Þetta staðfestir Hreiðar Sigtryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá.
Hann segir atvikið hafa átt sér stað á skólalóðinni eftir að skóla lauk. Við sprenginguna myndaðist mikill hávaði. Sá sem slasaðist var ekki einn á ferð heldur með öðrum nemendum.
Að sögn Hreiðars fengu nemendurnir þurrísinn ekki í skólanum heldur fóru þau sjálf og keyptu hann.