Selenskí kominn til Japans Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2023 10:29 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, í Hírósjíma í morgun. AP/Stefan Rousseau Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Hann hefur hitt nokkra þjóðarleiðtoga á hliðarlínum fundarins en mun taka þátt í umræðum á morgun. Forsetinn lenti óvænt í Sádi-Arabíu í gær þar sem hann fundaði með leiðtogum Arababandalagsins. Selenskí hefur verið á farandfæti að undanförnu en Úkraínumönnum er mikilvægt að tryggja sér alla þá aðstoð sem þeir geta, hvort sem þar er um að ræða pólitíska aðstoð, hernaðaraðstoð eða fjárhagsaðstoð. Úkraínumenn eru taldir undirbúa umgangsmikla gagnsókn gegn Rússum á næstunni en þeir hafa verið að þjálfa nokkurn fjölda nýrra hermanna sem búnir eru vestrænum vopnum og bryn- og skriðdrekum. Selenskí mætti til Japans degi eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu að þau styddu þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 herþotur. Þá hafa Bandaríkjamenn sagt að þeir séu ekki mótfallnir því að aðrir eigendur F-16 sendi þotur til Úkraínu en Úkraínumenn hafa lengi beðið um þær til að leysa gamlar herþotur þeirra frá tímum Sovétríkjanna af hólmi. Japan. G7. Important meetings with partners and friends of Ukraine. Security and enhanced cooperation for our victory. Peace will become closer today.— (@ZelenskyyUa) May 20, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni úr Evrópusambandinu um að Selenskí muni taka þátt í tveimur viðræðum á morgun. Sú fyrri verður með leiðtogum G-7 ríkjanna og mun snúast um innrás Rússa í Úkraínu. Fleiri leiðtogum hefur verið boðið að taka þátt í síðari umræðunni þar sem rætt verður um frið og stöðugleika. Selenskí hefur í morgun rætt við nokkra þjóðarleiðtoga eins og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann mun einnig ræða við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á fundinum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Japan Tengdar fréttir Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16 Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Hann hefur hitt nokkra þjóðarleiðtoga á hliðarlínum fundarins en mun taka þátt í umræðum á morgun. Forsetinn lenti óvænt í Sádi-Arabíu í gær þar sem hann fundaði með leiðtogum Arababandalagsins. Selenskí hefur verið á farandfæti að undanförnu en Úkraínumönnum er mikilvægt að tryggja sér alla þá aðstoð sem þeir geta, hvort sem þar er um að ræða pólitíska aðstoð, hernaðaraðstoð eða fjárhagsaðstoð. Úkraínumenn eru taldir undirbúa umgangsmikla gagnsókn gegn Rússum á næstunni en þeir hafa verið að þjálfa nokkurn fjölda nýrra hermanna sem búnir eru vestrænum vopnum og bryn- og skriðdrekum. Selenskí mætti til Japans degi eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu að þau styddu þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 herþotur. Þá hafa Bandaríkjamenn sagt að þeir séu ekki mótfallnir því að aðrir eigendur F-16 sendi þotur til Úkraínu en Úkraínumenn hafa lengi beðið um þær til að leysa gamlar herþotur þeirra frá tímum Sovétríkjanna af hólmi. Japan. G7. Important meetings with partners and friends of Ukraine. Security and enhanced cooperation for our victory. Peace will become closer today.— (@ZelenskyyUa) May 20, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni úr Evrópusambandinu um að Selenskí muni taka þátt í tveimur viðræðum á morgun. Sú fyrri verður með leiðtogum G-7 ríkjanna og mun snúast um innrás Rússa í Úkraínu. Fleiri leiðtogum hefur verið boðið að taka þátt í síðari umræðunni þar sem rætt verður um frið og stöðugleika. Selenskí hefur í morgun rætt við nokkra þjóðarleiðtoga eins og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann mun einnig ræða við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á fundinum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Japan Tengdar fréttir Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16 Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00
Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46
Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16
Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48