störfum hjá sjónvarpsstöðinni ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Samstarfsfólk segir hann lygara og haldinn ranghugmyndum. Mikið hefur farið fyrir Schofield, sem stýrði morgunþættinum vinsæla This morning á ITV, á forsíðum bresku slúðurblaðanna síðustu daga, eða frá því að hann viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við mun yngri samstarfsmann á stöðinni. Schofield er sjálfur 61 árs. Hann skildi við eiginkonu sína til margra ára fyrir tveimur árum þegar hann kom út úr skápnum. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í blaðinu Daily mail þar sem hann gekkst við sambandinu og viðurkenndi að hafa logið að öðrum samstarfsmönnum og vinnuveitenda, sem hafði rannsakað sambandið í kjölfar ábendinga. Hann hefur nú sent ITV lausnarbeiðni. Kynntist táningi Samkvæmt Sky news átti Schofield í sambandi við mann sem var táningur þegar þeir Schofield kynntust fyrst. Sá hafi ekki viljað að samband þeirra yrði opinbert. Í yfirlýsingu sagði Schofield að báðir hafi verið samþykkir sambandinu. „Öfugt við getgátur kynntist ég honum þegar hann var enn táningur og ég var beðinn um að ryðja brautina fyrir hann innan bransans. Það var ekki fyrr en hann hóf störf við þáttagerðina sem sambandið varð meira en vinasamband,“ segir í yfirlýsingu Schofield. „Þetta samband var heimskulegt, en ekki ólöglegt. Það er nú búið.“ Lygari með ranghugmyndir Eamonn Holmes sem stýrði morgunþættinum með Schofield gaf einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar Schofield lygara og að hann væri „tregur til að gefa lygaranum meira umtal.“ Yfirlýsinguna sendi Holmes frá sér vegna orða Schofield um að gagnrýnendur hans væru aðeins „nokkrir einstaklingar sem hafa lengi haft horn í síðu mér,“ eins og hann orðaði það. Holmes taldi orðunum beint að sér og svaraði fullum hálsi: „Þú valdir ranga manneskju... ef þú ert að leita þér að slag.“ Félagarnir og fyrrum samstarfsmennirnir Eamonn og Phillip þegar allt lék í lyndi við stjórn morgunþáttarins.Skjáskot Bretland Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir Schofield, sem stýrði morgunþættinum vinsæla This morning á ITV, á forsíðum bresku slúðurblaðanna síðustu daga, eða frá því að hann viðurkenndi að hafa átt í ástarsambandi við mun yngri samstarfsmann á stöðinni. Schofield er sjálfur 61 árs. Hann skildi við eiginkonu sína til margra ára fyrir tveimur árum þegar hann kom út úr skápnum. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í blaðinu Daily mail þar sem hann gekkst við sambandinu og viðurkenndi að hafa logið að öðrum samstarfsmönnum og vinnuveitenda, sem hafði rannsakað sambandið í kjölfar ábendinga. Hann hefur nú sent ITV lausnarbeiðni. Kynntist táningi Samkvæmt Sky news átti Schofield í sambandi við mann sem var táningur þegar þeir Schofield kynntust fyrst. Sá hafi ekki viljað að samband þeirra yrði opinbert. Í yfirlýsingu sagði Schofield að báðir hafi verið samþykkir sambandinu. „Öfugt við getgátur kynntist ég honum þegar hann var enn táningur og ég var beðinn um að ryðja brautina fyrir hann innan bransans. Það var ekki fyrr en hann hóf störf við þáttagerðina sem sambandið varð meira en vinasamband,“ segir í yfirlýsingu Schofield. „Þetta samband var heimskulegt, en ekki ólöglegt. Það er nú búið.“ Lygari með ranghugmyndir Eamonn Holmes sem stýrði morgunþættinum með Schofield gaf einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallar Schofield lygara og að hann væri „tregur til að gefa lygaranum meira umtal.“ Yfirlýsinguna sendi Holmes frá sér vegna orða Schofield um að gagnrýnendur hans væru aðeins „nokkrir einstaklingar sem hafa lengi haft horn í síðu mér,“ eins og hann orðaði það. Holmes taldi orðunum beint að sér og svaraði fullum hálsi: „Þú valdir ranga manneskju... ef þú ert að leita þér að slag.“ Félagarnir og fyrrum samstarfsmennirnir Eamonn og Phillip þegar allt lék í lyndi við stjórn morgunþáttarins.Skjáskot
Bretland Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira