Minnast ekki á lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 20:30 Með svonefndri Schuman-yfirlýsingu fyrir 73 árum var grunnurinn lagður að því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið. Í yfirlýsingunni, sem kennd er við þáverandi utanríkisráðherra Frakklands Robert Schuman, kom meðal annars fram að fyrsta skrefið í þeim efnum væri stofnun kola- og stálbandalags, fyrsta forvera sambandsins. Lokamarkmiðið væri hins vegar að til yrði evrópskt sambandsríki. Forystumenn hérlendra Evrópusambandssinna minnast gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar 9. maí ár hvert, daginn sem hún var flutt af Schuman í franska utanríkisráðuneytinu árið 1950. Árið í ár var engin undantekning. Hins vegar hefur þess ljóslega verið gætt í gegnum tíðina að minnast ekki orði á þá hluta yfirlýsingarinnar þar sem fjallað er um lokamarkmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins. Markmiðið frá upphafi Bandaríki Evrópu Fram kemur þannig til að mynda í Schuman-yfirlýsingunni að með kola- og stálbandalagi yrði lagður grunnur að efnahagsþróun sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki (e. the federation of Europe) en Schuman hefur ásamt franska diplómatanum Jean Monnet verið fremstur í flokki þeirra sem gjarnan hafa verið nefndir feður Evrópusambandsins. Ekki sízt af Evrópusambandssinnum. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um sambandsríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann til að mynda á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Committee for the United States of Europe) sem í áttu sæti fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum og áratugum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki. Til dæmis hafa allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi verið yfirlýstir stuðningsmenn þess. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Markmiðið um evrópskt sambandsríki rataði nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem tók við völdum í desember 2021 og systurflokkar Samfylkingarinnar og Viðreisnar eiga aðild að. Þar segir að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði að sambandsríki (þ. föderalen europäischen Bundesstaat). Lykilatriðið þar er vitanlega orðið „áfram“ enda verið unnið markvisst að því til þessa. Versnandi staða fámennari ríkja ESB Meðal þess sem einkennt hefur Evrópusambandið í vaxandi mæli á undanförnum árum, og á allajafna við um sambandsríki en ekki alþjóðastofnanir, er áherzla á það að möguleikar ríkja á því að hafa áhrif á ákvarðanir fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru í stað þess að setið sé við sama borð óháð íbúafjölda. Þar standa fámennari ríkin vitanlega verst að vígi en þau fjölmennustu að sama skapi sterkast. Hvert markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandinu hefur verið frá upphafi, hvernig sambandið hefur þróast í gegnum tíðina og hvert það stefnir er eðli málsins samkvæmt algert grundvallaratriði þegar rætt er um það hvort rétt væri fyrir Ísland að ganga í raðir þess eða ekki. Ekki sízt þar sem ljóst er að ekki yrði beinlínis hlaupið þaðan út aftur þegar einu sinni væri komið þar inn líkt og reynsla Breta sýnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Með svonefndri Schuman-yfirlýsingu fyrir 73 árum var grunnurinn lagður að því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið. Í yfirlýsingunni, sem kennd er við þáverandi utanríkisráðherra Frakklands Robert Schuman, kom meðal annars fram að fyrsta skrefið í þeim efnum væri stofnun kola- og stálbandalags, fyrsta forvera sambandsins. Lokamarkmiðið væri hins vegar að til yrði evrópskt sambandsríki. Forystumenn hérlendra Evrópusambandssinna minnast gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar 9. maí ár hvert, daginn sem hún var flutt af Schuman í franska utanríkisráðuneytinu árið 1950. Árið í ár var engin undantekning. Hins vegar hefur þess ljóslega verið gætt í gegnum tíðina að minnast ekki orði á þá hluta yfirlýsingarinnar þar sem fjallað er um lokamarkmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins. Markmiðið frá upphafi Bandaríki Evrópu Fram kemur þannig til að mynda í Schuman-yfirlýsingunni að með kola- og stálbandalagi yrði lagður grunnur að efnahagsþróun sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki (e. the federation of Europe) en Schuman hefur ásamt franska diplómatanum Jean Monnet verið fremstur í flokki þeirra sem gjarnan hafa verið nefndir feður Evrópusambandsins. Ekki sízt af Evrópusambandssinnum. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um sambandsríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann til að mynda á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Committee for the United States of Europe) sem í áttu sæti fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum og áratugum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki. Til dæmis hafa allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi verið yfirlýstir stuðningsmenn þess. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Markmiðið um evrópskt sambandsríki rataði nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem tók við völdum í desember 2021 og systurflokkar Samfylkingarinnar og Viðreisnar eiga aðild að. Þar segir að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði að sambandsríki (þ. föderalen europäischen Bundesstaat). Lykilatriðið þar er vitanlega orðið „áfram“ enda verið unnið markvisst að því til þessa. Versnandi staða fámennari ríkja ESB Meðal þess sem einkennt hefur Evrópusambandið í vaxandi mæli á undanförnum árum, og á allajafna við um sambandsríki en ekki alþjóðastofnanir, er áherzla á það að möguleikar ríkja á því að hafa áhrif á ákvarðanir fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru í stað þess að setið sé við sama borð óháð íbúafjölda. Þar standa fámennari ríkin vitanlega verst að vígi en þau fjölmennustu að sama skapi sterkast. Hvert markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandinu hefur verið frá upphafi, hvernig sambandið hefur þróast í gegnum tíðina og hvert það stefnir er eðli málsins samkvæmt algert grundvallaratriði þegar rætt er um það hvort rétt væri fyrir Ísland að ganga í raðir þess eða ekki. Ekki sízt þar sem ljóst er að ekki yrði beinlínis hlaupið þaðan út aftur þegar einu sinni væri komið þar inn líkt og reynsla Breta sýnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun