Fékk 10 í meðaleinkunn í MH: „Ég reyndi bara alltaf að gera mitt besta“ Árni Sæberg skrifar 27. maí 2023 07:01 Foreldrar Tómasar og Viktoría kærasta hans eru að rifna úr stolti. Aðsend Tómas Böðvarsson, nýsleginn stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, hlaut í gær hreina tíu í meðaleinkunn, fyrstur allra í sögu skólans. Hann vissi ekkert um afrekið fyrr en á útskriftarathöfninni í gær. „Ég var nú aldrei að stefna beint að þessu, ég reyndi bara að gera mitt besta og það greinilega gekk mjög vel. Ég var með fiðring í maganum í allan dag,“ segir Tómas í gærkvöldi, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í miðri útskriftarveislu. Hann segir tilfinningu frábæra. Þó segir hann að það hafi komið fullkomlega flatt upp á hann þegar tilkynnt var á útskriftarathöfninni að hann hefði dúxað með 10,0 í meðaleinkunn. „Ég fékk að frétta þetta á sama tíma og þið, það var ekkert sagt við mig á æfingunni í gær eða neitt. Mig hafði alvegi grunað að ég yrði dúx, en eins og ég segi fékk ég ekki að vita meðaleinkunnina fyrr en áðan. Ég veit ekki alveg hvernig mér leið, þetta var auðvitað mikið sjokk og skemmtilegt,“ segir hann. Tómas tók við stúdentsskírteinu við hátíðlega athöfn í gær.Aðsend Fjölskyldan aldrei sett neina pressu Eðli málsins samkvæmt var glatt á hjalla í útskriftarveislunni í gær og fjölskylda Tómasar að rifna úr stolti. „Þau hafa aldrei sett neina pressu á mig, hvorki fjölskyldan né kærastan mín, þau hafa bara stutt mig mjög vel. Þau voru auðvitað mjög glöð og spennt. Mamma stolt að segja þetta í útskriftarveislunni að ég hefði dúxað með svona góða einkunn. Hún er líka kennari í MH, svo það er örugglega extra skemmtilegt fyrir hana. Hún kennir spænsku,“ segir hann. Tómas hlaut einmitt viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í spænsku, sem og í efnafræði. Hann segist mestan áhuga hafa haft á þeim fögum þó hann hafi ekki einblínt á þau. Tómas fór klyfjaður verðlaunum heim úr útskriftarathöfninni í gær.Aðsend „Ég myndi í rauninni segja að ég hafi áhuga á langflestu sem ég lærði í skólanum, mér finnst mjög gaman að læra nýja hluti. En þar á meðal er klárlega efnafræði og spænska, það er bæði mjög skemmtilegt. Ég fór til dæmis í ferðaáfanga núna í þessum mánuði, fór til Granada,“ segir hann. Stefnan sett á pásu og svo læknisfræði Fyrsta mál á dagskrá hjá Tómasi í gær var að fagna árangrinum innilega. Fyrst var haldin notaleg útskriftarveisla fyrir fjölskylduna heima og svo haldið í partý með vinum úr skólanum. Í kvöld taka svo við fleiri útskriftarveislur. Eftri fagnaðarlætin tekur svo við sumarstarf á Keflavíkurflugvelli. Í haust ætlar hann ekki að skrá sig strax í frekara nám heldur vinna fulla vinnu í eitt ár. Meðfram skóla hefur Tómas unnið aðra hvora helgi í Pennanum Eymundsson. „Ég hef náttúrulega verið á fullu, þetta hefur náttúrulega ekki verið neitt auðvelt að fá svona góðar einkunnir. En ég næstum því alveg búinn að ákveða að mig langi að taka árspásu, prófa að gera eitthvað annað en að vera í skólanum endalaust. Ég hugsa að ég prófi að vinna fulla vinnu, sjá hvernig það er. Svo langar mig að finna eitthvað áhugamál til að bæta mig í eða læra eitthvað nýtt. Það verður gaman að hafa aðeins meira frelsi til að ákveða hverju ég vil verja tíma mínum í. Eftir það vil ég helst komast í læknisfræðina. Ég ákvað það einhvern tímann í menntaskóla að það væri rétta leiðin fyrir mig, það er í rauninni það sem mér fannst áhugaverðast og skemmtilegast svona þegar ég horfi á möguleikana í framtíðinni. Það eru margir læknar í fjölskyldunni líka.“ Stuðningur fjölskyldu, áhugi og skipulag mikilvægast Tómas þakkar framúrskarandi árangri fyrst og fremst fjölskyldu sinni og kærustu fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin. „Þau hafa stutt rosalega vel við mig og aldrei sett neina pressu á mig. Þau vilja bara að ég sé glaður í skólanum og glaður í lífinu. Vilja bara að ég geri mitt besta, sem ég hef gert. Ég vil þakka þeim fyrir að vera frábærir foreldrar. Síðan get ég sagt nákvæmlega það sama um kærustuna mína, við höfum verið saman síðan ég byrjaði í menntaskóla. Hún hefur alltaf stutt við mig og skilið mig, það hjálpar mikið,“ segir hann. Þá segir hann að lykillinn að góðum námsárangri sé líklega blanda af því að hafa rosalega mikinn áhuga á náminu og skipulag. Mikilvægt sé að hafa góða yfirsýn yfir námið og hvað þarf að læra hverju sinni. Hvetur sem flesta til að skrá sig í MH í haust Að lokum þakkar Tómas öllum þeim kennurum sem kenndu honum í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gegnum árin. „Að mínu mati eru ótrúlega góðir kennarar í MH. Þeir hafa allir stutt vel við mig, eru allir góðir og viðkunnalegir, tilbúnir að hjálpa og flestir allavega kenna á mjög skemmtilegan hátt. Tómas ásamt Steini Jóhannssyni, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð og Dröfn Ólöfu Ingvarsdóttur sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut með 9,77 í meðaleinkunn og varð semidúx.Aðsend Þá segist hann ótvírætt mæla með því að sem flestir skrái sig til náms við MH. Þar sé gott andrúmsloft og hann hafi kynnst góðum vinum á árunum þremur í skólanum. Þar hafi áfangakerfið vegið þungt. „Það er náttúrulega svo mikið val í MH. Ef maður kemur úr, augljóslega, bekkjarkerfi í grunnskóla, þá er svona framandi og skemmtilegt, fannst mér allavega, að fara í áfangakerfi. Ég held að það sé mjög nytsamlegt að prófa það, þá getur maður að miklu leiti valið hvað maður gerir, sérstaklega ef maður fer á opna braut eins og ég. Skóla - og menntamál Tímamót Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hlaut meðaleinkunn sem aldrei verður toppuð Sögulegt met var slegið á útskriftarathöfn Menntaskólans í Kópavogi í dag þegar Orri Þór Eggertsson var útskrifaður með hreina tíu í meðaleinkunn. Ljóst er að met Orra Þórs mun standa um ókomna tíð. 26. maí 2023 18:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég var nú aldrei að stefna beint að þessu, ég reyndi bara að gera mitt besta og það greinilega gekk mjög vel. Ég var með fiðring í maganum í allan dag,“ segir Tómas í gærkvöldi, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í miðri útskriftarveislu. Hann segir tilfinningu frábæra. Þó segir hann að það hafi komið fullkomlega flatt upp á hann þegar tilkynnt var á útskriftarathöfninni að hann hefði dúxað með 10,0 í meðaleinkunn. „Ég fékk að frétta þetta á sama tíma og þið, það var ekkert sagt við mig á æfingunni í gær eða neitt. Mig hafði alvegi grunað að ég yrði dúx, en eins og ég segi fékk ég ekki að vita meðaleinkunnina fyrr en áðan. Ég veit ekki alveg hvernig mér leið, þetta var auðvitað mikið sjokk og skemmtilegt,“ segir hann. Tómas tók við stúdentsskírteinu við hátíðlega athöfn í gær.Aðsend Fjölskyldan aldrei sett neina pressu Eðli málsins samkvæmt var glatt á hjalla í útskriftarveislunni í gær og fjölskylda Tómasar að rifna úr stolti. „Þau hafa aldrei sett neina pressu á mig, hvorki fjölskyldan né kærastan mín, þau hafa bara stutt mig mjög vel. Þau voru auðvitað mjög glöð og spennt. Mamma stolt að segja þetta í útskriftarveislunni að ég hefði dúxað með svona góða einkunn. Hún er líka kennari í MH, svo það er örugglega extra skemmtilegt fyrir hana. Hún kennir spænsku,“ segir hann. Tómas hlaut einmitt viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í spænsku, sem og í efnafræði. Hann segist mestan áhuga hafa haft á þeim fögum þó hann hafi ekki einblínt á þau. Tómas fór klyfjaður verðlaunum heim úr útskriftarathöfninni í gær.Aðsend „Ég myndi í rauninni segja að ég hafi áhuga á langflestu sem ég lærði í skólanum, mér finnst mjög gaman að læra nýja hluti. En þar á meðal er klárlega efnafræði og spænska, það er bæði mjög skemmtilegt. Ég fór til dæmis í ferðaáfanga núna í þessum mánuði, fór til Granada,“ segir hann. Stefnan sett á pásu og svo læknisfræði Fyrsta mál á dagskrá hjá Tómasi í gær var að fagna árangrinum innilega. Fyrst var haldin notaleg útskriftarveisla fyrir fjölskylduna heima og svo haldið í partý með vinum úr skólanum. Í kvöld taka svo við fleiri útskriftarveislur. Eftri fagnaðarlætin tekur svo við sumarstarf á Keflavíkurflugvelli. Í haust ætlar hann ekki að skrá sig strax í frekara nám heldur vinna fulla vinnu í eitt ár. Meðfram skóla hefur Tómas unnið aðra hvora helgi í Pennanum Eymundsson. „Ég hef náttúrulega verið á fullu, þetta hefur náttúrulega ekki verið neitt auðvelt að fá svona góðar einkunnir. En ég næstum því alveg búinn að ákveða að mig langi að taka árspásu, prófa að gera eitthvað annað en að vera í skólanum endalaust. Ég hugsa að ég prófi að vinna fulla vinnu, sjá hvernig það er. Svo langar mig að finna eitthvað áhugamál til að bæta mig í eða læra eitthvað nýtt. Það verður gaman að hafa aðeins meira frelsi til að ákveða hverju ég vil verja tíma mínum í. Eftir það vil ég helst komast í læknisfræðina. Ég ákvað það einhvern tímann í menntaskóla að það væri rétta leiðin fyrir mig, það er í rauninni það sem mér fannst áhugaverðast og skemmtilegast svona þegar ég horfi á möguleikana í framtíðinni. Það eru margir læknar í fjölskyldunni líka.“ Stuðningur fjölskyldu, áhugi og skipulag mikilvægast Tómas þakkar framúrskarandi árangri fyrst og fremst fjölskyldu sinni og kærustu fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin. „Þau hafa stutt rosalega vel við mig og aldrei sett neina pressu á mig. Þau vilja bara að ég sé glaður í skólanum og glaður í lífinu. Vilja bara að ég geri mitt besta, sem ég hef gert. Ég vil þakka þeim fyrir að vera frábærir foreldrar. Síðan get ég sagt nákvæmlega það sama um kærustuna mína, við höfum verið saman síðan ég byrjaði í menntaskóla. Hún hefur alltaf stutt við mig og skilið mig, það hjálpar mikið,“ segir hann. Þá segir hann að lykillinn að góðum námsárangri sé líklega blanda af því að hafa rosalega mikinn áhuga á náminu og skipulag. Mikilvægt sé að hafa góða yfirsýn yfir námið og hvað þarf að læra hverju sinni. Hvetur sem flesta til að skrá sig í MH í haust Að lokum þakkar Tómas öllum þeim kennurum sem kenndu honum í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gegnum árin. „Að mínu mati eru ótrúlega góðir kennarar í MH. Þeir hafa allir stutt vel við mig, eru allir góðir og viðkunnalegir, tilbúnir að hjálpa og flestir allavega kenna á mjög skemmtilegan hátt. Tómas ásamt Steini Jóhannssyni, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð og Dröfn Ólöfu Ingvarsdóttur sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut með 9,77 í meðaleinkunn og varð semidúx.Aðsend Þá segist hann ótvírætt mæla með því að sem flestir skrái sig til náms við MH. Þar sé gott andrúmsloft og hann hafi kynnst góðum vinum á árunum þremur í skólanum. Þar hafi áfangakerfið vegið þungt. „Það er náttúrulega svo mikið val í MH. Ef maður kemur úr, augljóslega, bekkjarkerfi í grunnskóla, þá er svona framandi og skemmtilegt, fannst mér allavega, að fara í áfangakerfi. Ég held að það sé mjög nytsamlegt að prófa það, þá getur maður að miklu leiti valið hvað maður gerir, sérstaklega ef maður fer á opna braut eins og ég.
Skóla - og menntamál Tímamót Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hlaut meðaleinkunn sem aldrei verður toppuð Sögulegt met var slegið á útskriftarathöfn Menntaskólans í Kópavogi í dag þegar Orri Þór Eggertsson var útskrifaður með hreina tíu í meðaleinkunn. Ljóst er að met Orra Þórs mun standa um ókomna tíð. 26. maí 2023 18:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hlaut meðaleinkunn sem aldrei verður toppuð Sögulegt met var slegið á útskriftarathöfn Menntaskólans í Kópavogi í dag þegar Orri Þór Eggertsson var útskrifaður með hreina tíu í meðaleinkunn. Ljóst er að met Orra Þórs mun standa um ókomna tíð. 26. maí 2023 18:55