Sá áður óþekkt smástirnabelti sem óséðar reikistjörnur móta Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 23:30 Efnisskífa í kringum stjörnuna Fomalhaut á mynd James Webb-geimsjónaukans. Þrjú gulleit smástirnabelti innan skífunnar urðu líklega til fyrir þyngdaráhrif reikistjarna sem eru að fæðast. Stjarnan í miðjunni var skyggð til þess trufla ekki athuganir á rykskífunni. NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Tvö áður óþekkt smástirnabelti sáust í efnisskífu í kringum nálæga stjörnu þegar James Webb-geimsjónaukinn beindi sínu haukfráa auga að sólkerfinu. Stjörnufræðingar telja næsta víst að óséðar reikistjörnur í fæðingu móti beltin. Fomalhaut er ung stjarna sem er sjáanleg með berum augum og er skærasta stjarnan í stjörnumerkinu Suðurfisknum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Hún er í aðeins um 25 ljósára fjarlægð frá jörðinni og þykir því liggja vel við athugunum. Rykskífa, sem talin er myndast við árekstra stærri hnatta eða hnullunga, fannst utan um hana árið 1983. Eldri sjónaukar eins og Hubble-geimsjónaukinn og ALMA-sjónaukinn í Síle hafa meðal annars myndað skífuna og sáu stjörnufræðingar á þeim myndum víðáttumikið smástirnabelti. Það belti er næstum því tvöfalt breiðara en Kuiper-beltið í ytra sólkerfinu okkar og nær um 23 milljarða kílómetra frá stjörnunni, um 150 sinnum fjarlægðin á milli jarðar og sólar. James Webb er öflugasti sjónauki sögunnar en ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, sér hann á innrauða rófinu. Það gerir hann tilvalinn til þess að nema daufa hitageislunina frá rykinu nær stjörnunni. Þegar hann skoðaði Fomalhaut kom hann auga á tvö önnur smástirnabelti nær stjörnunni sem menn höfðu aldrei séð áður. Talið er að beltin þrjú mótist af þyngdaráhrifum óséðra frumreikistjarna í rykskífunni. Sambærilegt ferli á sér stað í sólkerfinu okkar þar sem þyngdarkraftur Júpíters mótar smástirnabeltið á milli hans og Mars og Neptúnus smalar hnullungum í innri hluta Kuiper-beltisins. Þannig gæti mynd Webb af Fomalhaut nú svipað til okkar eigin sólkerfis þegar það var í bernsku sinni. Skýringarmynd af rykskífunni í kringum Fomalhaut.NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Auk smástirnabeltanna greindi Webb stórt rykský í ytri hringum rykskífunnar sem talið er að gæti verið leifar áreksturs tveggja frumreikistjarna, að því er kemur fram í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Það er talið annað fyrirbæri en sást á myndum Hubble á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar. Á mynd geimsjónaukans árið 2008 töldu menn sig greina reikistjörnu en hún var horfin þegar sjónaukinn beindi sjónum sínum aftur að Fomalhaut sex árum síðar. Talið er líklegt að um hafi verið að ræða leifar tveggja íshnullunga sem rákust saman. Geimurinn Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Fomalhaut er ung stjarna sem er sjáanleg með berum augum og er skærasta stjarnan í stjörnumerkinu Suðurfisknum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Hún er í aðeins um 25 ljósára fjarlægð frá jörðinni og þykir því liggja vel við athugunum. Rykskífa, sem talin er myndast við árekstra stærri hnatta eða hnullunga, fannst utan um hana árið 1983. Eldri sjónaukar eins og Hubble-geimsjónaukinn og ALMA-sjónaukinn í Síle hafa meðal annars myndað skífuna og sáu stjörnufræðingar á þeim myndum víðáttumikið smástirnabelti. Það belti er næstum því tvöfalt breiðara en Kuiper-beltið í ytra sólkerfinu okkar og nær um 23 milljarða kílómetra frá stjörnunni, um 150 sinnum fjarlægðin á milli jarðar og sólar. James Webb er öflugasti sjónauki sögunnar en ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, sér hann á innrauða rófinu. Það gerir hann tilvalinn til þess að nema daufa hitageislunina frá rykinu nær stjörnunni. Þegar hann skoðaði Fomalhaut kom hann auga á tvö önnur smástirnabelti nær stjörnunni sem menn höfðu aldrei séð áður. Talið er að beltin þrjú mótist af þyngdaráhrifum óséðra frumreikistjarna í rykskífunni. Sambærilegt ferli á sér stað í sólkerfinu okkar þar sem þyngdarkraftur Júpíters mótar smástirnabeltið á milli hans og Mars og Neptúnus smalar hnullungum í innri hluta Kuiper-beltisins. Þannig gæti mynd Webb af Fomalhaut nú svipað til okkar eigin sólkerfis þegar það var í bernsku sinni. Skýringarmynd af rykskífunni í kringum Fomalhaut.NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Auk smástirnabeltanna greindi Webb stórt rykský í ytri hringum rykskífunnar sem talið er að gæti verið leifar áreksturs tveggja frumreikistjarna, að því er kemur fram í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Það er talið annað fyrirbæri en sást á myndum Hubble á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar. Á mynd geimsjónaukans árið 2008 töldu menn sig greina reikistjörnu en hún var horfin þegar sjónaukinn beindi sjónum sínum aftur að Fomalhaut sex árum síðar. Talið er líklegt að um hafi verið að ræða leifar tveggja íshnullunga sem rákust saman.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira