Við höfum lagt 23 ár í púkkið Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 24. maí 2023 12:01 Fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna snýr að jafnrétti kynja – þ.e. að jafna tækifæri og réttindi kynja á öllum sviðum samfélagsins. Hluti af því er að jafna kaup og kjör, þannig að fólk í sömu og jafn verðmætum störfum sé að fá greitt með sama hætti. Það þýðir líka að auka fjölbreytileika í ákveðnum tegundum af störfum, þannig að karllæg störf og kvenlæg störf heyri sögunni til. Niðurstöður rannsóknar sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í fyrra segja að ef ekkert sé aðhafst mun það taka okkur 300 ár að ná jafnrétti í heiminum öllum. Það er augljóslega of mikill tími. 300 ár – er langur tími. Hvers vegna ætti það að skipta máli á Íslandi? Því þó við trónum á toppi listans yfir lönd þar sem jafnrétti er mest, verðum við að feta veginn áfram – því við eigum enn langt í land og viljum ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt, líka þegar vel gengur, að halda áfram og gera betur. Það samrýmist hugmyndafræði gæðastjórnunar um að vinna að stöðugum umbótum; að gera betur í dag en í gær. Ein af leiðunum sem íslensk stjórnvöld hafa farið til þess að færa jafnrétti ofar í forgangsröðun hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi, var að lögfesta jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Einhver hafa velt því fyrir sér hvort það sé rétta leiðin og benda á að tölfræðin sýni ekki endilega ótvíræða beina tengingu á milli þess að launamunur kynjanna hafi minnkað og þessarar lagasetningar. Það er þó ótvíræð tenging í mínum huga á milli þess að jafnrétti í víðara samhengi sé komið ofar á listann yfir hluti sem skipta máli í rekstri fyrirtækja. Jafnlaunastaðfesting og jafnlaunavottun hafa hjálpað okkur að sjá hvar tækifæri liggja til að gera betur í okkar rekstri og til að auka jafnrétti. Vinnunni sem þarf að fara í gang þegar við byggjum jafnlaunakerfi fylgir hugarfarsbreytingin sem er að mínu mati, stærsta verðmætið sem fylgir vegferðinni. Vegferðin að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu getur verið flókin. Það getur verið erfitt að byrja. Til þess að öðlast jafnlaunavottun, eða staðfestingu, þarf að skrifa skjöl sem segja hvernig við ætlum að mæta þeim kröfum sem settar eru í jafnlaunastaðlinum og lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. Hugarfarsbreytingin myndast ekki endilega við það eitt að útskýra hvernig við ætlum að mæta kröfum staðalsins eða laganna heldur vinnan sem fer í gang þegar við förum að fylgja kröfunum. Jafnrétti í heiminum er ekki náð þegar jafnrétti er náð á Íslandi. Auðvitað viljum við vera fyrst í mark. Þó við trónum á toppi listans núna, þýðir það ekki að við munum alltaf gera það. Við þurfum að vinna að því að halda því sæti. Það væri ósanngjarn að segja að það að ná jafnrétti sé líkt því að hlaupa maraþon, ég held að það sé miklu líkara því að fara í þríþraut – með löngu sundi, hjólum og hlaupi. Það krefst aga, þrautseigju og vilja. Það hefur mikill tími farið í að skrifa skjöl sem grundvöll að jafnlaunakerfi, tími sem hefði mögulega betur verið varið í að framkvæma það sem þarf til að mæta kröfunum. Hluti af því að auka jafnrétti í heiminum er þessi lagalega krafa að vera með jafnlaunavottun eða -staðfestingu. Því fyrr sem allar rekstrarheildir mæta þeim kröfum, því nær erum við endatakmarkinu. Eitt af grunngildum Origo er að auka og styðja við jafnrétti í heiminum og eitt af tólunum sem við höfum þróað er Justly Pay sem hjálpar fyrirtækjum í jafnlaunavegferðinni. Það er ótrúlega skemmtilegt og gefandi að taka þátt í jafnréttisvegferð á Íslandi með beinum, en mögulega óhefðbundnum hætti. Að fá að vera með í að móta tól sem eykur skilvirkni á sama tíma og það hjálpar okkur öllum að gera betur í jafnréttismálum. Að sjá að það eru um 300 ár í að við náum í land í jafnréttismálum á heimsvísu er auðvelt að missa móðinn. Það var því ótrúlega skemmtilegt að reikna saman að með snjöllu jafnlaunatóli höfum við sparað rekstrarheildum á Íslandi samtals 23 ár af vinnu við að byggja jafnlaunakerfi og þannig tekið beinan þátt í að jafna rétt kynjanna. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna snýr að jafnrétti kynja – þ.e. að jafna tækifæri og réttindi kynja á öllum sviðum samfélagsins. Hluti af því er að jafna kaup og kjör, þannig að fólk í sömu og jafn verðmætum störfum sé að fá greitt með sama hætti. Það þýðir líka að auka fjölbreytileika í ákveðnum tegundum af störfum, þannig að karllæg störf og kvenlæg störf heyri sögunni til. Niðurstöður rannsóknar sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í fyrra segja að ef ekkert sé aðhafst mun það taka okkur 300 ár að ná jafnrétti í heiminum öllum. Það er augljóslega of mikill tími. 300 ár – er langur tími. Hvers vegna ætti það að skipta máli á Íslandi? Því þó við trónum á toppi listans yfir lönd þar sem jafnrétti er mest, verðum við að feta veginn áfram – því við eigum enn langt í land og viljum ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt, líka þegar vel gengur, að halda áfram og gera betur. Það samrýmist hugmyndafræði gæðastjórnunar um að vinna að stöðugum umbótum; að gera betur í dag en í gær. Ein af leiðunum sem íslensk stjórnvöld hafa farið til þess að færa jafnrétti ofar í forgangsröðun hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi, var að lögfesta jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Einhver hafa velt því fyrir sér hvort það sé rétta leiðin og benda á að tölfræðin sýni ekki endilega ótvíræða beina tengingu á milli þess að launamunur kynjanna hafi minnkað og þessarar lagasetningar. Það er þó ótvíræð tenging í mínum huga á milli þess að jafnrétti í víðara samhengi sé komið ofar á listann yfir hluti sem skipta máli í rekstri fyrirtækja. Jafnlaunastaðfesting og jafnlaunavottun hafa hjálpað okkur að sjá hvar tækifæri liggja til að gera betur í okkar rekstri og til að auka jafnrétti. Vinnunni sem þarf að fara í gang þegar við byggjum jafnlaunakerfi fylgir hugarfarsbreytingin sem er að mínu mati, stærsta verðmætið sem fylgir vegferðinni. Vegferðin að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu getur verið flókin. Það getur verið erfitt að byrja. Til þess að öðlast jafnlaunavottun, eða staðfestingu, þarf að skrifa skjöl sem segja hvernig við ætlum að mæta þeim kröfum sem settar eru í jafnlaunastaðlinum og lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. Hugarfarsbreytingin myndast ekki endilega við það eitt að útskýra hvernig við ætlum að mæta kröfum staðalsins eða laganna heldur vinnan sem fer í gang þegar við förum að fylgja kröfunum. Jafnrétti í heiminum er ekki náð þegar jafnrétti er náð á Íslandi. Auðvitað viljum við vera fyrst í mark. Þó við trónum á toppi listans núna, þýðir það ekki að við munum alltaf gera það. Við þurfum að vinna að því að halda því sæti. Það væri ósanngjarn að segja að það að ná jafnrétti sé líkt því að hlaupa maraþon, ég held að það sé miklu líkara því að fara í þríþraut – með löngu sundi, hjólum og hlaupi. Það krefst aga, þrautseigju og vilja. Það hefur mikill tími farið í að skrifa skjöl sem grundvöll að jafnlaunakerfi, tími sem hefði mögulega betur verið varið í að framkvæma það sem þarf til að mæta kröfunum. Hluti af því að auka jafnrétti í heiminum er þessi lagalega krafa að vera með jafnlaunavottun eða -staðfestingu. Því fyrr sem allar rekstrarheildir mæta þeim kröfum, því nær erum við endatakmarkinu. Eitt af grunngildum Origo er að auka og styðja við jafnrétti í heiminum og eitt af tólunum sem við höfum þróað er Justly Pay sem hjálpar fyrirtækjum í jafnlaunavegferðinni. Það er ótrúlega skemmtilegt og gefandi að taka þátt í jafnréttisvegferð á Íslandi með beinum, en mögulega óhefðbundnum hætti. Að fá að vera með í að móta tól sem eykur skilvirkni á sama tíma og það hjálpar okkur öllum að gera betur í jafnréttismálum. Að sjá að það eru um 300 ár í að við náum í land í jafnréttismálum á heimsvísu er auðvelt að missa móðinn. Það var því ótrúlega skemmtilegt að reikna saman að með snjöllu jafnlaunatóli höfum við sparað rekstrarheildum á Íslandi samtals 23 ár af vinnu við að byggja jafnlaunakerfi og þannig tekið beinan þátt í að jafna rétt kynjanna. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun