Við undirbúum starfslokin allt of seint Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. maí 2023 08:01 Það er voða mikið látið með frasann „þetta reddast“. Hann er vissulega efni í létt samtöl við erlenda gesti og viðhorfið sem hann endurspeglar hefur átt þátt í að byggja upp það skemmtilega samfélag sem við búum í. Stundum þurfum við þó að minna okkur á að það er ef til vill ekki víst að þetta muni reddast án þess að gripið sé inn í. Það er vissara að setja upp reykskynjara. Við pössum upp á að börnin okkar læri heima svo þau standist prófin í vor og afkoma okkar á efri árum er sömuleiðis allt of mikilvæg til að afhenda hana í blindni óljósri framtíð og torskildum kerfum. Gefðu þig á tal við næsta lífeyrisþega og spurðu hvort lífeyrismálin hafi reddast. Ég leyfi mér að efast um að svarað verði með innblásinni lofræðu um rausnarlegar greiðslur almannatrygginga og valkvíða vegna alls þess sem gera má við himinháar lífeyrisgreiðslurnar. Valkostunum fjölgar Vissulega vex lífeyriskerfið hratt og kaupmáttur greiðslna til lífeyrisþega eykst með hverjum árgangi sem kemst á aldur. Þótt betur megi því treysta á kerfin en áður er óvissan um afkomu hvers og eins okkar óneitanlega mikil og hún er ekki bara bundin þróun efnahagsmála og ávöxtunar sjóðanna heldur ákvörðunum okkar sjálfra. Íslenska lífeyriskerfið, með sínum kostum og göllum, hefur að undanförnu þróast í átt að meiri fjölbreytileika og fleiri valmöguleikum hvað úttektir og greiðslur varðar. Þetta eru góðar fréttir, enda gefst okkur með þessu kostur á að klæðskerasníða starfslokin og lífeyristökuna eins og okkur hentar. Áberandi er þó sá ókostur að allar þessar breytingar og allir þessir valkostir flækja flókið kerfi enn frekar og það er varla fyrir aðra en sérstakt áhugafólk um lífeyrismál að ryðjast í gegnum frumskóginn og ná almennilegri yfirsýn yfir það sem þó skiptir okkur öll svo miklu máli. Það segir sig sjálft að hversu mikill sem sveigjanleikinn er og hversu jákvæðar sem allar þessar breytingar eru getur fólk ekki nýtt sér þær ef það þekkir þær ekki. Óvissan er mikil Skáldið Magnús Sigurðsson gerir fræg orð Donald Rumsfeld, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að umfjöllunarefni sínu í bókinni Húslestri. Í þýðingu Magnúsar komst Rumsfeld svo að orði: „Einsog við vitum er sumt sem við vitum að við vitum; til er vissa um vissa vissu. Við vitum líka að það er sumt sem við vitum ekki; til er vissa um vissa óvissu. En svo vitum við líka að það er sumt sem við vitum ekki að við vitum ekki – til er vissa um vissa óvissa óvissu.“ Er þetta ekki svolítið eins og lífeyrismálin? Sumt vitum við, annað vitum við kannski að við vitum ekki en vegna þess hvernig kerfin eru byggð upp er svo margt sem við vitum ekki að við vitum ekki, en er þó mikilvægt að vita. Þetta er bara of flókið. Hvað er til bragðs að taka? Hvort sem við setjumst yfir lífeyrismálin sjálf eða með ráðgjafa er mikilvægt að geyma það ekki. Íslenska lífeyriskerfið er þannig uppbyggt að mögulega má bæta stöðuna, jafnvel umtalsvert, ef við ákveðum að láta þetta ekki reddast heldur grípum inn í snemma. Með góðum fyrirvara má því hefja undirbúning betri og hentugri starfsloka en ella. Krónunum getur mögulega fjölgað en þær geta sömuleiðis nýst okkur betur. Þegar ekkert liggur á og við gefum okkur tíma í að skoða lífeyrismálin aukast líkurnar á því að við getum sótt okkur svör við nauðsynlegum spurningum og auk þess vakni nýjar mikilvægar spurningar. Loks minnkar hnúturinn í maganum þegar líður að starfslokum og það er heldur betur dýrmætt. Því miður er þetta ekki nógu algengt. Auðvitað ættum við öll að byrja að huga að lífeyrismálunum löngu áður en á hólminn er komið en lífeyrismál eru ekki mjög skemmtileg og það getur verið óþægilegt að byrja að kynna sér þau. Tímakaupið er þó gott og eins og varðandi svo margt annað heilsueflandi borgar sig bara að bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Höfundur er fjármálaráðgjafi og veitir meðal annars ráðgjöf um lífeyrismál bjornberg.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er voða mikið látið með frasann „þetta reddast“. Hann er vissulega efni í létt samtöl við erlenda gesti og viðhorfið sem hann endurspeglar hefur átt þátt í að byggja upp það skemmtilega samfélag sem við búum í. Stundum þurfum við þó að minna okkur á að það er ef til vill ekki víst að þetta muni reddast án þess að gripið sé inn í. Það er vissara að setja upp reykskynjara. Við pössum upp á að börnin okkar læri heima svo þau standist prófin í vor og afkoma okkar á efri árum er sömuleiðis allt of mikilvæg til að afhenda hana í blindni óljósri framtíð og torskildum kerfum. Gefðu þig á tal við næsta lífeyrisþega og spurðu hvort lífeyrismálin hafi reddast. Ég leyfi mér að efast um að svarað verði með innblásinni lofræðu um rausnarlegar greiðslur almannatrygginga og valkvíða vegna alls þess sem gera má við himinháar lífeyrisgreiðslurnar. Valkostunum fjölgar Vissulega vex lífeyriskerfið hratt og kaupmáttur greiðslna til lífeyrisþega eykst með hverjum árgangi sem kemst á aldur. Þótt betur megi því treysta á kerfin en áður er óvissan um afkomu hvers og eins okkar óneitanlega mikil og hún er ekki bara bundin þróun efnahagsmála og ávöxtunar sjóðanna heldur ákvörðunum okkar sjálfra. Íslenska lífeyriskerfið, með sínum kostum og göllum, hefur að undanförnu þróast í átt að meiri fjölbreytileika og fleiri valmöguleikum hvað úttektir og greiðslur varðar. Þetta eru góðar fréttir, enda gefst okkur með þessu kostur á að klæðskerasníða starfslokin og lífeyristökuna eins og okkur hentar. Áberandi er þó sá ókostur að allar þessar breytingar og allir þessir valkostir flækja flókið kerfi enn frekar og það er varla fyrir aðra en sérstakt áhugafólk um lífeyrismál að ryðjast í gegnum frumskóginn og ná almennilegri yfirsýn yfir það sem þó skiptir okkur öll svo miklu máli. Það segir sig sjálft að hversu mikill sem sveigjanleikinn er og hversu jákvæðar sem allar þessar breytingar eru getur fólk ekki nýtt sér þær ef það þekkir þær ekki. Óvissan er mikil Skáldið Magnús Sigurðsson gerir fræg orð Donald Rumsfeld, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að umfjöllunarefni sínu í bókinni Húslestri. Í þýðingu Magnúsar komst Rumsfeld svo að orði: „Einsog við vitum er sumt sem við vitum að við vitum; til er vissa um vissa vissu. Við vitum líka að það er sumt sem við vitum ekki; til er vissa um vissa óvissu. En svo vitum við líka að það er sumt sem við vitum ekki að við vitum ekki – til er vissa um vissa óvissa óvissu.“ Er þetta ekki svolítið eins og lífeyrismálin? Sumt vitum við, annað vitum við kannski að við vitum ekki en vegna þess hvernig kerfin eru byggð upp er svo margt sem við vitum ekki að við vitum ekki, en er þó mikilvægt að vita. Þetta er bara of flókið. Hvað er til bragðs að taka? Hvort sem við setjumst yfir lífeyrismálin sjálf eða með ráðgjafa er mikilvægt að geyma það ekki. Íslenska lífeyriskerfið er þannig uppbyggt að mögulega má bæta stöðuna, jafnvel umtalsvert, ef við ákveðum að láta þetta ekki reddast heldur grípum inn í snemma. Með góðum fyrirvara má því hefja undirbúning betri og hentugri starfsloka en ella. Krónunum getur mögulega fjölgað en þær geta sömuleiðis nýst okkur betur. Þegar ekkert liggur á og við gefum okkur tíma í að skoða lífeyrismálin aukast líkurnar á því að við getum sótt okkur svör við nauðsynlegum spurningum og auk þess vakni nýjar mikilvægar spurningar. Loks minnkar hnúturinn í maganum þegar líður að starfslokum og það er heldur betur dýrmætt. Því miður er þetta ekki nógu algengt. Auðvitað ættum við öll að byrja að huga að lífeyrismálunum löngu áður en á hólminn er komið en lífeyrismál eru ekki mjög skemmtileg og það getur verið óþægilegt að byrja að kynna sér þau. Tímakaupið er þó gott og eins og varðandi svo margt annað heilsueflandi borgar sig bara að bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Höfundur er fjármálaráðgjafi og veitir meðal annars ráðgjöf um lífeyrismál bjornberg.is
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun