„Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. maí 2023 13:31 „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert,“ sagði Uffe-Ellemann heitinn Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, í viðtali við mbl.is í marz 2017 en hann var mikill stuðningsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið og þekkti vel til umræðunnar hér á landi. Spurður út í þann málflutning skoðanasystkina sinna hér á landi að sækja þyrfti um inngöngu í sambandið til þess að „kíkja í pakkann“ sagði hann einfaldlega: „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum.“ Hið ágætasta tilefni til þess að rifja upp þessi orð Jensens, sem var á sínum tíma leiðtogi danska flokksins Venstre, systurflokks Viðreisnar, kom með grein Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Vísir.is í fyrir helgi þar sem hann dustaði rykið af frasanum um það að kíkja þyrfti í pakkann. Sagði hann þannig að hefja þyrfti umsóknarferli að Evrópusambandinu „til þess að við fáum að sjá hvað er í pakkanum í raun og veru.“ Á sama tíma situr Guðbrandur á þingi fyrir stjórnmálaflokk sem hefur einfaldlega þástefnuað Ísland eigi að ganga í sambandið án nokkurs fyrirvara um það hvað slík innganga hefði í för með sér. Spil Evrópusambandsins þegar á borðinu Fulltrúar Evrópusambandsins sjálfs eru á meðal þeirra sem hafnað hafa þessum málflutningi íslenzkra Evrópusambandssinna. Þannig sagði til að mynda Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóri sambandsins, í samtali við Morgunblaðið 10. september 2009, spurður hvort spilin yrðu loks lögð á borðið af hálfu þess og upplýst hvað væri í boði eftir að þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafði sótt um inngöngu í sambandið: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ Fullyrðing Guðbrands um að í boði sé að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu án þess að ætlunin sé að ganga þar inn, með vísan til þess að Norðmenn hafi í tvígang hafnað inngöngu, stenzt að sama skapi ekki skoðun. Þannig hafa fulltrúar sambandsins sjálfs lýst því yfir að slíkt sé ekki í boði líkt og til að mynda Štefan Füle, arftaki Rehns,gerðiá fundi utanríkismálanefndar Alþingis í október 2011. Hið sama kemur efnislega víða fram í gögnum frá Evrópusambandinu. Þá fóru Norðmenn einungis í einfaldar viðræður við sambandið en ekki það viðamikla og áralanga ferli sem ríki fara í gegnum í dag og snýst fyrst og fremst um aðlögun. Valdið yfir sjávarútvegsmálunum til ESB Fram kemur í grein Guðbrands að regla Evrópusambandsins um hlutfallslega stöðugar veiðar ætti að tryggja sjávarútvegshagsmuni Íslands kæmi til inngöngu í sambandið. Raunin er hins vegar sú að umrædd regla á sér enga stoð í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, hún breytir engu um það að valdið yfir íslenzkum sjávarútvegsmálum færðist til sambandsins í samræmi við ákvæði hans, komið hefur ítrekað fram í gögnum þess að reglan sé ekki hugsuð sem varanlegt fyrirkomulag, hún hefur sætt vaxandi gagnrýni og hæglega mætti breyta henni eða afnema hana án samþykkis Íslands þó landið væri þar innanborðs. Varðandi landbúnað vildi þingmaðurinn meina að svonefndur heimsskautalandbúnaður myndi tryggja að íslenzkir bændur nytu sömu styrkja og áður ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Með fyrirkomulaginu er stjórnvöldum í Finnlandi og Svíþjóð heimilað að greiða bændum norðan 62. breiddargráðu styrki til viðbótar styrkjum sambandsins. Hámark er í þeim efnum en ekkert lágmark og ákveður Evrópusambandið öll skilyrði fyrir viðbótarstyrkjunum. Fyrir vikið gætu þeir hæglega fallið á brott með breyttri stefnu sambandsins og löggjöf í landbúnaðarmálum. Til þess þyrfti að sama skapi ekki samþykki Íslands. Vægi ríkja ESB tekur mið af íbúafjölda Mikilvægt er að hafa í huga í þessu sambandi að vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til inngöngu Íslands í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði Evrópusambandsins 0,08% og á þingi sambandsins yrði staða landsins á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Við þetta bætist að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins heyrir til algerra undantekninga í dag. Telja má þannig nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem það á enn við. Þar á meðal eru hvorki orkumál né sjávarútvegsmál og það sama á við um landbúnaðarmál. Vald Evrópusambandsins yfir þessum málaflokkum og flestum öðrum málefnum ríkja þess er niðurneglt í Lissabon-sáttmálanum (2.-4. gr. TFEU). Langflestar ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins þurfa einungis samþykki 55% ríkjanna með 65% íbúafjölda sambandsins að baki sér. Þar standa fámennustu ríkin vitanlega langverst að vígi. Lýsti áhyggjum af ósamstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er annars eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Það er einnig mat sambandsins. Fulltrúar Evrópusambandsins lýstu þannig til að mynda ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG væri ekki samstíga gagnvart málinu. Til dæmis utanríkismálanefnd þings sambandsins í nóvember 2012: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í það“. Væntanlega segir það sig sjálft að stjórnmálaflokkar, sem kosnir hafa verið úr á þá stefnu að taka ekki skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið, geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa að engu það sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir kosningar. Fullyrðingar um að háværri kröfu sé fyrir að fara um það að tekin verði skref í átt að inngöngu í sambandið á sama tíma og Viðreisn, eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið, mælist með vel innan við 10% fylgi standast vitanlega enga skoðun. Hvers vegna er stuðningur við Viðreisn ekki miklu meiri ef slíkri háværri kröfu er raunverulega fyrir að fara? Hvað er þá að flokknum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert,“ sagði Uffe-Ellemann heitinn Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, í viðtali við mbl.is í marz 2017 en hann var mikill stuðningsmaður þess að Ísland gengi í Evrópusambandið og þekkti vel til umræðunnar hér á landi. Spurður út í þann málflutning skoðanasystkina sinna hér á landi að sækja þyrfti um inngöngu í sambandið til þess að „kíkja í pakkann“ sagði hann einfaldlega: „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum.“ Hið ágætasta tilefni til þess að rifja upp þessi orð Jensens, sem var á sínum tíma leiðtogi danska flokksins Venstre, systurflokks Viðreisnar, kom með grein Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Vísir.is í fyrir helgi þar sem hann dustaði rykið af frasanum um það að kíkja þyrfti í pakkann. Sagði hann þannig að hefja þyrfti umsóknarferli að Evrópusambandinu „til þess að við fáum að sjá hvað er í pakkanum í raun og veru.“ Á sama tíma situr Guðbrandur á þingi fyrir stjórnmálaflokk sem hefur einfaldlega þástefnuað Ísland eigi að ganga í sambandið án nokkurs fyrirvara um það hvað slík innganga hefði í för með sér. Spil Evrópusambandsins þegar á borðinu Fulltrúar Evrópusambandsins sjálfs eru á meðal þeirra sem hafnað hafa þessum málflutningi íslenzkra Evrópusambandssinna. Þannig sagði til að mynda Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóri sambandsins, í samtali við Morgunblaðið 10. september 2009, spurður hvort spilin yrðu loks lögð á borðið af hálfu þess og upplýst hvað væri í boði eftir að þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafði sótt um inngöngu í sambandið: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ Fullyrðing Guðbrands um að í boði sé að hefja umsóknarferli að Evrópusambandinu án þess að ætlunin sé að ganga þar inn, með vísan til þess að Norðmenn hafi í tvígang hafnað inngöngu, stenzt að sama skapi ekki skoðun. Þannig hafa fulltrúar sambandsins sjálfs lýst því yfir að slíkt sé ekki í boði líkt og til að mynda Štefan Füle, arftaki Rehns,gerðiá fundi utanríkismálanefndar Alþingis í október 2011. Hið sama kemur efnislega víða fram í gögnum frá Evrópusambandinu. Þá fóru Norðmenn einungis í einfaldar viðræður við sambandið en ekki það viðamikla og áralanga ferli sem ríki fara í gegnum í dag og snýst fyrst og fremst um aðlögun. Valdið yfir sjávarútvegsmálunum til ESB Fram kemur í grein Guðbrands að regla Evrópusambandsins um hlutfallslega stöðugar veiðar ætti að tryggja sjávarútvegshagsmuni Íslands kæmi til inngöngu í sambandið. Raunin er hins vegar sú að umrædd regla á sér enga stoð í Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins, hún breytir engu um það að valdið yfir íslenzkum sjávarútvegsmálum færðist til sambandsins í samræmi við ákvæði hans, komið hefur ítrekað fram í gögnum þess að reglan sé ekki hugsuð sem varanlegt fyrirkomulag, hún hefur sætt vaxandi gagnrýni og hæglega mætti breyta henni eða afnema hana án samþykkis Íslands þó landið væri þar innanborðs. Varðandi landbúnað vildi þingmaðurinn meina að svonefndur heimsskautalandbúnaður myndi tryggja að íslenzkir bændur nytu sömu styrkja og áður ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Með fyrirkomulaginu er stjórnvöldum í Finnlandi og Svíþjóð heimilað að greiða bændum norðan 62. breiddargráðu styrki til viðbótar styrkjum sambandsins. Hámark er í þeim efnum en ekkert lágmark og ákveður Evrópusambandið öll skilyrði fyrir viðbótarstyrkjunum. Fyrir vikið gætu þeir hæglega fallið á brott með breyttri stefnu sambandsins og löggjöf í landbúnaðarmálum. Til þess þyrfti að sama skapi ekki samþykki Íslands. Vægi ríkja ESB tekur mið af íbúafjölda Mikilvægt er að hafa í huga í þessu sambandi að vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til inngöngu Íslands í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði Evrópusambandsins 0,08% og á þingi sambandsins yrði staða landsins á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Við þetta bætist að einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins heyrir til algerra undantekninga í dag. Telja má þannig nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem það á enn við. Þar á meðal eru hvorki orkumál né sjávarútvegsmál og það sama á við um landbúnaðarmál. Vald Evrópusambandsins yfir þessum málaflokkum og flestum öðrum málefnum ríkja þess er niðurneglt í Lissabon-sáttmálanum (2.-4. gr. TFEU). Langflestar ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins þurfa einungis samþykki 55% ríkjanna með 65% íbúafjölda sambandsins að baki sér. Þar standa fámennustu ríkin vitanlega langverst að vígi. Lýsti áhyggjum af ósamstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er annars eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Það er einnig mat sambandsins. Fulltrúar Evrópusambandsins lýstu þannig til að mynda ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG væri ekki samstíga gagnvart málinu. Til dæmis utanríkismálanefnd þings sambandsins í nóvember 2012: „Þing Evrópusambandsins ítrekar áhyggjur sínar af pólitískum ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkanna varðandi inngönguna í það“. Væntanlega segir það sig sjálft að stjórnmálaflokkar, sem kosnir hafa verið úr á þá stefnu að taka ekki skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið, geta ekki staðið að slíku nema með því að hafa að engu það sem þeir sögðu við kjósendur sína fyrir kosningar. Fullyrðingar um að háværri kröfu sé fyrir að fara um það að tekin verði skref í átt að inngöngu í sambandið á sama tíma og Viðreisn, eini flokkurinn sem leggur áherzlu á málið, mælist með vel innan við 10% fylgi standast vitanlega enga skoðun. Hvers vegna er stuðningur við Viðreisn ekki miklu meiri ef slíkri háværri kröfu er raunverulega fyrir að fara? Hvað er þá að flokknum? Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun