Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2023 12:57 Jóhanna og barnsfaðir hennar eru í mikilli óvissu vegna verkfallanna. Ekki liggur fyrir hvort þau þurfi að taka sér veikindafrí, taka út sumarfrí eða launalaust leyfi til að vera heima með sonunum. Vísir Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. Verkfallsaðgerðir BSRB í níu sveitarfélögum hófust í morgun. Aðgerðir beinast fyrst og fremst að leik- og grunnskólum en einnig hafa Hafnarstarfsmenn í Ölfusi lagt niður störf. Leikskólastarfsmenn í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Hveragerði, Árborg og Vestmannaeyjum og grunnskólastarfsmenn í Hafnarfirði og Ölfus hafa sömuleiðis lagt niður störf. „Þegar líða tekur á vikuna og næstu vikur ef nást ekki samningar þá munum við missa úr vinnu,“ segir Jóhanna Sigurjónsdóttir. Hefur sérstaklega mikil áhrif á fötluð börn Jóhanna er búsett í Ölfusi og á tvo drengi, einn í leikskóla og annan í grunnskóla. Eldri sonur hennar er fatlaður og þarf því fullan stuðning, sem fæst nú ekki vegna verkfallanna. „Þannig að hann getur ekki sótt þessa slitnu skólastarfsemi sem er í boði fyrir þau börn sem geta sótt skólann,“ segir Jóhanna. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af áhrifum verkfallanna á börn með fötlun, sem Jóhanna tekur undir. „Hann er mikill rútínukall og auðvitað raskar þetta hans rútínu að vera bara að mæta í skólann á sínum dögum og vera heima á móti. Og við foreldrarnir þurfum að vera heima við með hann.“ Þurfa að fara út af leikskólalóðinni til að borða hádegismat Verkföll munu að óbreyttu halda áfram út þessa viku og ná til 10 sveitarfélaga, en alls hafa verkfallsaðgerðir verið samþykktar í 29 sveitarfélögum. Jóhanna og barnsfaðir hennar vinna bæði vaktavinnu og sjá því fram á miklar flækjur í sínum störfum haldi verkföll áfram. „Í minni vinnu erum við mörg sem eigum börn og líka aðrir starfsmenn sem eiga börn með sérþarfir. Þau gátu ekki alveg svarað mér hvernig þetta yrði ef maður þyrfti að vera frá vinnu út af þessu. Hvort maður ætti að nýta veikindadag eða sumarfrí eða hvort maður yrði bara launalaus,“ segir Jóhanna. Samkvæmt skráningu á heimasíðu BSRB eru aðeins verkföll í grunnskólanum í Ölfusi, ekki leikskólanum. Verkföll grunnskólastarfsmannanna hafa hins vegar áhrif á leikskólann, þar sem sama mötuneytið sér um að fæða börnin. „Ég á annan yngri sem er í leikskóla. Þau þurfa að vera búin að borða þegar þau mæta og það fellur niður ávaxtastund þannig að þau fá ekki morgunhressingu. Í hádeginu á að koma og sækja þau hálf tólf og þú þarft að fara með þau út af svæðinu. Það er að segja þú mátt ekki fara út í bíl og gefa barninu að borða heldur þarftu að yfirgefa svæðið. Við vorum svolítið að hlæja að þessu nokkur af því maður fer bara yfir á næsta bílaplan, gefur að borða og kemur aftur,“ segir Jóhanna. Fundað hjá ríkissáttasemjara í dag Fundir hjá ríkissáttasemjara hafa hingað til ekki skilað neinum árangri og hafa samninganefndir ekki fundað hjá honum síðan 12. maí. Samtal er þó í gangi milli samningsaðila og munu þeir funda hjá ríkissáttasemjara síðdegis í dag. „Maður vonar bara að það verði samið við þetta blessaða fólk. Strákurinn minn getur ekki sótt skólann nema með fullan stuðning. Þannig að ég hvet til að semja við þau sem fyrst af því þetta hefur svo keðjuverkandi áhrif á svo margar fjölskyldur,“ segir Jóhanna. Kjaraviðræður 2022-23 Ölfus Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. 15. maí 2023 19:15 Vill sjá undanþágur vegna barna í viðkvæmri stöðu Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. 15. maí 2023 12:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Verkfallsaðgerðir BSRB í níu sveitarfélögum hófust í morgun. Aðgerðir beinast fyrst og fremst að leik- og grunnskólum en einnig hafa Hafnarstarfsmenn í Ölfusi lagt niður störf. Leikskólastarfsmenn í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Hveragerði, Árborg og Vestmannaeyjum og grunnskólastarfsmenn í Hafnarfirði og Ölfus hafa sömuleiðis lagt niður störf. „Þegar líða tekur á vikuna og næstu vikur ef nást ekki samningar þá munum við missa úr vinnu,“ segir Jóhanna Sigurjónsdóttir. Hefur sérstaklega mikil áhrif á fötluð börn Jóhanna er búsett í Ölfusi og á tvo drengi, einn í leikskóla og annan í grunnskóla. Eldri sonur hennar er fatlaður og þarf því fullan stuðning, sem fæst nú ekki vegna verkfallanna. „Þannig að hann getur ekki sótt þessa slitnu skólastarfsemi sem er í boði fyrir þau börn sem geta sótt skólann,“ segir Jóhanna. Margir hafa lýst yfir áhyggjum af áhrifum verkfallanna á börn með fötlun, sem Jóhanna tekur undir. „Hann er mikill rútínukall og auðvitað raskar þetta hans rútínu að vera bara að mæta í skólann á sínum dögum og vera heima á móti. Og við foreldrarnir þurfum að vera heima við með hann.“ Þurfa að fara út af leikskólalóðinni til að borða hádegismat Verkföll munu að óbreyttu halda áfram út þessa viku og ná til 10 sveitarfélaga, en alls hafa verkfallsaðgerðir verið samþykktar í 29 sveitarfélögum. Jóhanna og barnsfaðir hennar vinna bæði vaktavinnu og sjá því fram á miklar flækjur í sínum störfum haldi verkföll áfram. „Í minni vinnu erum við mörg sem eigum börn og líka aðrir starfsmenn sem eiga börn með sérþarfir. Þau gátu ekki alveg svarað mér hvernig þetta yrði ef maður þyrfti að vera frá vinnu út af þessu. Hvort maður ætti að nýta veikindadag eða sumarfrí eða hvort maður yrði bara launalaus,“ segir Jóhanna. Samkvæmt skráningu á heimasíðu BSRB eru aðeins verkföll í grunnskólanum í Ölfusi, ekki leikskólanum. Verkföll grunnskólastarfsmannanna hafa hins vegar áhrif á leikskólann, þar sem sama mötuneytið sér um að fæða börnin. „Ég á annan yngri sem er í leikskóla. Þau þurfa að vera búin að borða þegar þau mæta og það fellur niður ávaxtastund þannig að þau fá ekki morgunhressingu. Í hádeginu á að koma og sækja þau hálf tólf og þú þarft að fara með þau út af svæðinu. Það er að segja þú mátt ekki fara út í bíl og gefa barninu að borða heldur þarftu að yfirgefa svæðið. Við vorum svolítið að hlæja að þessu nokkur af því maður fer bara yfir á næsta bílaplan, gefur að borða og kemur aftur,“ segir Jóhanna. Fundað hjá ríkissáttasemjara í dag Fundir hjá ríkissáttasemjara hafa hingað til ekki skilað neinum árangri og hafa samninganefndir ekki fundað hjá honum síðan 12. maí. Samtal er þó í gangi milli samningsaðila og munu þeir funda hjá ríkissáttasemjara síðdegis í dag. „Maður vonar bara að það verði samið við þetta blessaða fólk. Strákurinn minn getur ekki sótt skólann nema með fullan stuðning. Þannig að ég hvet til að semja við þau sem fyrst af því þetta hefur svo keðjuverkandi áhrif á svo margar fjölskyldur,“ segir Jóhanna.
Kjaraviðræður 2022-23 Ölfus Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. 15. maí 2023 19:15 Vill sjá undanþágur vegna barna í viðkvæmri stöðu Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. 15. maí 2023 12:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52
Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. 15. maí 2023 19:15
Vill sjá undanþágur vegna barna í viðkvæmri stöðu Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. 15. maí 2023 12:00