Selenskí kominn til Japans Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2023 10:29 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, í Hírósjíma í morgun. AP/Stefan Rousseau Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Hann hefur hitt nokkra þjóðarleiðtoga á hliðarlínum fundarins en mun taka þátt í umræðum á morgun. Forsetinn lenti óvænt í Sádi-Arabíu í gær þar sem hann fundaði með leiðtogum Arababandalagsins. Selenskí hefur verið á farandfæti að undanförnu en Úkraínumönnum er mikilvægt að tryggja sér alla þá aðstoð sem þeir geta, hvort sem þar er um að ræða pólitíska aðstoð, hernaðaraðstoð eða fjárhagsaðstoð. Úkraínumenn eru taldir undirbúa umgangsmikla gagnsókn gegn Rússum á næstunni en þeir hafa verið að þjálfa nokkurn fjölda nýrra hermanna sem búnir eru vestrænum vopnum og bryn- og skriðdrekum. Selenskí mætti til Japans degi eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu að þau styddu þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 herþotur. Þá hafa Bandaríkjamenn sagt að þeir séu ekki mótfallnir því að aðrir eigendur F-16 sendi þotur til Úkraínu en Úkraínumenn hafa lengi beðið um þær til að leysa gamlar herþotur þeirra frá tímum Sovétríkjanna af hólmi. Japan. G7. Important meetings with partners and friends of Ukraine. Security and enhanced cooperation for our victory. Peace will become closer today.— (@ZelenskyyUa) May 20, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni úr Evrópusambandinu um að Selenskí muni taka þátt í tveimur viðræðum á morgun. Sú fyrri verður með leiðtogum G-7 ríkjanna og mun snúast um innrás Rússa í Úkraínu. Fleiri leiðtogum hefur verið boðið að taka þátt í síðari umræðunni þar sem rætt verður um frið og stöðugleika. Selenskí hefur í morgun rætt við nokkra þjóðarleiðtoga eins og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann mun einnig ræða við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á fundinum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Japan Tengdar fréttir Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16 Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Sjá meira
Hann hefur hitt nokkra þjóðarleiðtoga á hliðarlínum fundarins en mun taka þátt í umræðum á morgun. Forsetinn lenti óvænt í Sádi-Arabíu í gær þar sem hann fundaði með leiðtogum Arababandalagsins. Selenskí hefur verið á farandfæti að undanförnu en Úkraínumönnum er mikilvægt að tryggja sér alla þá aðstoð sem þeir geta, hvort sem þar er um að ræða pólitíska aðstoð, hernaðaraðstoð eða fjárhagsaðstoð. Úkraínumenn eru taldir undirbúa umgangsmikla gagnsókn gegn Rússum á næstunni en þeir hafa verið að þjálfa nokkurn fjölda nýrra hermanna sem búnir eru vestrænum vopnum og bryn- og skriðdrekum. Selenskí mætti til Japans degi eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu að þau styddu þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 herþotur. Þá hafa Bandaríkjamenn sagt að þeir séu ekki mótfallnir því að aðrir eigendur F-16 sendi þotur til Úkraínu en Úkraínumenn hafa lengi beðið um þær til að leysa gamlar herþotur þeirra frá tímum Sovétríkjanna af hólmi. Japan. G7. Important meetings with partners and friends of Ukraine. Security and enhanced cooperation for our victory. Peace will become closer today.— (@ZelenskyyUa) May 20, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni úr Evrópusambandinu um að Selenskí muni taka þátt í tveimur viðræðum á morgun. Sú fyrri verður með leiðtogum G-7 ríkjanna og mun snúast um innrás Rússa í Úkraínu. Fleiri leiðtogum hefur verið boðið að taka þátt í síðari umræðunni þar sem rætt verður um frið og stöðugleika. Selenskí hefur í morgun rætt við nokkra þjóðarleiðtoga eins og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann mun einnig ræða við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á fundinum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Japan Tengdar fréttir Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16 Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Sjá meira
Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00
Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46
Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16
Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48