Sá áður óþekkt smástirnabelti sem óséðar reikistjörnur móta Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 23:30 Efnisskífa í kringum stjörnuna Fomalhaut á mynd James Webb-geimsjónaukans. Þrjú gulleit smástirnabelti innan skífunnar urðu líklega til fyrir þyngdaráhrif reikistjarna sem eru að fæðast. Stjarnan í miðjunni var skyggð til þess trufla ekki athuganir á rykskífunni. NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Tvö áður óþekkt smástirnabelti sáust í efnisskífu í kringum nálæga stjörnu þegar James Webb-geimsjónaukinn beindi sínu haukfráa auga að sólkerfinu. Stjörnufræðingar telja næsta víst að óséðar reikistjörnur í fæðingu móti beltin. Fomalhaut er ung stjarna sem er sjáanleg með berum augum og er skærasta stjarnan í stjörnumerkinu Suðurfisknum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Hún er í aðeins um 25 ljósára fjarlægð frá jörðinni og þykir því liggja vel við athugunum. Rykskífa, sem talin er myndast við árekstra stærri hnatta eða hnullunga, fannst utan um hana árið 1983. Eldri sjónaukar eins og Hubble-geimsjónaukinn og ALMA-sjónaukinn í Síle hafa meðal annars myndað skífuna og sáu stjörnufræðingar á þeim myndum víðáttumikið smástirnabelti. Það belti er næstum því tvöfalt breiðara en Kuiper-beltið í ytra sólkerfinu okkar og nær um 23 milljarða kílómetra frá stjörnunni, um 150 sinnum fjarlægðin á milli jarðar og sólar. James Webb er öflugasti sjónauki sögunnar en ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, sér hann á innrauða rófinu. Það gerir hann tilvalinn til þess að nema daufa hitageislunina frá rykinu nær stjörnunni. Þegar hann skoðaði Fomalhaut kom hann auga á tvö önnur smástirnabelti nær stjörnunni sem menn höfðu aldrei séð áður. Talið er að beltin þrjú mótist af þyngdaráhrifum óséðra frumreikistjarna í rykskífunni. Sambærilegt ferli á sér stað í sólkerfinu okkar þar sem þyngdarkraftur Júpíters mótar smástirnabeltið á milli hans og Mars og Neptúnus smalar hnullungum í innri hluta Kuiper-beltisins. Þannig gæti mynd Webb af Fomalhaut nú svipað til okkar eigin sólkerfis þegar það var í bernsku sinni. Skýringarmynd af rykskífunni í kringum Fomalhaut.NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Auk smástirnabeltanna greindi Webb stórt rykský í ytri hringum rykskífunnar sem talið er að gæti verið leifar áreksturs tveggja frumreikistjarna, að því er kemur fram í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Það er talið annað fyrirbæri en sást á myndum Hubble á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar. Á mynd geimsjónaukans árið 2008 töldu menn sig greina reikistjörnu en hún var horfin þegar sjónaukinn beindi sjónum sínum aftur að Fomalhaut sex árum síðar. Talið er líklegt að um hafi verið að ræða leifar tveggja íshnullunga sem rákust saman. Geimurinn Vísindi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fomalhaut er ung stjarna sem er sjáanleg með berum augum og er skærasta stjarnan í stjörnumerkinu Suðurfisknum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Hún er í aðeins um 25 ljósára fjarlægð frá jörðinni og þykir því liggja vel við athugunum. Rykskífa, sem talin er myndast við árekstra stærri hnatta eða hnullunga, fannst utan um hana árið 1983. Eldri sjónaukar eins og Hubble-geimsjónaukinn og ALMA-sjónaukinn í Síle hafa meðal annars myndað skífuna og sáu stjörnufræðingar á þeim myndum víðáttumikið smástirnabelti. Það belti er næstum því tvöfalt breiðara en Kuiper-beltið í ytra sólkerfinu okkar og nær um 23 milljarða kílómetra frá stjörnunni, um 150 sinnum fjarlægðin á milli jarðar og sólar. James Webb er öflugasti sjónauki sögunnar en ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, sér hann á innrauða rófinu. Það gerir hann tilvalinn til þess að nema daufa hitageislunina frá rykinu nær stjörnunni. Þegar hann skoðaði Fomalhaut kom hann auga á tvö önnur smástirnabelti nær stjörnunni sem menn höfðu aldrei séð áður. Talið er að beltin þrjú mótist af þyngdaráhrifum óséðra frumreikistjarna í rykskífunni. Sambærilegt ferli á sér stað í sólkerfinu okkar þar sem þyngdarkraftur Júpíters mótar smástirnabeltið á milli hans og Mars og Neptúnus smalar hnullungum í innri hluta Kuiper-beltisins. Þannig gæti mynd Webb af Fomalhaut nú svipað til okkar eigin sólkerfis þegar það var í bernsku sinni. Skýringarmynd af rykskífunni í kringum Fomalhaut.NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Auk smástirnabeltanna greindi Webb stórt rykský í ytri hringum rykskífunnar sem talið er að gæti verið leifar áreksturs tveggja frumreikistjarna, að því er kemur fram í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Það er talið annað fyrirbæri en sást á myndum Hubble á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar. Á mynd geimsjónaukans árið 2008 töldu menn sig greina reikistjörnu en hún var horfin þegar sjónaukinn beindi sjónum sínum aftur að Fomalhaut sex árum síðar. Talið er líklegt að um hafi verið að ræða leifar tveggja íshnullunga sem rákust saman.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira