Endurtekið efni – eða hvað kæri heilbrigðisráðherra Halldór Víglundsson skrifar 27. maí 2023 08:00 Nú eru 542 nætur eða svo frá því að núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson tók við ráðuneyti heilbrigðismála. Það er vissulega kúnst að færa ástand þess til betri vegar, eða eins og undirritaður orðaði það í grein fyrir ári síðan, um áskorun aldarinnar er að ræða þar sem verulegt pólitískt hugrekki núverandi ráðherra er fyllsta þörf ef á að ná að rétta kúrsinn í þjónustu sem skilar raunverulegum árangri fyrir íbúa landsins Íslands og minnkun raunkostnaðar. Þessi allt of langa fyrri grein mín vísar til ofangreinds titil þar sem ég nú velti fyrir mér hvort staðan nú, um ári síðar er að mestu sú sama og hún var þegar Willum Þór var búinn að vera í embætti ráðherra einhverjar 150 nætur síðasta vor. Lítil merki voru þá um stefnu ráðherra kannski eðlilega við greiningarvinnu hans og hans fólks á stöðu kerfisins fyrsta hálfa árið eða svo. Smá vinstri upprifjun Í þessari allt of löngu grein minni voru áherslumál síðasta heilbrigðisráðherra jörðuð endanlega að mati undirritaðs en bjartar vonir vaktar með nýjum ráðherra með áherslum á öðrum hugmyndagrunni. Vægast sagt sorgleg þróun síðustu misseri, ofan á afar viðkvæmt ástand kerfisins til fjölda fyrri ára, þar sem hugmyndafræði til vinstri jafnaðar féll alfarið um sjálfa sig og skapaði tvöföld kerfi heilbrigðiskerfisins allt um kring. Þessi viðbótargjaldakostnaður sem verður eðlilega sífellt háværari umræða um, veldur miklu ójafnræði milli landsmanna að sækja þjónustu kerfisins eftir efnum fólks. Ekki var svo stjórnandi Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir nefnt SÍ) lítil hjálp í að stýra þessum málum til enn verri vegar með víðtækasta samningsleysi sögunnar við þjónustuaðila heilbrigðiskerfisins. Vakt Vinstri græns heilbrigðisráðherra varð svo ekki sé um villst öfugsnúin á versta veg m.t.t. eflingar kerfisins og það var alls ekki greinilegt eftir á að hyggja einungis, heldur taktföst þróun allt embættistímabil Svandísar Svavarsdóttur. Nú reynir á – Er ekki bara best að kjósa ...... Núverandi ráðherra hefur sem betur fer vonandi leyst Sjúkratryggingar Íslands úr snörunni með krónískt samningsleysi við allt of marga stóra og nauðsynlega þjónustuaðila heilbrigðiskerfisins. Það er ósk margra að verði raunin með því að fá til starfa ætlaðan raunsærri stjórnanda SÍ um nauðsynlegar áherslur fram á veginn. Nú, í það minnsta líta dagsins ljós metnaðarfullar áætlanir þar sem biðlistavæðingin verður stöðvuð varðandi liðskiptiaðgerðir. Það er fyrst og fremst afar nauðsynlegt til að minnka umfang þessara biðlista, hægja á endalausum vafningsáhrifum til mun meiri kostnaðar við þessi vandamál fyrir þjóðfélagið og auka lífsgæði viðkomandi einstaklinga á þriðja aldursskeiðinu. Trúið mér, vafningsáhrif þessara vandamála hafa sífellda snertifleti við heilsugæslu og bráðamóttöku með viðbótarálagi sem þeir staðir ráða alls ekki við. Með nýgerðum samningum við fleiri þjónustuaðila sem SÍ hefur gert með mun fleiri gerviliðaaðgerðum vona ég (og ætla) að endurhæfingarþjónusta hafi einnig verið hugsuð til enda. Er ég þá að tala um fullnaðarendurhæfingu til velheppnaðra liðskipta á hnjáliðum og mjaðmarliðum þeirra sem þiggja þessar kostnaðarsömu aðgerðir sem gott úrræði fyrir sín vandamál. Þetta á sérstaklega við um hnjáliðaskipti að mínu mati. Mitt fag, sem ég hrærist í á degi hverjum er mikilvægt í niðurstöðum þessara breytinga. Á okkar starfsstofum er til dæmis ekki gott að fá beiðnir um endurhæfingu eftir liðskiptaaðgerð viku fyrir eða eftir aðgerðir þar sem viðkomandi þarf að mæta biðlista sem telur fleiri mánuði þrátt fyrir forgangsröðun. Það er því miður raunin a.m.k. á minni starfsstofu. Enn og aftur kemur að því að hugsa ferla kerfisins til enda. Kostnaður ríkisins – Beinn og óbeinn Í stóra samhenginu hefur þjónusta okkar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara verið og verður áfram ein af sterkum stoðum heilbrigðiskerfisins. Vel á fimmta hundrað sjúkraþjálfara á starfsstofum allt í kringum landið leggja nauðsynlegan lið í kerfinu. Sem slíkur starfskraftur er forvitnilegt m.a. að skoða umfang örorku síðustu ár. Þær tölur og tölfræði eru að nokkru leyti torskoðaðar miðað við fyrri áratuga tímabil 21. aldarinnar þar sem endurhæfingarlífeyrir er farinn að skarast við endanlegan örorkufjölda landsmanna ef þannig er hægt að orða það. Aukin tíðni þessa úrræðis síðari ár bendir frekar til minnkunar á varanlegri örorku landsmanna, sem er vel. Eftir að hafa skoðað þessar tölur lítillega varðandi nýliðið ár má þó sjá að beinn kostnaður samtryggingarinnar (Tryggingastofnunar ríkisins) vegna örorku og endurhæfingarlífeyris landsmanna vegna aðalvandamáls frá STOÐKERFI var í kringum 20 milljarðar á síðastliðnu ári 2022. Verð ég að fá að nota tækifærið og hrósa TR fólki fyrir verulega vel framsetta ársskýrslu þetta árið þar sem er mjög aðgengilegt að rýna þessi tölugögn miðað við óskýrleika þeirra síðustu nokkur ár að mati undirritaðs m.t.t. þessara gagna. Ef þetta var beinn kostnaður einungis TR (s.s. að óreiknuðum kostnaði lífeyrissjóða) þá má með þeim reikniaðferðum sem hafa helst verið notaðar ætla að þessi liður samtryggingar að auki við óbeinan kostnað ársins komi út sem 60 – 80 milljarða kostnaður samfélagsins og þjóðarinnar á síðasta ári. Ég endurtek, 60 – 80 milljarðar. Það er dágóður hluti af því sem ríkið hefur til að moða við að „reka“ landið okkar allra. Óbeini kostnaðurinn telst að mestu með vægi tapaðra vinnustunda þessa hóps af landsframleiðslu þjóðarinnar á árinu. Það skal tekið fram að þessi reikniaðferð virðist ekki yfir gagnrýni hafin en 60 milljarðar teljast varlega áætluð kostnaðarfjárhæð að mati undirritaðs og 80 mjr.talan nær því sem sett væri fram út frá einungis samtryggingarkostnaðinum. Nóg um það. Af hverju er ég að viðra þessar tölur !? Endurhæfing alla daga .... fyrir alla Fljótlega eftir að ég byrjaði að vinna með einum af mínum bestu vinum og kollega í kringum 2008 spurði ég hann um tillögu að því hvernig við gætum metið okkar starf út af gagnsemi þess á þeim kanti heilbrigðiskerfisins sem við störfum á okkar starfsstofum með okkar skjólstæðingum við endurhæfingu. Af hverju spurði ég hann? Frá því ég kynntist honum í námi okkar í HÍ var ljóst að öðrum vinum mínum ólöstuðum að hann var og er einn af þeim tveimur sem ég gat og get flett upp í sem alfræðiorðabók. Hann man allt og metur sem hann les og kynnir sér og er duglegur við einmitt það tvennt. Ein afmörkuð tillaga hans sem snéri að nokkrum hluta starfs okkar var á þá leið að geta áætlað u.þ.b. hvað ég hef náð að stýra- eða taka tiltakanlegan þátt í því að stýra mörgum skjólstæðingum frá örorku í gegnum starfsferilinn. Eins áþreifanleg pæling og þetta var og er fyrir okkur sjúkraþjálfara þá var augljóst að matið á þessum árangri er ekki auðvelt. Til að gera mjög langa sögu örstutta ( ég vil ná að hafa greinina styttri en greinina löngu á síðasta ári ) þá hef ég allt síðan haft m.a. þennan metnað með mér til að gera gagn í lífsgæðaaukningu minna skjólstæðinga. Komast að rót stoðkerfisvandamála og er nokkur hluti skjólstæðinga minna sem hefur haft horfur um örorku sem afar brýnt hefur verið að reyna að stýra til betri vegar. Sem ég hef reynt eftir getu, oft í samvinnu við heimilislækna, geðlækna, bæklunar- og aðra sérfræðilækna, endurhæfingar- og starfsendurhæfingaraðila. Þesslags teymisvinna er oft algjör grundvöllur kjör-endurhæfingar. Það má ljóst vera að við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sinnum ólíkum störfum eins og ég hef áður skrifað um og því ætla ég alls ekki öllum okkar að hafa sömu áherslur í starfi og ég. Mín tala er nokkuð á hreinu á þeim sem hefur gengið að sporna frá örorku og ég tel kostnaðinn sem kemur inn af þeim sökum í samtryggingarkerfið bærilegan miðað við það sem annars væri úttekt úr samtryggingarkerfinu í gegnum þessi starfsár mín. Þeir skipta ekki fleiri tugum en það er nóg til að ég tel kostnað minn í starfi vel réttlætanlegan við að gera gagn fyrir kerfið sem ég vinn í. Sjálfum var mér bjargað dansandi á línu bráðrar örorku eftir háorkuáverka við slys fyrir nokkrum misserum og verð ég eilíflega þakklátur þeim skurðlækni og aðgerðarteymi hans á LSH fyrir það. Nákvæmlega þá kristallaðist minn hugur til þess að geta haldið minni starfsorku og gagni í starfi áfram. Alveg eins og þá gerði ég mér grein fyrir að hlutverk mitt í þessu lífi gæti sveiflast til örorku á milli daga ævi minnar eftir gæðum þeirrar aðstoðar sem ég fengi við bráðaástand mitt. Það var ekki í mínum höndum. Kostnaðartölur ríkisins sem ég viðra hér að ofan eru gígantískar árlegar tölur í samhengi við efnahagsreikning ríkisins Íslands síðustu ár og gríðarlega mikilvægt að reyna að sporna við þeim til lækkunar með hagsmuni íslensku þjóðarinnar og sjálfbærni velferðarkerfisins í huga til framtíðar. SÍ á fleygiferð í samningahug við þjónustuaðila heilbrigðiskerfisins Nú hef ég heyrt að heilbrigðisráðherra og SÍ hafi hug á samningaumleitunum við okkur sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Hver veit!? Það sem ég verð að gera og vill leggja áherslu á er að við, tæplega fimm hundruð sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar, fáum að halda styrkleika okkar fags til þjónustu við endurhæfingu og sjúkraþjálfun skjólstæðinga okkar (sem töldu tæplega 55.000 landsmanna árið 2020 og líklega nokkuð fleiri árlega fram á þetta ár). Ég hef sagt og segi áfram að helstu styrkleikar okkar eru: 1) sérhæfð þekking á stoðkerfi og vandamálum þess og 2) TÍMI okkar með skjólstæðingum okkar. Nægur tími með skjólstæðingum skapar forsendur þess að ígrunda, greina rétt og meðhöndla með sjúkra-þjálfun okkar skjólstæðinga til endurhæfingar. Þetta yfirfærist á aðra þjónustuveitendur heilbrigðiskerfisins einnig þar sem veruleg brotalöm er á víða eins og ástand kerfisins gefur til kynna til lengri tíma. Undirritaður skoðaði síðustu nálgun SÍ til samninga við okkur MJÖG VEL. Í stuttu máli var sú leið, sem ég leyfi mér að kalla eftir á að hyggja Ríkis klósettpappírs-kaupaleið, og byggði á magn- og afslátta- áherslum. Magn – og afsláttaáherslur á viðkvæmri, mikilvægri endurhæfingarþjónustu í stað gæða- og verðleika- áherslna þar sem ég upplifði sem aldrei fyrr að aðilar samninga virtust ekki í sama liði með almannahagsmuni í huga heldur áherslur SÍ þar sem allir tapa á endanum, því miður. Skjólstæðingar, Veitendur þjónustunnar og samfélagið í heild. Miðað við efnahagsforsendur með vísitöluhækkunum sem sér því miður ekki fyrir endann á er líklegt að samningur SÍ við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara vegi á bilinu 6,5 -8 milljarða árlega næstu misseri að mati undirritaðs ef af verður. Spönnin á milli lægri og efri spannar miðað við framangreint í fjármagni samnings af hálfu SÍ byggir á því hvað samtryggingin/SÍ tekur að sér í kostnaðarhlut á móti skjólstæðingum okkar sem þiggja þjónustu á okkar starfsstofum. Ef ætlun SÍ er að fara sömu leið og áður er allt af þrennu alls ekki að standast skoðun: 1) Heilbrigðisráðherra með yfirstjórn á kerfinu , 2) forstjóri SÍ og 3) lög landsins (ríkiskauplög, EES, frá árinu 2016 líklega) þar sem þau lög náðu að smeygja sér inn til samþykktar á Alþingi án þess að nokkur yrði þess var með tilliti til heilbrigðisþjónustu líkt og okkar. Fyrri forstjóri SÍ, María Heimisdóttir þreyttist ekki á að skýla sér á bak við og nefna að SÍ væri nú bara að fara að lögum við þessa leið til samninga. Forstjóra SÍ hefði verið nær með heilsutengda hagsmuni ríkis og landsmanna að leiðarljósi að tilgreina að vilji stæði til að breyta þessu lagaformi til betra og áhrifaríkara lagaforms til samninga við okkur. Það þarf pólitískan vilja og trúverðugleika til að breyta þessum umbúðaforsendum laga og það hafa nágrannalönd okkar gert m.a. og því er það hægt hér á landi. Höfundur er sjúkraþjálfari með sérfræðiviðurkenningu landlæknis í greiningu og meðferð stoðkerfis / MT Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Nú eru 542 nætur eða svo frá því að núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson tók við ráðuneyti heilbrigðismála. Það er vissulega kúnst að færa ástand þess til betri vegar, eða eins og undirritaður orðaði það í grein fyrir ári síðan, um áskorun aldarinnar er að ræða þar sem verulegt pólitískt hugrekki núverandi ráðherra er fyllsta þörf ef á að ná að rétta kúrsinn í þjónustu sem skilar raunverulegum árangri fyrir íbúa landsins Íslands og minnkun raunkostnaðar. Þessi allt of langa fyrri grein mín vísar til ofangreinds titil þar sem ég nú velti fyrir mér hvort staðan nú, um ári síðar er að mestu sú sama og hún var þegar Willum Þór var búinn að vera í embætti ráðherra einhverjar 150 nætur síðasta vor. Lítil merki voru þá um stefnu ráðherra kannski eðlilega við greiningarvinnu hans og hans fólks á stöðu kerfisins fyrsta hálfa árið eða svo. Smá vinstri upprifjun Í þessari allt of löngu grein minni voru áherslumál síðasta heilbrigðisráðherra jörðuð endanlega að mati undirritaðs en bjartar vonir vaktar með nýjum ráðherra með áherslum á öðrum hugmyndagrunni. Vægast sagt sorgleg þróun síðustu misseri, ofan á afar viðkvæmt ástand kerfisins til fjölda fyrri ára, þar sem hugmyndafræði til vinstri jafnaðar féll alfarið um sjálfa sig og skapaði tvöföld kerfi heilbrigðiskerfisins allt um kring. Þessi viðbótargjaldakostnaður sem verður eðlilega sífellt háværari umræða um, veldur miklu ójafnræði milli landsmanna að sækja þjónustu kerfisins eftir efnum fólks. Ekki var svo stjórnandi Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir nefnt SÍ) lítil hjálp í að stýra þessum málum til enn verri vegar með víðtækasta samningsleysi sögunnar við þjónustuaðila heilbrigðiskerfisins. Vakt Vinstri græns heilbrigðisráðherra varð svo ekki sé um villst öfugsnúin á versta veg m.t.t. eflingar kerfisins og það var alls ekki greinilegt eftir á að hyggja einungis, heldur taktföst þróun allt embættistímabil Svandísar Svavarsdóttur. Nú reynir á – Er ekki bara best að kjósa ...... Núverandi ráðherra hefur sem betur fer vonandi leyst Sjúkratryggingar Íslands úr snörunni með krónískt samningsleysi við allt of marga stóra og nauðsynlega þjónustuaðila heilbrigðiskerfisins. Það er ósk margra að verði raunin með því að fá til starfa ætlaðan raunsærri stjórnanda SÍ um nauðsynlegar áherslur fram á veginn. Nú, í það minnsta líta dagsins ljós metnaðarfullar áætlanir þar sem biðlistavæðingin verður stöðvuð varðandi liðskiptiaðgerðir. Það er fyrst og fremst afar nauðsynlegt til að minnka umfang þessara biðlista, hægja á endalausum vafningsáhrifum til mun meiri kostnaðar við þessi vandamál fyrir þjóðfélagið og auka lífsgæði viðkomandi einstaklinga á þriðja aldursskeiðinu. Trúið mér, vafningsáhrif þessara vandamála hafa sífellda snertifleti við heilsugæslu og bráðamóttöku með viðbótarálagi sem þeir staðir ráða alls ekki við. Með nýgerðum samningum við fleiri þjónustuaðila sem SÍ hefur gert með mun fleiri gerviliðaaðgerðum vona ég (og ætla) að endurhæfingarþjónusta hafi einnig verið hugsuð til enda. Er ég þá að tala um fullnaðarendurhæfingu til velheppnaðra liðskipta á hnjáliðum og mjaðmarliðum þeirra sem þiggja þessar kostnaðarsömu aðgerðir sem gott úrræði fyrir sín vandamál. Þetta á sérstaklega við um hnjáliðaskipti að mínu mati. Mitt fag, sem ég hrærist í á degi hverjum er mikilvægt í niðurstöðum þessara breytinga. Á okkar starfsstofum er til dæmis ekki gott að fá beiðnir um endurhæfingu eftir liðskiptaaðgerð viku fyrir eða eftir aðgerðir þar sem viðkomandi þarf að mæta biðlista sem telur fleiri mánuði þrátt fyrir forgangsröðun. Það er því miður raunin a.m.k. á minni starfsstofu. Enn og aftur kemur að því að hugsa ferla kerfisins til enda. Kostnaður ríkisins – Beinn og óbeinn Í stóra samhenginu hefur þjónusta okkar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara verið og verður áfram ein af sterkum stoðum heilbrigðiskerfisins. Vel á fimmta hundrað sjúkraþjálfara á starfsstofum allt í kringum landið leggja nauðsynlegan lið í kerfinu. Sem slíkur starfskraftur er forvitnilegt m.a. að skoða umfang örorku síðustu ár. Þær tölur og tölfræði eru að nokkru leyti torskoðaðar miðað við fyrri áratuga tímabil 21. aldarinnar þar sem endurhæfingarlífeyrir er farinn að skarast við endanlegan örorkufjölda landsmanna ef þannig er hægt að orða það. Aukin tíðni þessa úrræðis síðari ár bendir frekar til minnkunar á varanlegri örorku landsmanna, sem er vel. Eftir að hafa skoðað þessar tölur lítillega varðandi nýliðið ár má þó sjá að beinn kostnaður samtryggingarinnar (Tryggingastofnunar ríkisins) vegna örorku og endurhæfingarlífeyris landsmanna vegna aðalvandamáls frá STOÐKERFI var í kringum 20 milljarðar á síðastliðnu ári 2022. Verð ég að fá að nota tækifærið og hrósa TR fólki fyrir verulega vel framsetta ársskýrslu þetta árið þar sem er mjög aðgengilegt að rýna þessi tölugögn miðað við óskýrleika þeirra síðustu nokkur ár að mati undirritaðs m.t.t. þessara gagna. Ef þetta var beinn kostnaður einungis TR (s.s. að óreiknuðum kostnaði lífeyrissjóða) þá má með þeim reikniaðferðum sem hafa helst verið notaðar ætla að þessi liður samtryggingar að auki við óbeinan kostnað ársins komi út sem 60 – 80 milljarða kostnaður samfélagsins og þjóðarinnar á síðasta ári. Ég endurtek, 60 – 80 milljarðar. Það er dágóður hluti af því sem ríkið hefur til að moða við að „reka“ landið okkar allra. Óbeini kostnaðurinn telst að mestu með vægi tapaðra vinnustunda þessa hóps af landsframleiðslu þjóðarinnar á árinu. Það skal tekið fram að þessi reikniaðferð virðist ekki yfir gagnrýni hafin en 60 milljarðar teljast varlega áætluð kostnaðarfjárhæð að mati undirritaðs og 80 mjr.talan nær því sem sett væri fram út frá einungis samtryggingarkostnaðinum. Nóg um það. Af hverju er ég að viðra þessar tölur !? Endurhæfing alla daga .... fyrir alla Fljótlega eftir að ég byrjaði að vinna með einum af mínum bestu vinum og kollega í kringum 2008 spurði ég hann um tillögu að því hvernig við gætum metið okkar starf út af gagnsemi þess á þeim kanti heilbrigðiskerfisins sem við störfum á okkar starfsstofum með okkar skjólstæðingum við endurhæfingu. Af hverju spurði ég hann? Frá því ég kynntist honum í námi okkar í HÍ var ljóst að öðrum vinum mínum ólöstuðum að hann var og er einn af þeim tveimur sem ég gat og get flett upp í sem alfræðiorðabók. Hann man allt og metur sem hann les og kynnir sér og er duglegur við einmitt það tvennt. Ein afmörkuð tillaga hans sem snéri að nokkrum hluta starfs okkar var á þá leið að geta áætlað u.þ.b. hvað ég hef náð að stýra- eða taka tiltakanlegan þátt í því að stýra mörgum skjólstæðingum frá örorku í gegnum starfsferilinn. Eins áþreifanleg pæling og þetta var og er fyrir okkur sjúkraþjálfara þá var augljóst að matið á þessum árangri er ekki auðvelt. Til að gera mjög langa sögu örstutta ( ég vil ná að hafa greinina styttri en greinina löngu á síðasta ári ) þá hef ég allt síðan haft m.a. þennan metnað með mér til að gera gagn í lífsgæðaaukningu minna skjólstæðinga. Komast að rót stoðkerfisvandamála og er nokkur hluti skjólstæðinga minna sem hefur haft horfur um örorku sem afar brýnt hefur verið að reyna að stýra til betri vegar. Sem ég hef reynt eftir getu, oft í samvinnu við heimilislækna, geðlækna, bæklunar- og aðra sérfræðilækna, endurhæfingar- og starfsendurhæfingaraðila. Þesslags teymisvinna er oft algjör grundvöllur kjör-endurhæfingar. Það má ljóst vera að við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sinnum ólíkum störfum eins og ég hef áður skrifað um og því ætla ég alls ekki öllum okkar að hafa sömu áherslur í starfi og ég. Mín tala er nokkuð á hreinu á þeim sem hefur gengið að sporna frá örorku og ég tel kostnaðinn sem kemur inn af þeim sökum í samtryggingarkerfið bærilegan miðað við það sem annars væri úttekt úr samtryggingarkerfinu í gegnum þessi starfsár mín. Þeir skipta ekki fleiri tugum en það er nóg til að ég tel kostnað minn í starfi vel réttlætanlegan við að gera gagn fyrir kerfið sem ég vinn í. Sjálfum var mér bjargað dansandi á línu bráðrar örorku eftir háorkuáverka við slys fyrir nokkrum misserum og verð ég eilíflega þakklátur þeim skurðlækni og aðgerðarteymi hans á LSH fyrir það. Nákvæmlega þá kristallaðist minn hugur til þess að geta haldið minni starfsorku og gagni í starfi áfram. Alveg eins og þá gerði ég mér grein fyrir að hlutverk mitt í þessu lífi gæti sveiflast til örorku á milli daga ævi minnar eftir gæðum þeirrar aðstoðar sem ég fengi við bráðaástand mitt. Það var ekki í mínum höndum. Kostnaðartölur ríkisins sem ég viðra hér að ofan eru gígantískar árlegar tölur í samhengi við efnahagsreikning ríkisins Íslands síðustu ár og gríðarlega mikilvægt að reyna að sporna við þeim til lækkunar með hagsmuni íslensku þjóðarinnar og sjálfbærni velferðarkerfisins í huga til framtíðar. SÍ á fleygiferð í samningahug við þjónustuaðila heilbrigðiskerfisins Nú hef ég heyrt að heilbrigðisráðherra og SÍ hafi hug á samningaumleitunum við okkur sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Hver veit!? Það sem ég verð að gera og vill leggja áherslu á er að við, tæplega fimm hundruð sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar, fáum að halda styrkleika okkar fags til þjónustu við endurhæfingu og sjúkraþjálfun skjólstæðinga okkar (sem töldu tæplega 55.000 landsmanna árið 2020 og líklega nokkuð fleiri árlega fram á þetta ár). Ég hef sagt og segi áfram að helstu styrkleikar okkar eru: 1) sérhæfð þekking á stoðkerfi og vandamálum þess og 2) TÍMI okkar með skjólstæðingum okkar. Nægur tími með skjólstæðingum skapar forsendur þess að ígrunda, greina rétt og meðhöndla með sjúkra-þjálfun okkar skjólstæðinga til endurhæfingar. Þetta yfirfærist á aðra þjónustuveitendur heilbrigðiskerfisins einnig þar sem veruleg brotalöm er á víða eins og ástand kerfisins gefur til kynna til lengri tíma. Undirritaður skoðaði síðustu nálgun SÍ til samninga við okkur MJÖG VEL. Í stuttu máli var sú leið, sem ég leyfi mér að kalla eftir á að hyggja Ríkis klósettpappírs-kaupaleið, og byggði á magn- og afslátta- áherslum. Magn – og afsláttaáherslur á viðkvæmri, mikilvægri endurhæfingarþjónustu í stað gæða- og verðleika- áherslna þar sem ég upplifði sem aldrei fyrr að aðilar samninga virtust ekki í sama liði með almannahagsmuni í huga heldur áherslur SÍ þar sem allir tapa á endanum, því miður. Skjólstæðingar, Veitendur þjónustunnar og samfélagið í heild. Miðað við efnahagsforsendur með vísitöluhækkunum sem sér því miður ekki fyrir endann á er líklegt að samningur SÍ við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara vegi á bilinu 6,5 -8 milljarða árlega næstu misseri að mati undirritaðs ef af verður. Spönnin á milli lægri og efri spannar miðað við framangreint í fjármagni samnings af hálfu SÍ byggir á því hvað samtryggingin/SÍ tekur að sér í kostnaðarhlut á móti skjólstæðingum okkar sem þiggja þjónustu á okkar starfsstofum. Ef ætlun SÍ er að fara sömu leið og áður er allt af þrennu alls ekki að standast skoðun: 1) Heilbrigðisráðherra með yfirstjórn á kerfinu , 2) forstjóri SÍ og 3) lög landsins (ríkiskauplög, EES, frá árinu 2016 líklega) þar sem þau lög náðu að smeygja sér inn til samþykktar á Alþingi án þess að nokkur yrði þess var með tilliti til heilbrigðisþjónustu líkt og okkar. Fyrri forstjóri SÍ, María Heimisdóttir þreyttist ekki á að skýla sér á bak við og nefna að SÍ væri nú bara að fara að lögum við þessa leið til samninga. Forstjóra SÍ hefði verið nær með heilsutengda hagsmuni ríkis og landsmanna að leiðarljósi að tilgreina að vilji stæði til að breyta þessu lagaformi til betra og áhrifaríkara lagaforms til samninga við okkur. Það þarf pólitískan vilja og trúverðugleika til að breyta þessum umbúðaforsendum laga og það hafa nágrannalönd okkar gert m.a. og því er það hægt hér á landi. Höfundur er sjúkraþjálfari með sérfræðiviðurkenningu landlæknis í greiningu og meðferð stoðkerfis / MT
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar