Ná saman um regluverk um rafmyntir Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 15:38 Lög og regla hefur verið af skornum skammti í rafmyntarbransanum. Evrópusambandið ætlar að gera bragarbót á. Vísir/EPA Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja lögðu blessun sína yfir reglugerð um rafmyntir sem verður það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Starfsemi rafmyntarfyrirtækja verður leyfisskyld með reglunum sem eru sagðar setja þrýsting á bandarísk og bresk stjórnvöld að setja sér sambærileg lög. Rafmyntamarkaðurinn hefur að miklu leyti verið eins og villta vestrið þar sem og fjárfestar eru berskjaldaðir. Eftir fall FTX, þriðju stærstu rafmyntakauphallar heims, í haust urðu raddir háværari um að reglum yrði komið yfir rafmyntir. Reglur sem Evrópuþingið samþykkti í apríl voru endanlega samþykktar á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsins í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Elizabeth Svantesson, fjármálaráðherra Svíþjóðar sem fer með forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins, segir að nýlegir atburðir hafi knúið á um að reglur yrðu settar til þess að vernda rafmyntafjárfesta og koma í veg fyrir að rafmyntir verði notaðar til peningaþvottar og fjármögnunar hryðjuverka. Samkvæmt reglunum þurfa fyrirtæki sem gefa út rafmyntir, versla með þær eða geyma að fá til þess leyfi frá yfirvöldum. Fram að þessu hafa bresk stjórnvöld farið hægt í sakirnar. Þau ætla sér að byrja að setja reglur um svonefndar fastgengisrafmyntir (e. stablecoins) og síðar um aðrar myntir. Ekki liggur fyrir hvenær slíkar reglur verða settar þar. Bandaríkin eru enn skemur á veg komin. Þar eru alríkis- og ríkisyfirvöld enn að reyna að átta sig á hvernig þau geta haft eftirlit með rafmyntarviðskiptum, að sögn Hesters Peirce frá CFTC, alríkisstofnun sem hefur eftirlit með afleiðuviðskiptum í Bandaríkjunum. Rafmyntir Evrópusambandið Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Rafmyntamarkaðurinn hefur að miklu leyti verið eins og villta vestrið þar sem og fjárfestar eru berskjaldaðir. Eftir fall FTX, þriðju stærstu rafmyntakauphallar heims, í haust urðu raddir háværari um að reglum yrði komið yfir rafmyntir. Reglur sem Evrópuþingið samþykkti í apríl voru endanlega samþykktar á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsins í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Elizabeth Svantesson, fjármálaráðherra Svíþjóðar sem fer með forsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins, segir að nýlegir atburðir hafi knúið á um að reglur yrðu settar til þess að vernda rafmyntafjárfesta og koma í veg fyrir að rafmyntir verði notaðar til peningaþvottar og fjármögnunar hryðjuverka. Samkvæmt reglunum þurfa fyrirtæki sem gefa út rafmyntir, versla með þær eða geyma að fá til þess leyfi frá yfirvöldum. Fram að þessu hafa bresk stjórnvöld farið hægt í sakirnar. Þau ætla sér að byrja að setja reglur um svonefndar fastgengisrafmyntir (e. stablecoins) og síðar um aðrar myntir. Ekki liggur fyrir hvenær slíkar reglur verða settar þar. Bandaríkin eru enn skemur á veg komin. Þar eru alríkis- og ríkisyfirvöld enn að reyna að átta sig á hvernig þau geta haft eftirlit með rafmyntarviðskiptum, að sögn Hesters Peirce frá CFTC, alríkisstofnun sem hefur eftirlit með afleiðuviðskiptum í Bandaríkjunum.
Rafmyntir Evrópusambandið Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira