Pink Floyd stjarna til rannsóknar vegna búnings Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 09:27 Waters hefur um áratuga skeið klæðst búningnum. Hérna er hann í Zurich í Sviss árið 2013. EPA Lögreglan í Þýskalandi hefur opnað sakamálarannsókn á breska tónlistarmanninum Roger Waters, fyrrverandi meðlim hljómsveitarinnar Pink Floyd. Er honum gefið að sök að hafa klæðst búning á sviði sem minnir á einkennisbúning nasista. Waters hefur klæðst búningnum á sviði í meira en þrjátíu ár. En hann er hluti af sviðsframkomu við tónlistina af Pink Floyd plötunni The Wall, sem kom út árið 1979. Það er að hann klæðir sig upp sem fasískan einræðisherra. Waters, sem er 79 ára gamall, var bassaleikari og einn af söngvurum sveitarinnar þangað til hann hætti árið 1985. Síðan þá hefur hann haldið úti sólóferli sínum þar sem hann spilar reglulega gömul Pink Floyd lög, sem hann samdi mörg sjálfur. Raskar almannafriði Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Waters klæðist búningnum í Þýskalandi. Meðal annars setti hann The Wall á svið í Berlín árið 1990. En þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan þar í landi hefur hann grunaðan um glæp, eins og fréttastofan CNN greinir frá. Búningurinn er hluti af sviðsframkomu í tengslum við flutning á The Wall plötunni.EPA Jennifer Bahle, talskona lögreglunnar í Berlín, segir að Waters sé til rannsóknar vegna tveggja tónleika. Þann 17. og 18. maí síðastliðinn. Er hann grunaður um að hafa brotið 140. grein þýskra hegningarlaga. „Klæðnaðurinn er talinn geta vegsamað eða réttlætt ofbeldisfulla einræðisstjórn nasistaflokksins á þann hátt að trufla frið fórnarlambanna og raska almannafriði,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Verður málið afhent saksóknara Berlínar. Oft í veseni Roger Waters hefur marg oft lent í vandræðum vegna skoðana sinna. Hann er dyggur stuðningsmaður Palestínu en hefur málflutningur hans oft bera keim af gyðingaandúð. Þá hefur hann einnig sagt að Atlantshafsbandalagið, NATO, hafi egnt Rússum til að ráðast inn í Úkraínu árið 2022. Vesturlönd ættu ekki að veita Úkraínumönnum vopn. Hefur tónleikum hans í Póllandi meðal annars verið aflýst vegna þessa. Tónlist Þýskaland Kynþáttafordómar Lögreglumál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira
Waters hefur klæðst búningnum á sviði í meira en þrjátíu ár. En hann er hluti af sviðsframkomu við tónlistina af Pink Floyd plötunni The Wall, sem kom út árið 1979. Það er að hann klæðir sig upp sem fasískan einræðisherra. Waters, sem er 79 ára gamall, var bassaleikari og einn af söngvurum sveitarinnar þangað til hann hætti árið 1985. Síðan þá hefur hann haldið úti sólóferli sínum þar sem hann spilar reglulega gömul Pink Floyd lög, sem hann samdi mörg sjálfur. Raskar almannafriði Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Waters klæðist búningnum í Þýskalandi. Meðal annars setti hann The Wall á svið í Berlín árið 1990. En þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan þar í landi hefur hann grunaðan um glæp, eins og fréttastofan CNN greinir frá. Búningurinn er hluti af sviðsframkomu í tengslum við flutning á The Wall plötunni.EPA Jennifer Bahle, talskona lögreglunnar í Berlín, segir að Waters sé til rannsóknar vegna tveggja tónleika. Þann 17. og 18. maí síðastliðinn. Er hann grunaður um að hafa brotið 140. grein þýskra hegningarlaga. „Klæðnaðurinn er talinn geta vegsamað eða réttlætt ofbeldisfulla einræðisstjórn nasistaflokksins á þann hátt að trufla frið fórnarlambanna og raska almannafriði,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Verður málið afhent saksóknara Berlínar. Oft í veseni Roger Waters hefur marg oft lent í vandræðum vegna skoðana sinna. Hann er dyggur stuðningsmaður Palestínu en hefur málflutningur hans oft bera keim af gyðingaandúð. Þá hefur hann einnig sagt að Atlantshafsbandalagið, NATO, hafi egnt Rússum til að ráðast inn í Úkraínu árið 2022. Vesturlönd ættu ekki að veita Úkraínumönnum vopn. Hefur tónleikum hans í Póllandi meðal annars verið aflýst vegna þessa.
Tónlist Þýskaland Kynþáttafordómar Lögreglumál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Sjá meira