Minnast ekki á lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 20:30 Með svonefndri Schuman-yfirlýsingu fyrir 73 árum var grunnurinn lagður að því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið. Í yfirlýsingunni, sem kennd er við þáverandi utanríkisráðherra Frakklands Robert Schuman, kom meðal annars fram að fyrsta skrefið í þeim efnum væri stofnun kola- og stálbandalags, fyrsta forvera sambandsins. Lokamarkmiðið væri hins vegar að til yrði evrópskt sambandsríki. Forystumenn hérlendra Evrópusambandssinna minnast gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar 9. maí ár hvert, daginn sem hún var flutt af Schuman í franska utanríkisráðuneytinu árið 1950. Árið í ár var engin undantekning. Hins vegar hefur þess ljóslega verið gætt í gegnum tíðina að minnast ekki orði á þá hluta yfirlýsingarinnar þar sem fjallað er um lokamarkmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins. Markmiðið frá upphafi Bandaríki Evrópu Fram kemur þannig til að mynda í Schuman-yfirlýsingunni að með kola- og stálbandalagi yrði lagður grunnur að efnahagsþróun sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki (e. the federation of Europe) en Schuman hefur ásamt franska diplómatanum Jean Monnet verið fremstur í flokki þeirra sem gjarnan hafa verið nefndir feður Evrópusambandsins. Ekki sízt af Evrópusambandssinnum. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um sambandsríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann til að mynda á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Committee for the United States of Europe) sem í áttu sæti fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum og áratugum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki. Til dæmis hafa allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi verið yfirlýstir stuðningsmenn þess. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Markmiðið um evrópskt sambandsríki rataði nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem tók við völdum í desember 2021 og systurflokkar Samfylkingarinnar og Viðreisnar eiga aðild að. Þar segir að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði að sambandsríki (þ. föderalen europäischen Bundesstaat). Lykilatriðið þar er vitanlega orðið „áfram“ enda verið unnið markvisst að því til þessa. Versnandi staða fámennari ríkja ESB Meðal þess sem einkennt hefur Evrópusambandið í vaxandi mæli á undanförnum árum, og á allajafna við um sambandsríki en ekki alþjóðastofnanir, er áherzla á það að möguleikar ríkja á því að hafa áhrif á ákvarðanir fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru í stað þess að setið sé við sama borð óháð íbúafjölda. Þar standa fámennari ríkin vitanlega verst að vígi en þau fjölmennustu að sama skapi sterkast. Hvert markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandinu hefur verið frá upphafi, hvernig sambandið hefur þróast í gegnum tíðina og hvert það stefnir er eðli málsins samkvæmt algert grundvallaratriði þegar rætt er um það hvort rétt væri fyrir Ísland að ganga í raðir þess eða ekki. Ekki sízt þar sem ljóst er að ekki yrði beinlínis hlaupið þaðan út aftur þegar einu sinni væri komið þar inn líkt og reynsla Breta sýnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Með svonefndri Schuman-yfirlýsingu fyrir 73 árum var grunnurinn lagður að því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið. Í yfirlýsingunni, sem kennd er við þáverandi utanríkisráðherra Frakklands Robert Schuman, kom meðal annars fram að fyrsta skrefið í þeim efnum væri stofnun kola- og stálbandalags, fyrsta forvera sambandsins. Lokamarkmiðið væri hins vegar að til yrði evrópskt sambandsríki. Forystumenn hérlendra Evrópusambandssinna minnast gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar 9. maí ár hvert, daginn sem hún var flutt af Schuman í franska utanríkisráðuneytinu árið 1950. Árið í ár var engin undantekning. Hins vegar hefur þess ljóslega verið gætt í gegnum tíðina að minnast ekki orði á þá hluta yfirlýsingarinnar þar sem fjallað er um lokamarkmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins. Markmiðið frá upphafi Bandaríki Evrópu Fram kemur þannig til að mynda í Schuman-yfirlýsingunni að með kola- og stálbandalagi yrði lagður grunnur að efnahagsþróun sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki (e. the federation of Europe) en Schuman hefur ásamt franska diplómatanum Jean Monnet verið fremstur í flokki þeirra sem gjarnan hafa verið nefndir feður Evrópusambandsins. Ekki sízt af Evrópusambandssinnum. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um sambandsríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann til að mynda á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Committee for the United States of Europe) sem í áttu sæti fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum og áratugum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki. Til dæmis hafa allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi verið yfirlýstir stuðningsmenn þess. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Markmiðið um evrópskt sambandsríki rataði nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem tók við völdum í desember 2021 og systurflokkar Samfylkingarinnar og Viðreisnar eiga aðild að. Þar segir að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði að sambandsríki (þ. föderalen europäischen Bundesstaat). Lykilatriðið þar er vitanlega orðið „áfram“ enda verið unnið markvisst að því til þessa. Versnandi staða fámennari ríkja ESB Meðal þess sem einkennt hefur Evrópusambandið í vaxandi mæli á undanförnum árum, og á allajafna við um sambandsríki en ekki alþjóðastofnanir, er áherzla á það að möguleikar ríkja á því að hafa áhrif á ákvarðanir fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru í stað þess að setið sé við sama borð óháð íbúafjölda. Þar standa fámennari ríkin vitanlega verst að vígi en þau fjölmennustu að sama skapi sterkast. Hvert markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandinu hefur verið frá upphafi, hvernig sambandið hefur þróast í gegnum tíðina og hvert það stefnir er eðli málsins samkvæmt algert grundvallaratriði þegar rætt er um það hvort rétt væri fyrir Ísland að ganga í raðir þess eða ekki. Ekki sízt þar sem ljóst er að ekki yrði beinlínis hlaupið þaðan út aftur þegar einu sinni væri komið þar inn líkt og reynsla Breta sýnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun