Forsvarsmenn OpenAI kalla eftir Alþjóðagervigreindarstofnun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. maí 2023 07:12 Margir sjá fyrir sér að ofurgreind gæti tortímt mannkyninu en ógnirnar eru í raun mun fleiri og lúmskari. Stofnendur og stjórnendur OpenAI, sem eru að þróa gervigreindarforritið ChatGPT, kalla eftir því að komið verði á laggirnar stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina til að vernda mannkynið frá því að þróa „ofurgáfaða“ gervigreind sem gæti tortímt mannkyninu. Í ávarpi á vefsíðu fyrirtækisins kalla stofnendurnir Greg Brockman og Ilya Sutskever og framkvæmdastjórinn Sam Altman eftir því að alþjóðasamfélagið hefji vinnu við að rannsaka hvernig draga megi úr „tilvistarlegri áhættu“ gervigreindar með eftirliti, öryggisstöðlum og takmörkunum. Stjórnendur OpenAI segja mögulegt að á næstu tíu árum muni gervigreind taka fram úr sérfræðikunnáttu mannsins á flestum sviðum. Þetta muni hafa kosti og galla í för með sér en ofurgreind muni verða öflugasta tæknin sem maðurinn hefur nokkurn tímann þurft að fást við. Þeir segja gervigreindina munu opna á fordæmalausa hagsæld en tilvistarleg ógn geri það að verkum að grípa þurfi til forvarna. Til skemmri tíma ættu fyrirtæki sem eru leiðandi í þróun gervigreindar að taka sig saman um samfélagslega aðlögun með öryggi að leiðarljósi. Initial ideas for governance of superintelligence, including forming an international oversight organization for future AI systems much more capable than any today: https://t.co/9hJ9n2BZo7— OpenAI (@OpenAI) May 22, 2023 Center for AI Safety (CAIS) hefur tekið saman lista yfir mögulegar sviðsmyndir þar sem gervigreindin hefur fengið að þróast án eftirlits. Sérfræðingar stofnunarinnar sjá meðal annars fyrir sér að mannkynið gæti orðið algjörlega háð vélum og/eða að varanleg stéttskipting gæti orðið milli þess fámenna hóps sem á og stjórnar gervigreindinni og allra annara. Stjórnendur OpenAI segja því mikilvægt að fólk alls staðar í heiminum taki lýðræðislega ákvörðun um takmörk og umfang gervigreindarforrita. Þeir séu hins vegar ekki með svörin við því hvernig eigi að útfæra eftirlitið. Það sé ekki raunhæft að ætla að stöðva þróun gervigreindar, bæði vegna þess hversu jákvæðar breytingar hún muni hafa í för með sér en einnig vegna þess að maðurinn sé nú þegar komin á þá braut að gervigreindin sé það sem koma skal. Umfjöllun Guardian. Gervigreind Tækni Vísindi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Í ávarpi á vefsíðu fyrirtækisins kalla stofnendurnir Greg Brockman og Ilya Sutskever og framkvæmdastjórinn Sam Altman eftir því að alþjóðasamfélagið hefji vinnu við að rannsaka hvernig draga megi úr „tilvistarlegri áhættu“ gervigreindar með eftirliti, öryggisstöðlum og takmörkunum. Stjórnendur OpenAI segja mögulegt að á næstu tíu árum muni gervigreind taka fram úr sérfræðikunnáttu mannsins á flestum sviðum. Þetta muni hafa kosti og galla í för með sér en ofurgreind muni verða öflugasta tæknin sem maðurinn hefur nokkurn tímann þurft að fást við. Þeir segja gervigreindina munu opna á fordæmalausa hagsæld en tilvistarleg ógn geri það að verkum að grípa þurfi til forvarna. Til skemmri tíma ættu fyrirtæki sem eru leiðandi í þróun gervigreindar að taka sig saman um samfélagslega aðlögun með öryggi að leiðarljósi. Initial ideas for governance of superintelligence, including forming an international oversight organization for future AI systems much more capable than any today: https://t.co/9hJ9n2BZo7— OpenAI (@OpenAI) May 22, 2023 Center for AI Safety (CAIS) hefur tekið saman lista yfir mögulegar sviðsmyndir þar sem gervigreindin hefur fengið að þróast án eftirlits. Sérfræðingar stofnunarinnar sjá meðal annars fyrir sér að mannkynið gæti orðið algjörlega háð vélum og/eða að varanleg stéttskipting gæti orðið milli þess fámenna hóps sem á og stjórnar gervigreindinni og allra annara. Stjórnendur OpenAI segja því mikilvægt að fólk alls staðar í heiminum taki lýðræðislega ákvörðun um takmörk og umfang gervigreindarforrita. Þeir séu hins vegar ekki með svörin við því hvernig eigi að útfæra eftirlitið. Það sé ekki raunhæft að ætla að stöðva þróun gervigreindar, bæði vegna þess hversu jákvæðar breytingar hún muni hafa í för með sér en einnig vegna þess að maðurinn sé nú þegar komin á þá braut að gervigreindin sé það sem koma skal. Umfjöllun Guardian.
Gervigreind Tækni Vísindi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira