Útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum? Magnús Jóhannesson skrifar 11. maí 2023 16:01 Stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% árið 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku því skipta þarf út orkutegund t.d. í samgöngum. Um þetta eru allir sammála. Fram hefur komið að ef Ísland nær ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum þá þarf Íslands að greiða allt að 10 milljarða á ári í sektir. Einnig hefur komið fram að útilokað er að ná þessum markmiðum nema með byggingu fjölda nýrra grænna raforkuverkefna. Met leyfisveitingatími Á sama tíma þarf endurnýjanleg orka að sæta met leyfisveitingatíma. Leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar raforku er eitt lengsta leyfisveitingaferli sem um getur á Íslandi. Dæmi eru um að 9 verkefni sem loks fengu afgreiðslu í ramma 3 (R3) hafi verið í umfjöllun rammaáætlunar í 23 ár. Við það bætast skipulagsbreytingar, rannsóknir og umsókn um önnur leyfi sem tekið geta 4-8 ár. Það getur því tekið allt að 30 ár að fá leyfi hins opinbera fyrir byggingu endurnýjanlegrar raforku á Íslandi. Dæmið hér að ofan er ýktasta dæmið sem hægt er að benda á, en er raunverulegt dæmi þó, en mikilvægt er einnig að segja frá því að meðalafgreiðsluhraði verkefna í rammaáætlun er 16 ár. Til samanburðar má benda á að leyfisveitingaferlið fyrir díselrafstöðvar er einungis brot af þeim tíma sem tekur að fá leyfi fyrir græna orku. Hér er ekki verið að leita að sökudólgum heldur benda á óeðlilega langt leyfisveitingaferli sem í raun er skaðlegt hagsmunum landsins. Endurnýjanleg raforka er eina atvinnugreinin sem sæta þarf tvöföldu laga- og reglugerðar umhverfi þegar kemur að leyfisveitingum, fyrst rammaáætlun og svo að þeim tíma liðnum um 37 önnur lög og reglugerðir (heimild: Vindorka, valkosti rog greining. Apríl 2023), m.a. mat á umhverfisáhrifum (MÁU), skipulagsbreytingar, o.s.frv. Við skoðun virðist rammaáætlun yfirborðskennd skoðun sem bætir litlu við enda sögð vera „fyrst sía“. Önnur lög og reglugerðir, 37 talsins, tryggja gæði raforkuverkefna m.a. út frá umhverfissjónarmiðum enda verða orkufyrirtækin að fara í margra ára skipulagsbreytingar og rannsóknir á áhrifum verkefnanna undir MÁU og setja fram áætlun um hvernig milda skal áhrifin ef einhver eru. Fella vindorku undir rammaáætlun Skiptar skoðanir eru á því hvort vindorka heyri undir rammaáætlun í dag. Storm Orka er þeirrar skoðunar að svo sé ekki og færir fyrir því rök sem eru m.a. þessi: 1.Nefnd á vegum fyrrum umhverfisráðherra skilaði skýrslu og drögum af lagafrumvarpi sem fanga átti vindinn undir rammaáætlun.Frumvarpið varð ekki að lögum. 2.Sú skoðun að vindorka falli undir rammaáætlun byggir á lagaáliti frá Landslögum frá 2015. Síðan þá hafa komið fram önnur álit, m.a. frá Orkustofnun og LOGOS lögfræðistofu sem benda á að lagaálit Landslaga sé í besta falli veikt og dugi alls ekki til enda þurfi mun skýrari lagaheimildir til að ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti. 3.Fyrir liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ekki er tekið undir það sjónarmið að vindorkan falli undir rammaáætlun. Fleiri rök og lagatæknilegar skýringar liggja að baki sem of langt mál er að fara í hér. En af hverju skiptir þetta máli? Ástæðan er sú að það er til mikils að vinna að halda vindorku utan við rammaáætlun vegna þess viðbótartíma sem bætist við leyfisveitingaferilinn, eins og fram kemur hér að framan. Auk þess gilda önnur lögmál um vind enda er hann ekki staðbundinn líkt og vatnsafl eða jarðvarmi og vandséð hvernig hægt er að láta rammaáætlun ná utan um vindorku því vind er að finna allsstaðar. Lokaorð Af þessu að dæma þá er hægt að spyrja, fara hljóð og mynd saman í þessu máli? Mun Ísland ná markmiðum sínum í loftslagsmálum miðað við þann óeðlilega langa leyfisveitingaferil sem endurnýjanleg orka þarf að sæta? Hvers vegna þarf að fanga vind undir rammaáætlun með tilheyrandi auknum leyfisveitingatíma? Miðað við mjög svo óeðlilega langt leyfisveitingaferli grænnar raforku þá verður að spyrja, er möguleiki á að ná þessum markmiðum nema með gagngerum breytingum á leyfisveitingaferlinu, t.d. með því að leggja niður rammaáætlun og láta önnur lög s.s. MÁU duga enda skila þau mun nákvæmari niðurstöðu? Er það ásættanlegt að Ísland greiði allt að 10 milljarða á ári í sektir því ekki má hrófla við óeðlilega löngu leyfisveitingaferli grænnar orku sem kemur í veg fyrir að markmiðum sé náð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% árið 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku því skipta þarf út orkutegund t.d. í samgöngum. Um þetta eru allir sammála. Fram hefur komið að ef Ísland nær ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum þá þarf Íslands að greiða allt að 10 milljarða á ári í sektir. Einnig hefur komið fram að útilokað er að ná þessum markmiðum nema með byggingu fjölda nýrra grænna raforkuverkefna. Met leyfisveitingatími Á sama tíma þarf endurnýjanleg orka að sæta met leyfisveitingatíma. Leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar raforku er eitt lengsta leyfisveitingaferli sem um getur á Íslandi. Dæmi eru um að 9 verkefni sem loks fengu afgreiðslu í ramma 3 (R3) hafi verið í umfjöllun rammaáætlunar í 23 ár. Við það bætast skipulagsbreytingar, rannsóknir og umsókn um önnur leyfi sem tekið geta 4-8 ár. Það getur því tekið allt að 30 ár að fá leyfi hins opinbera fyrir byggingu endurnýjanlegrar raforku á Íslandi. Dæmið hér að ofan er ýktasta dæmið sem hægt er að benda á, en er raunverulegt dæmi þó, en mikilvægt er einnig að segja frá því að meðalafgreiðsluhraði verkefna í rammaáætlun er 16 ár. Til samanburðar má benda á að leyfisveitingaferlið fyrir díselrafstöðvar er einungis brot af þeim tíma sem tekur að fá leyfi fyrir græna orku. Hér er ekki verið að leita að sökudólgum heldur benda á óeðlilega langt leyfisveitingaferli sem í raun er skaðlegt hagsmunum landsins. Endurnýjanleg raforka er eina atvinnugreinin sem sæta þarf tvöföldu laga- og reglugerðar umhverfi þegar kemur að leyfisveitingum, fyrst rammaáætlun og svo að þeim tíma liðnum um 37 önnur lög og reglugerðir (heimild: Vindorka, valkosti rog greining. Apríl 2023), m.a. mat á umhverfisáhrifum (MÁU), skipulagsbreytingar, o.s.frv. Við skoðun virðist rammaáætlun yfirborðskennd skoðun sem bætir litlu við enda sögð vera „fyrst sía“. Önnur lög og reglugerðir, 37 talsins, tryggja gæði raforkuverkefna m.a. út frá umhverfissjónarmiðum enda verða orkufyrirtækin að fara í margra ára skipulagsbreytingar og rannsóknir á áhrifum verkefnanna undir MÁU og setja fram áætlun um hvernig milda skal áhrifin ef einhver eru. Fella vindorku undir rammaáætlun Skiptar skoðanir eru á því hvort vindorka heyri undir rammaáætlun í dag. Storm Orka er þeirrar skoðunar að svo sé ekki og færir fyrir því rök sem eru m.a. þessi: 1.Nefnd á vegum fyrrum umhverfisráðherra skilaði skýrslu og drögum af lagafrumvarpi sem fanga átti vindinn undir rammaáætlun.Frumvarpið varð ekki að lögum. 2.Sú skoðun að vindorka falli undir rammaáætlun byggir á lagaáliti frá Landslögum frá 2015. Síðan þá hafa komið fram önnur álit, m.a. frá Orkustofnun og LOGOS lögfræðistofu sem benda á að lagaálit Landslaga sé í besta falli veikt og dugi alls ekki til enda þurfi mun skýrari lagaheimildir til að ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti. 3.Fyrir liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ekki er tekið undir það sjónarmið að vindorkan falli undir rammaáætlun. Fleiri rök og lagatæknilegar skýringar liggja að baki sem of langt mál er að fara í hér. En af hverju skiptir þetta máli? Ástæðan er sú að það er til mikils að vinna að halda vindorku utan við rammaáætlun vegna þess viðbótartíma sem bætist við leyfisveitingaferilinn, eins og fram kemur hér að framan. Auk þess gilda önnur lögmál um vind enda er hann ekki staðbundinn líkt og vatnsafl eða jarðvarmi og vandséð hvernig hægt er að láta rammaáætlun ná utan um vindorku því vind er að finna allsstaðar. Lokaorð Af þessu að dæma þá er hægt að spyrja, fara hljóð og mynd saman í þessu máli? Mun Ísland ná markmiðum sínum í loftslagsmálum miðað við þann óeðlilega langa leyfisveitingaferil sem endurnýjanleg orka þarf að sæta? Hvers vegna þarf að fanga vind undir rammaáætlun með tilheyrandi auknum leyfisveitingatíma? Miðað við mjög svo óeðlilega langt leyfisveitingaferli grænnar raforku þá verður að spyrja, er möguleiki á að ná þessum markmiðum nema með gagngerum breytingum á leyfisveitingaferlinu, t.d. með því að leggja niður rammaáætlun og láta önnur lög s.s. MÁU duga enda skila þau mun nákvæmari niðurstöðu? Er það ásættanlegt að Ísland greiði allt að 10 milljarða á ári í sektir því ekki má hrófla við óeðlilega löngu leyfisveitingaferli grænnar orku sem kemur í veg fyrir að markmiðum sé náð?
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun