Breskar stýriflaugar fluttar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2023 13:31 Storm Shadow stýriflaugar eru bornar á loft af orrustuþotum. MBDA/Thierry Wurtz Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, staðfesti í dag að Bretar ætla að útvega Úkraínumönnum stýriflaugar sem þeir hafa verið að kalla eftir í marga mánuði. Úkraínumenn hafa skuldbundið sig til að nota flaugarnar ekki til árása innan landamæra Rússlands. Wallace sagði á breska þinginu í dag að vopnasendingarnar gerðu Úkraínumönnum auðveldar að verja sig gegn grimmilegri innrás Rússa Flaugarnar gera Úkraínumönnum kleift að granda skotmörkum á öllu því svæði sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Krímskagi er þar talinn með. Stýriflaugarnar eru af gerðinni Storm Shadow en þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þær eru framleiddar af fyrirtækjum í Bretlandi og í Frakklandi og er hver þeirra sögð kosta um tvær milljónir punda. Eldflaugarnar hafa meðal annars verið notaðar í Írak eftir innrásina 203 og í Líbíu og í Sýrlandi. Ekki liggur fyrir hve margar stýriflaugar um er að ræða en samkvæmt heimildum Sky News eru einhverjar flaugar þegar komnar til Úkraínu. CNN sagði fyrst frá sendingunum í gærkvöldi en þær hafa ekki verið staðfestar fyrr en nú. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við BBC sem birt var í morgun að Úkraínumenn myndu ekki hefja gagnsókn gegn Rússum strax, því þeir þyrftu að bíða eftir frekari hergagnasendingum frá bakhjörlum sínum. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa eftir Wallace að það hafi tekið nokkurn tíma að finna leiðir til þess að Úkraínumenn gætu notað herþotur sínar frá tímum Sovétríkjanna til að skjóta stýriflaugunum. „Það er ekki auðvelt að taka bresk-franskar eldflaugar og aðlaga þær að sovéskum eða rússneskum herþotum,“ sagði Wallace. Hann sagði að það væri meðal þeirra ástæðna að ekki væri búið að senda þessar stýriflaugar til Úkraínu fyrr. Wallace sagðist ekkert vilja segja um hvenær búist væri við því að Úkraínumenn myndu nota stýriflaugarnar. WATCH: UK Defence Secretary Ben Wallace confirms delivery of Storm Shadow to Ukraine. pic.twitter.com/fx70hsqChS— Artoir (@ItsArtoir) May 11, 2023 Geta gert árásir á Kerch-brú Eins og áður segir gera þessar stýriflaugar Úkraínumönnum kleift að gera árásir á birgðastöðvar og vopnageymslur Rússa fjær frá víglínunum en áður. Þeir geta sömuleiðis gert fleiri árásir á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands og flugvelli sem Rússar nota á Krímskaga, svo eitthvað sé nefnt. Þegar Úkraínumenn fengu fyrst HIMARS eldflaugar notuðu þeir þær með miklum árangri gegn birgðastöðvum og vopnageymslum Rússa. Þessir staðir hafa nú verið færðir fjær víglínunum í austurhluta Úkraínu og á Krímskaga. Með Storm Shadow stýriflaugum gera Úkraínumenn aftur farið að gera sambærilegar árásir en það fer eftir því hve margar stýriflaugar þeir hafa fengið og munu fá. Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47 Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. 10. maí 2023 07:14 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Wallace sagði á breska þinginu í dag að vopnasendingarnar gerðu Úkraínumönnum auðveldar að verja sig gegn grimmilegri innrás Rússa Flaugarnar gera Úkraínumönnum kleift að granda skotmörkum á öllu því svæði sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Krímskagi er þar talinn með. Stýriflaugarnar eru af gerðinni Storm Shadow en þær geta borið um 450 kílóa sprengihleðslu eru sagðar drífa rúma 250 kílómetra. Þær eru framleiddar af fyrirtækjum í Bretlandi og í Frakklandi og er hver þeirra sögð kosta um tvær milljónir punda. Eldflaugarnar hafa meðal annars verið notaðar í Írak eftir innrásina 203 og í Líbíu og í Sýrlandi. Ekki liggur fyrir hve margar stýriflaugar um er að ræða en samkvæmt heimildum Sky News eru einhverjar flaugar þegar komnar til Úkraínu. CNN sagði fyrst frá sendingunum í gærkvöldi en þær hafa ekki verið staðfestar fyrr en nú. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við BBC sem birt var í morgun að Úkraínumenn myndu ekki hefja gagnsókn gegn Rússum strax, því þeir þyrftu að bíða eftir frekari hergagnasendingum frá bakhjörlum sínum. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa eftir Wallace að það hafi tekið nokkurn tíma að finna leiðir til þess að Úkraínumenn gætu notað herþotur sínar frá tímum Sovétríkjanna til að skjóta stýriflaugunum. „Það er ekki auðvelt að taka bresk-franskar eldflaugar og aðlaga þær að sovéskum eða rússneskum herþotum,“ sagði Wallace. Hann sagði að það væri meðal þeirra ástæðna að ekki væri búið að senda þessar stýriflaugar til Úkraínu fyrr. Wallace sagðist ekkert vilja segja um hvenær búist væri við því að Úkraínumenn myndu nota stýriflaugarnar. WATCH: UK Defence Secretary Ben Wallace confirms delivery of Storm Shadow to Ukraine. pic.twitter.com/fx70hsqChS— Artoir (@ItsArtoir) May 11, 2023 Geta gert árásir á Kerch-brú Eins og áður segir gera þessar stýriflaugar Úkraínumönnum kleift að gera árásir á birgðastöðvar og vopnageymslur Rússa fjær frá víglínunum en áður. Þeir geta sömuleiðis gert fleiri árásir á brúnna yfir Kerch-sund, sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands og flugvelli sem Rússar nota á Krímskaga, svo eitthvað sé nefnt. Þegar Úkraínumenn fengu fyrst HIMARS eldflaugar notuðu þeir þær með miklum árangri gegn birgðastöðvum og vopnageymslum Rússa. Þessir staðir hafa nú verið færðir fjær víglínunum í austurhluta Úkraínu og á Krímskaga. Með Storm Shadow stýriflaugum gera Úkraínumenn aftur farið að gera sambærilegar árásir en það fer eftir því hve margar stýriflaugar þeir hafa fengið og munu fá.
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47 Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42 Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. 10. maí 2023 07:14 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir ríkið þurfa meiri tíma fyrir gagnsókn gegn Rússum sem búist er við á næstu vikum. Hann segir Úkraínumenn þurfa að bíða eftir frekari hergagnasendingum sem von er á en þar á meðal eru bryndrekar og skotfæri. 11. maí 2023 09:47
Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. 11. maí 2023 07:42
Vilja skilgreina Wagner-hópinn sem hryðjuverkasamtök Franska þingið hvetur til þess að Evrópusambandið skilgreini Wagner-málaliðahópinn sem hryðjuverkasamtök. Breskir miðlar segja að bresk stjórnvöld áformi að gera slíkt hið sama. 10. maí 2023 07:14
Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. 9. maí 2023 09:17