Reykt í bíl með börnin aftur í og hvalkjöt í skottinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. maí 2023 15:02 Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur rennir stoðum undir það sem við flest þegar vissum að hvaladráp á ekki rétt á sér í nútímanum. Raunar eru hvalveiðar ámóta framsýnar og að ætla sér að reisa kolanámu til orkuvinnslu árið 2023. Aðferðirnar sem notaðar eru til að veiða dýrin eru frumstæðar og ósiðaðar. Dýrin heyja dauðastríð í margar mínútur eftir sprengiskutla og fjórði hver hvalur er skotinn oftar en einu sinni. Enginn greinarmunur er gerður á kálfafullum dýrum og öðrum. Matvælastofnun hefur nú endanlega staðfest með eftirliti um borð í hvalveiðiskipum síðastliðið sumar og með skýrslu sinni nú að veiðarnar uppfylla einfaldlega ekki markmið laga um dýravelferð. Drögum línu í sandinn En fleira kemur til, sem ýtir undir þá tilfinningu meginþorra Íslendinga að kominn sé tími til að draga línu í sandinn og láta af veiðunum. Þær eru ekki bara skaðlegar dýrunum sjálfum, heldur einnig hagsmunum okkar Íslendinga af öðrum viðskiptum auk þess sem umhverfisáhrif hvaldrápsins eru mun meiri en áður var talið. Þegar hafa innlendir og erlendir fjölmiðlar hafið umfjöllun sína um væntanlegar veiðar í sumar. Þrýstingurinn er áþreifanlegur og sennilega rétt að byrja. Engann skal undra. Stór hluti heimsbyggðarinnar lítur á hvalveiðar sem dýraníð. En þrýstingurinn kemur ekki bara að utan því skoðanakönnun frá í fyrra gefur til kynna að um 65 prósent Íslendinga telji hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor landsins. Hvalveiðibröltið svartur blettur á viðskiptalífinu Samtök ferðaþjónustunnar segja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn og séu svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastaðar. Við þekkjum svo eldri dæmi um neikvæð áhrif hvalveiða á íslenskt viðskiptalíf líkt og þegar verslunarrisinn Whole Foods hótaði að sniðganga íslenskar vörur sem viðbragð við brölti Hvals hf. og hætti að auglýsa íslenskt lambakjöt í verslunum sínum með tilheyrandi áhrifum á sölu þess. Eða ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals, sem þá var hluthafi í fyrirtækinu. Þekkt er svo að lítil eftirspurn er eftir hvalkjöti á heimsvísu og hún fer minnkandi. Hvalur bindur kolefni á við lítinn skóg En ef þetta er ekki nóg til að láta af ómenningunni, hafa nýlegar rannsóknir einnig sýnt fram á einstakan eiginleika hvala sem fanga hver um sig um það bil 33 tonn af kolefni á líftíma sínum. Þegar hvalurinn svo deyr sínum náttúrulega dauðdaga sekkur hann niður á hafsbotn og kolefnið með - og er bundið áfram öldum saman. Einn hvalur bindur þannig á við lítinn skóg á líftíma sínum - stóran skóg á íslenskan mælikvarða. Kolefnabinding hvalsins er ekkert nema fjárfesting líkt og þegar keypt eru verðbréf enda Ísland skuldbundið af alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Sífellt fleiri jákvæð áhrif hvala á umhverfi sitt og vistkerfi koma í ljós eftir því sem dýrin eru rannsökuð frekar. Þegar allt þetta er saman tekið og nýjustu upplýsingar skoðaðar liggur í augum uppi að þessar veiðar ættu að heyra sögunni til. Þá gildir einu hvaða stöðu þær kunna að hafa haft í fortíðinni og hvaða skoðun fólk kann að hafa haft á þeim áður. Einu sinni þótti eðlilegt að reykja í bíl með börnin aftur í. Hvern er verið að friðþægja? Ráðherra málaflokksins segist ekki hafa heimild til þess að afturkalla leyfi til hvalveiða þrátt fyrir niðurstöður eftirlitsins, þrátt fyrir þá óumflýjanlegu staðreynd að hvalveiðibröltið svertir orðspor okkar gagnvart umheiminum og þrátt fyrir það að hvalir séu nauðsynlegir í baráttunni gegn loftslagsvánni. Sú skoðun ráðherrans um að leyfið standi er hins vegar þvert á það sem aðrir lögfróðir hafa bent á. Hvers vegna fá dýrin ekki að njóta vafans? Hvern er eiginlega verið að friðþægja með því að leyfa þessari tímaskekkju að viðgangast? Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Alþingi Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur rennir stoðum undir það sem við flest þegar vissum að hvaladráp á ekki rétt á sér í nútímanum. Raunar eru hvalveiðar ámóta framsýnar og að ætla sér að reisa kolanámu til orkuvinnslu árið 2023. Aðferðirnar sem notaðar eru til að veiða dýrin eru frumstæðar og ósiðaðar. Dýrin heyja dauðastríð í margar mínútur eftir sprengiskutla og fjórði hver hvalur er skotinn oftar en einu sinni. Enginn greinarmunur er gerður á kálfafullum dýrum og öðrum. Matvælastofnun hefur nú endanlega staðfest með eftirliti um borð í hvalveiðiskipum síðastliðið sumar og með skýrslu sinni nú að veiðarnar uppfylla einfaldlega ekki markmið laga um dýravelferð. Drögum línu í sandinn En fleira kemur til, sem ýtir undir þá tilfinningu meginþorra Íslendinga að kominn sé tími til að draga línu í sandinn og láta af veiðunum. Þær eru ekki bara skaðlegar dýrunum sjálfum, heldur einnig hagsmunum okkar Íslendinga af öðrum viðskiptum auk þess sem umhverfisáhrif hvaldrápsins eru mun meiri en áður var talið. Þegar hafa innlendir og erlendir fjölmiðlar hafið umfjöllun sína um væntanlegar veiðar í sumar. Þrýstingurinn er áþreifanlegur og sennilega rétt að byrja. Engann skal undra. Stór hluti heimsbyggðarinnar lítur á hvalveiðar sem dýraníð. En þrýstingurinn kemur ekki bara að utan því skoðanakönnun frá í fyrra gefur til kynna að um 65 prósent Íslendinga telji hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor landsins. Hvalveiðibröltið svartur blettur á viðskiptalífinu Samtök ferðaþjónustunnar segja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn og séu svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastaðar. Við þekkjum svo eldri dæmi um neikvæð áhrif hvalveiða á íslenskt viðskiptalíf líkt og þegar verslunarrisinn Whole Foods hótaði að sniðganga íslenskar vörur sem viðbragð við brölti Hvals hf. og hætti að auglýsa íslenskt lambakjöt í verslunum sínum með tilheyrandi áhrifum á sölu þess. Eða ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals, sem þá var hluthafi í fyrirtækinu. Þekkt er svo að lítil eftirspurn er eftir hvalkjöti á heimsvísu og hún fer minnkandi. Hvalur bindur kolefni á við lítinn skóg En ef þetta er ekki nóg til að láta af ómenningunni, hafa nýlegar rannsóknir einnig sýnt fram á einstakan eiginleika hvala sem fanga hver um sig um það bil 33 tonn af kolefni á líftíma sínum. Þegar hvalurinn svo deyr sínum náttúrulega dauðdaga sekkur hann niður á hafsbotn og kolefnið með - og er bundið áfram öldum saman. Einn hvalur bindur þannig á við lítinn skóg á líftíma sínum - stóran skóg á íslenskan mælikvarða. Kolefnabinding hvalsins er ekkert nema fjárfesting líkt og þegar keypt eru verðbréf enda Ísland skuldbundið af alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Sífellt fleiri jákvæð áhrif hvala á umhverfi sitt og vistkerfi koma í ljós eftir því sem dýrin eru rannsökuð frekar. Þegar allt þetta er saman tekið og nýjustu upplýsingar skoðaðar liggur í augum uppi að þessar veiðar ættu að heyra sögunni til. Þá gildir einu hvaða stöðu þær kunna að hafa haft í fortíðinni og hvaða skoðun fólk kann að hafa haft á þeim áður. Einu sinni þótti eðlilegt að reykja í bíl með börnin aftur í. Hvern er verið að friðþægja? Ráðherra málaflokksins segist ekki hafa heimild til þess að afturkalla leyfi til hvalveiða þrátt fyrir niðurstöður eftirlitsins, þrátt fyrir þá óumflýjanlegu staðreynd að hvalveiðibröltið svertir orðspor okkar gagnvart umheiminum og þrátt fyrir það að hvalir séu nauðsynlegir í baráttunni gegn loftslagsvánni. Sú skoðun ráðherrans um að leyfið standi er hins vegar þvert á það sem aðrir lögfróðir hafa bent á. Hvers vegna fá dýrin ekki að njóta vafans? Hvern er eiginlega verið að friðþægja með því að leyfa þessari tímaskekkju að viðgangast? Höfundur er formaður Viðreisnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun