Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2023 12:57 Jóhanna og barnsfaðir hennar eru í mikilli óvissu vegna verkfallanna. Ekki liggur fyrir hvort þau þurfi að taka sér veikindafrí, taka út sumarfrí eða launalaust leyfi til að vera heima með sonunum. Vísir Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. Verkfallsaðgerðir BSRB í níu sveitarfélögum hófust í morgun. Aðgerðir beinast fyrst og fremst að leik- og grunnskólum en einnig hafa Hafnarstarfsmenn í Ölfusi lagt niður störf. Leikskólastarfsmenn í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Hveragerði, Árborg og Vestmannaeyjum og grunnskólastarfsmenn í Hafnarfirði og Ölfus hafa sömuleiðis lagt niður störf. „Þegar líða tekur á vikuna og næstu vikur ef nást ekki samningar þá munum við missa úr vinnu,“ segir Jóhanna Sigurjónsdóttir. Hefur sérstaklega mikil áhrif á fötluð börn Jóhanna er búsett í Ölfusi og á tvo drengi, einn í leikskóla og annan í grunnskóla. Eldri sonur hennar er fatlaður og þarf því fullan stuðning, sem fæst nú ekki vegna verkfallanna. „Þannig að hann getur ekki sótt þessa slitnu skólastarfsemi sem er í boði fyrir þau börn sem geta sótt skólann,“ segir Jóhanna. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af áhrifum verkfallanna á börn með fötlun, sem Jóhanna tekur undir. „Hann er mikill rútínukall og auðvitað raskar þetta hans rútínu að vera bara að mæta í skólann á sínum dögum og vera heima á móti. Og við foreldrarnir þurfum að vera heima við með hann.“ Þurfa að fara út af leikskólalóðinni til að borða hádegismat Verkföll munu að óbreyttu halda áfram út þessa viku og ná til 10 sveitarfélaga, en alls hafa verkfallsaðgerðir verið samþykktar í 29 sveitarfélögum. Jóhanna og barnsfaðir hennar vinna bæði vaktavinnu og sjá því fram á miklar flækjur í sínum störfum haldi verkföll áfram. „Í minni vinnu erum við mörg sem eigum börn og líka aðrir starfsmenn sem eiga börn með sérþarfir. Þau gátu ekki alveg svarað mér hvernig þetta yrði ef maður þyrfti að vera frá vinnu út af þessu. Hvort maður ætti að nýta veikindadag eða sumarfrí eða hvort maður yrði bara launalaus,“ segir Jóhanna. Samkvæmt skráningu á heimasíðu BSRB eru aðeins verkföll í grunnskólanum í Ölfusi, ekki leikskólanum. Verkföll grunnskólastarfsmannanna hafa hins vegar áhrif á leikskólann, þar sem sama mötuneytið sér um að fæða börnin. „Ég á annan yngri sem er í leikskóla. Þau þurfa að vera búin að borða þegar þau mæta og það fellur niður ávaxtastund þannig að þau fá ekki morgunhressingu. Í hádeginu á að koma og sækja þau hálf tólf og þú þarft að fara með þau út af svæðinu. Það er að segja þú mátt ekki fara út í bíl og gefa barninu að borða heldur þarftu að yfirgefa svæðið. Við vorum svolítið að hlæja að þessu nokkur af því maður fer bara yfir á næsta bílaplan, gefur að borða og kemur aftur,“ segir Jóhanna. Fundað hjá ríkissáttasemjara í dag Fundir hjá ríkissáttasemjara hafa hingað til ekki skilað neinum árangri og hafa samninganefndir ekki fundað hjá honum síðan 12. maí. Samtal er þó í gangi milli samningsaðila og munu þeir funda hjá ríkissáttasemjara síðdegis í dag. „Maður vonar bara að það verði samið við þetta blessaða fólk. Strákurinn minn getur ekki sótt skólann nema með fullan stuðning. Þannig að ég hvet til að semja við þau sem fyrst af því þetta hefur svo keðjuverkandi áhrif á svo margar fjölskyldur,“ segir Jóhanna. Kjaraviðræður 2022-23 Ölfus Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. 15. maí 2023 19:15 Vill sjá undanþágur vegna barna í viðkvæmri stöðu Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. 15. maí 2023 12:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Verkfallsaðgerðir BSRB í níu sveitarfélögum hófust í morgun. Aðgerðir beinast fyrst og fremst að leik- og grunnskólum en einnig hafa Hafnarstarfsmenn í Ölfusi lagt niður störf. Leikskólastarfsmenn í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Hveragerði, Árborg og Vestmannaeyjum og grunnskólastarfsmenn í Hafnarfirði og Ölfus hafa sömuleiðis lagt niður störf. „Þegar líða tekur á vikuna og næstu vikur ef nást ekki samningar þá munum við missa úr vinnu,“ segir Jóhanna Sigurjónsdóttir. Hefur sérstaklega mikil áhrif á fötluð börn Jóhanna er búsett í Ölfusi og á tvo drengi, einn í leikskóla og annan í grunnskóla. Eldri sonur hennar er fatlaður og þarf því fullan stuðning, sem fæst nú ekki vegna verkfallanna. „Þannig að hann getur ekki sótt þessa slitnu skólastarfsemi sem er í boði fyrir þau börn sem geta sótt skólann,“ segir Jóhanna. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af áhrifum verkfallanna á börn með fötlun, sem Jóhanna tekur undir. „Hann er mikill rútínukall og auðvitað raskar þetta hans rútínu að vera bara að mæta í skólann á sínum dögum og vera heima á móti. Og við foreldrarnir þurfum að vera heima við með hann.“ Þurfa að fara út af leikskólalóðinni til að borða hádegismat Verkföll munu að óbreyttu halda áfram út þessa viku og ná til 10 sveitarfélaga, en alls hafa verkfallsaðgerðir verið samþykktar í 29 sveitarfélögum. Jóhanna og barnsfaðir hennar vinna bæði vaktavinnu og sjá því fram á miklar flækjur í sínum störfum haldi verkföll áfram. „Í minni vinnu erum við mörg sem eigum börn og líka aðrir starfsmenn sem eiga börn með sérþarfir. Þau gátu ekki alveg svarað mér hvernig þetta yrði ef maður þyrfti að vera frá vinnu út af þessu. Hvort maður ætti að nýta veikindadag eða sumarfrí eða hvort maður yrði bara launalaus,“ segir Jóhanna. Samkvæmt skráningu á heimasíðu BSRB eru aðeins verkföll í grunnskólanum í Ölfusi, ekki leikskólanum. Verkföll grunnskólastarfsmannanna hafa hins vegar áhrif á leikskólann, þar sem sama mötuneytið sér um að fæða börnin. „Ég á annan yngri sem er í leikskóla. Þau þurfa að vera búin að borða þegar þau mæta og það fellur niður ávaxtastund þannig að þau fá ekki morgunhressingu. Í hádeginu á að koma og sækja þau hálf tólf og þú þarft að fara með þau út af svæðinu. Það er að segja þú mátt ekki fara út í bíl og gefa barninu að borða heldur þarftu að yfirgefa svæðið. Við vorum svolítið að hlæja að þessu nokkur af því maður fer bara yfir á næsta bílaplan, gefur að borða og kemur aftur,“ segir Jóhanna. Fundað hjá ríkissáttasemjara í dag Fundir hjá ríkissáttasemjara hafa hingað til ekki skilað neinum árangri og hafa samninganefndir ekki fundað hjá honum síðan 12. maí. Samtal er þó í gangi milli samningsaðila og munu þeir funda hjá ríkissáttasemjara síðdegis í dag. „Maður vonar bara að það verði samið við þetta blessaða fólk. Strákurinn minn getur ekki sótt skólann nema með fullan stuðning. Þannig að ég hvet til að semja við þau sem fyrst af því þetta hefur svo keðjuverkandi áhrif á svo margar fjölskyldur,“ segir Jóhanna.
Kjaraviðræður 2022-23 Ölfus Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. 15. maí 2023 19:15 Vill sjá undanþágur vegna barna í viðkvæmri stöðu Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. 15. maí 2023 12:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52
Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. 15. maí 2023 19:15
Vill sjá undanþágur vegna barna í viðkvæmri stöðu Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. 15. maí 2023 12:00