Pink Floyd stjarna til rannsóknar vegna búnings Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 09:27 Waters hefur um áratuga skeið klæðst búningnum. Hérna er hann í Zurich í Sviss árið 2013. EPA Lögreglan í Þýskalandi hefur opnað sakamálarannsókn á breska tónlistarmanninum Roger Waters, fyrrverandi meðlim hljómsveitarinnar Pink Floyd. Er honum gefið að sök að hafa klæðst búning á sviði sem minnir á einkennisbúning nasista. Waters hefur klæðst búningnum á sviði í meira en þrjátíu ár. En hann er hluti af sviðsframkomu við tónlistina af Pink Floyd plötunni The Wall, sem kom út árið 1979. Það er að hann klæðir sig upp sem fasískan einræðisherra. Waters, sem er 79 ára gamall, var bassaleikari og einn af söngvurum sveitarinnar þangað til hann hætti árið 1985. Síðan þá hefur hann haldið úti sólóferli sínum þar sem hann spilar reglulega gömul Pink Floyd lög, sem hann samdi mörg sjálfur. Raskar almannafriði Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Waters klæðist búningnum í Þýskalandi. Meðal annars setti hann The Wall á svið í Berlín árið 1990. En þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan þar í landi hefur hann grunaðan um glæp, eins og fréttastofan CNN greinir frá. Búningurinn er hluti af sviðsframkomu í tengslum við flutning á The Wall plötunni.EPA Jennifer Bahle, talskona lögreglunnar í Berlín, segir að Waters sé til rannsóknar vegna tveggja tónleika. Þann 17. og 18. maí síðastliðinn. Er hann grunaður um að hafa brotið 140. grein þýskra hegningarlaga. „Klæðnaðurinn er talinn geta vegsamað eða réttlætt ofbeldisfulla einræðisstjórn nasistaflokksins á þann hátt að trufla frið fórnarlambanna og raska almannafriði,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Verður málið afhent saksóknara Berlínar. Oft í veseni Roger Waters hefur marg oft lent í vandræðum vegna skoðana sinna. Hann er dyggur stuðningsmaður Palestínu en hefur málflutningur hans oft bera keim af gyðingaandúð. Þá hefur hann einnig sagt að Atlantshafsbandalagið, NATO, hafi egnt Rússum til að ráðast inn í Úkraínu árið 2022. Vesturlönd ættu ekki að veita Úkraínumönnum vopn. Hefur tónleikum hans í Póllandi meðal annars verið aflýst vegna þessa. Tónlist Þýskaland Kynþáttafordómar Lögreglumál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Waters hefur klæðst búningnum á sviði í meira en þrjátíu ár. En hann er hluti af sviðsframkomu við tónlistina af Pink Floyd plötunni The Wall, sem kom út árið 1979. Það er að hann klæðir sig upp sem fasískan einræðisherra. Waters, sem er 79 ára gamall, var bassaleikari og einn af söngvurum sveitarinnar þangað til hann hætti árið 1985. Síðan þá hefur hann haldið úti sólóferli sínum þar sem hann spilar reglulega gömul Pink Floyd lög, sem hann samdi mörg sjálfur. Raskar almannafriði Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem Waters klæðist búningnum í Þýskalandi. Meðal annars setti hann The Wall á svið í Berlín árið 1990. En þetta er í fyrsta sinn sem lögreglan þar í landi hefur hann grunaðan um glæp, eins og fréttastofan CNN greinir frá. Búningurinn er hluti af sviðsframkomu í tengslum við flutning á The Wall plötunni.EPA Jennifer Bahle, talskona lögreglunnar í Berlín, segir að Waters sé til rannsóknar vegna tveggja tónleika. Þann 17. og 18. maí síðastliðinn. Er hann grunaður um að hafa brotið 140. grein þýskra hegningarlaga. „Klæðnaðurinn er talinn geta vegsamað eða réttlætt ofbeldisfulla einræðisstjórn nasistaflokksins á þann hátt að trufla frið fórnarlambanna og raska almannafriði,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Verður málið afhent saksóknara Berlínar. Oft í veseni Roger Waters hefur marg oft lent í vandræðum vegna skoðana sinna. Hann er dyggur stuðningsmaður Palestínu en hefur málflutningur hans oft bera keim af gyðingaandúð. Þá hefur hann einnig sagt að Atlantshafsbandalagið, NATO, hafi egnt Rússum til að ráðast inn í Úkraínu árið 2022. Vesturlönd ættu ekki að veita Úkraínumönnum vopn. Hefur tónleikum hans í Póllandi meðal annars verið aflýst vegna þessa.
Tónlist Þýskaland Kynþáttafordómar Lögreglumál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira