Helsjúkur leigumarkaður í Reykjavík Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 14. maí 2023 07:00 Við í Flokki fólksins viljum ræða leigumarkaðinn í Reykjavík á næsta borgarstjórnarfundi sem er 16. maí næstkomandi. Leiga er að sliga fjölmarga leigjendur sem eiga ekki krónu afgangs þegar búið er að greiða leigu og aðrar nauðsynjar. Grunnvandinn er húsnæðisskortur sem er mikill í Reykjavík. Það sárvantar húsnæði af öllu stærðum og gerðum. Framboð og eftirspurn er langt frá því að vera í jafnvægi og verður sennilega ekki næstu árin. Það hefur jú verið byggt en engan vegin nóg. Reykjavíkurborg ber hér ríka ábyrgð. Borgarmeirihlutinn hefur einblínt á að þétta byggð. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru rándýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og sölsað undir sig mörgum eignum sem leigðar eru á okurverði. Skortur á lóðaframboði kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu og hagkvæmt húsnæði verður ekki byggt á þéttingarreitum. Eitt leiðir af öðru, skortur á húsnæði hefur áhrif á vexti og verðbólgu sem bæði hafa hækkað. Námsmenn og ungt fólk er fast heima hjá foreldrum. Efnaminna og fátækt fólk eru sumt hvert á vergangi, þurfa sífellt að vera að færa sig um set. Hópur foreldrar sem eru á leigumarkaði þvælast frá einu húsnæði í annað með börn sín. Dæmi eru um að börn frá efnaminni heimilum hafi gengið í marga grunnskóla áður en þau brautskrást. Vart þarf að fjölyrða um hin neikvæðu áhrif sem tíðir flutningar hafa á andlega og félagslega líðan barnanna sem um ræðir. Frumskógarlögmálið Ójöfnuður og fátækt í Reykjavík hefur aukist mikið síðustu ár. Lágtekjufólk greiðir allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og jafnvel meira. Segja má að frumskógarlögmálið gildi á þessum helsjúka markaði. Ekki er vitað hversu margir búa við óviðunandi og jafnvel við stór hættulegar aðstæður, í húsnæði sem er ekki samþykkt. Fyrir slíkt húsnæði sem kallast varla húsnæði er fólk kannski samt að borga okurleigu fyrir. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda og vill Flokkur fólksins skoða að setja á leiguþak /leigubremsu eins og víða tíðkast í löndum sem við berum okkur helst saman við. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak eða leigubremsa t.d. tímabundið á meðan ástandið er svo bagalegt. Ljóst er að hvatning til leigusala að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Hvað er borgarmeirihlutinn annars að gera til að beita sér í þessum málum? Á meðan ástandið er svona slæmt þarf að huga enn betur að því að auka beinan stuðning við leigjendur í formi styrkja. Hlúa þarf sérstaklega að barnafjölskyldum. Einnig þarf að gera betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Það er ekki ein báran stök því leiga hefur einnig hækkað hjá Félagsbústöðum og eru margir leigjendur að sligast. Sá hópur sem um ræðir hjá Félagsbústöðum eru flestir efnaminna fólk. Ef leigjendur standa ekki í skilum þá er skuld þeirra send í innheimtu til Motus. Harkalegar innheimtuaðgerðir eru ekki til að bæta þegar illa stendur á hjá fólki fjárhagslega. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill fá umræðu um hvað Reykjavíkurborg geti gert í stöðunni, hvað úrræða er hægt að grípa til svo létta megi undir með leigjendum á meðan leigumarkaðurinn er svona erfiður eins og raun ber vitni. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Leigumarkaður Borgarstjórn Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Flokki fólksins viljum ræða leigumarkaðinn í Reykjavík á næsta borgarstjórnarfundi sem er 16. maí næstkomandi. Leiga er að sliga fjölmarga leigjendur sem eiga ekki krónu afgangs þegar búið er að greiða leigu og aðrar nauðsynjar. Grunnvandinn er húsnæðisskortur sem er mikill í Reykjavík. Það sárvantar húsnæði af öllu stærðum og gerðum. Framboð og eftirspurn er langt frá því að vera í jafnvægi og verður sennilega ekki næstu árin. Það hefur jú verið byggt en engan vegin nóg. Reykjavíkurborg ber hér ríka ábyrgð. Borgarmeirihlutinn hefur einblínt á að þétta byggð. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru rándýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og sölsað undir sig mörgum eignum sem leigðar eru á okurverði. Skortur á lóðaframboði kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu og hagkvæmt húsnæði verður ekki byggt á þéttingarreitum. Eitt leiðir af öðru, skortur á húsnæði hefur áhrif á vexti og verðbólgu sem bæði hafa hækkað. Námsmenn og ungt fólk er fast heima hjá foreldrum. Efnaminna og fátækt fólk eru sumt hvert á vergangi, þurfa sífellt að vera að færa sig um set. Hópur foreldrar sem eru á leigumarkaði þvælast frá einu húsnæði í annað með börn sín. Dæmi eru um að börn frá efnaminni heimilum hafi gengið í marga grunnskóla áður en þau brautskrást. Vart þarf að fjölyrða um hin neikvæðu áhrif sem tíðir flutningar hafa á andlega og félagslega líðan barnanna sem um ræðir. Frumskógarlögmálið Ójöfnuður og fátækt í Reykjavík hefur aukist mikið síðustu ár. Lágtekjufólk greiðir allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og jafnvel meira. Segja má að frumskógarlögmálið gildi á þessum helsjúka markaði. Ekki er vitað hversu margir búa við óviðunandi og jafnvel við stór hættulegar aðstæður, í húsnæði sem er ekki samþykkt. Fyrir slíkt húsnæði sem kallast varla húsnæði er fólk kannski samt að borga okurleigu fyrir. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda og vill Flokkur fólksins skoða að setja á leiguþak /leigubremsu eins og víða tíðkast í löndum sem við berum okkur helst saman við. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak eða leigubremsa t.d. tímabundið á meðan ástandið er svo bagalegt. Ljóst er að hvatning til leigusala að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Hvað er borgarmeirihlutinn annars að gera til að beita sér í þessum málum? Á meðan ástandið er svona slæmt þarf að huga enn betur að því að auka beinan stuðning við leigjendur í formi styrkja. Hlúa þarf sérstaklega að barnafjölskyldum. Einnig þarf að gera betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Það er ekki ein báran stök því leiga hefur einnig hækkað hjá Félagsbústöðum og eru margir leigjendur að sligast. Sá hópur sem um ræðir hjá Félagsbústöðum eru flestir efnaminna fólk. Ef leigjendur standa ekki í skilum þá er skuld þeirra send í innheimtu til Motus. Harkalegar innheimtuaðgerðir eru ekki til að bæta þegar illa stendur á hjá fólki fjárhagslega. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill fá umræðu um hvað Reykjavíkurborg geti gert í stöðunni, hvað úrræða er hægt að grípa til svo létta megi undir með leigjendum á meðan leigumarkaðurinn er svona erfiður eins og raun ber vitni. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun