Vilja Kópavogsbúar sökkva einu af flaggskipum sínum? Sigurður S. Snorrason skrifar 8. maí 2023 16:00 Um þessar mundir ríður yfir bylgja frétta um hallarekstur sveitarfélaga um allt land og mikil umræða um orsakir og viðbrögð. Svo virðist sem flestir séu sammála um að hallinn stafi mikið til af því að vitlaust var gefið þegar ýmis þjónusta hins opinbera var flutt til sveitarfélaga, þjónusta sem allur almenningur er sammála um að þurfi að vera í lagi. Það er alveg með ólíkindum hve stjórnmálamönnum, þ.e. ríkisstjórnum, alþingismönnum og sveitarstjórnum hefur tekist illa upp við þennan flutning verkefna og er það verðugt rannsóknarefni. Allt um það, nú á tímum þegar gengur guðlasti næst að taka sér hugtakið skattur í munn, virðist það eitt blasa við stjórnendum bæja og sveitarfélaga að þeim beri skylda til að leysa þessi mál á heimavelli. Og hvað gerist? Jú, ráðgjafarfyrirtæki sem fyrst og fremst hafa að leiðarljósi hagkvæmni og skilvirkni fyrir verkkaupa eru kölluð til. Svo virðist sem vinna ráðgjafarfyrirtækja gangi aðallega út á að greina launa- og rekstrarkostnað starfseininga og stofnana og huga að möguleikum til hagræðingar. Greining ráðgjafanna og tillögur eru síðan nýttar sem meginröksemd fyrir ákvörðunum bæjar- og sveitarstjórna en þær virðast einatt ganga út á samdrátt í launakostnaði, útvistun verkefna til einkaaðila, og það sem er allra vinsælast nú til dags, uppstokkun og endurskipulagningu. En gallinn er sá við þessa aðferðafræði að á meðan auðvelt er að rýna í reikninga starfseininga og stofnana er ekki hlaupið að því að gera grein fyrir því hvers virði (ekki bara í krónum og aurum) starfsemin sem um ræðir er, ekki aðeins fyrir bæjarfélögin, heldur almennt fyrir þjóðfélagið. Ég hef grun um að oft sé pottur brotinn hvað þetta varðar. Nú berast fréttir af því að meirihlutinn í Kópavogi hafi í nafni hagræðingar og skilvirkni ákveðið að sökkva einu af flaggskipum bæjarfélagsins, Náttúrufræðistofu Kópavogs. Af hverju segi ég flaggskip? Fyrir því eru margar ástæður en fyrst og fremst að starfsemi stofunnar hefur um langt árabil verið til fyrirmyndar og stjórnendum Kópavogs og íbúum til sóma. Ég er ekki einn um þetta mat á virði starfseminnar og er sannfærður um að margir Kópavogsbúar og utanaðkomandi aðilar eru mér sammála. Mat af þessu tagi kemur hvergi fram í skýrslu KPMG fyrir Kópavogsbæ og gengur reyndar í berhögg við þá ályktun skýrsluhöfunda að ávinningur Kópavogsbæjar af rekstri rannsóknastarfs sé óljós. Svo virðist vera sem ráðgjafarnir hafi ekki gert marktæka tilraun til þess meta hvers virði starfsemin hefur verið í gegnum tíðina en leggja þess í stað áherslu á að Kópavogsbæ beri ekki lagaleg skylda til að standa fyrir svona starfsemi sem þar að auki sé skörun við samkeppnisrekstur. Hverjir skyldu þessir samkeppnisaðilar vera? Hver er sérstaða Náttúrufræðistofu Kópavogs? Frá sjónarhóli rannsókna hefur starfsmönnum stofunnar tekist að skapa henni mikla sérstöðu. Þarna er nú að finna einu rannsóknarstofu landsins sem sérhæfir sig í grunnvistfræði ferskvatna. Árangur stofunnar endurspeglast vel í fjöldamörgum rannsóknaverkefnum sem hún hefur annast fyrir ýmsa aðila og fjölbreyttu samstarfi við innlenda háskóla og rannsóknarstofnanir. Hvers virði er þetta starf fyrir Kópavog og landsmenn alla? Hvað með náttúrugripasýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs? Ég fullyrði að sýningin er einhver sú vandaðasta, smekklegasta og jafnframt ódýrasta miðað við nýtta fermetra sem finnst á landinu. Hvers virði er þessi sýning fyrir Kópavog og aðra landsmenn? Hvers virði er mannauður Náttúrustofu Kópavogs? Hvers virði er orðspor Kópavogs í málefnum náttúrunnar? Margir munu spyrja: Hversu margir verða þeir silfurpeningar sem Kópavogsbær hyggst græða með því að úthýsa eða leggja niður starfsemi Náttúrustofunnar. Vilja Kópavogsbúar virkilega sökkva einu af flaggskipum sínum? Höfundur er prófessor emeritus við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Söfn Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir ríður yfir bylgja frétta um hallarekstur sveitarfélaga um allt land og mikil umræða um orsakir og viðbrögð. Svo virðist sem flestir séu sammála um að hallinn stafi mikið til af því að vitlaust var gefið þegar ýmis þjónusta hins opinbera var flutt til sveitarfélaga, þjónusta sem allur almenningur er sammála um að þurfi að vera í lagi. Það er alveg með ólíkindum hve stjórnmálamönnum, þ.e. ríkisstjórnum, alþingismönnum og sveitarstjórnum hefur tekist illa upp við þennan flutning verkefna og er það verðugt rannsóknarefni. Allt um það, nú á tímum þegar gengur guðlasti næst að taka sér hugtakið skattur í munn, virðist það eitt blasa við stjórnendum bæja og sveitarfélaga að þeim beri skylda til að leysa þessi mál á heimavelli. Og hvað gerist? Jú, ráðgjafarfyrirtæki sem fyrst og fremst hafa að leiðarljósi hagkvæmni og skilvirkni fyrir verkkaupa eru kölluð til. Svo virðist sem vinna ráðgjafarfyrirtækja gangi aðallega út á að greina launa- og rekstrarkostnað starfseininga og stofnana og huga að möguleikum til hagræðingar. Greining ráðgjafanna og tillögur eru síðan nýttar sem meginröksemd fyrir ákvörðunum bæjar- og sveitarstjórna en þær virðast einatt ganga út á samdrátt í launakostnaði, útvistun verkefna til einkaaðila, og það sem er allra vinsælast nú til dags, uppstokkun og endurskipulagningu. En gallinn er sá við þessa aðferðafræði að á meðan auðvelt er að rýna í reikninga starfseininga og stofnana er ekki hlaupið að því að gera grein fyrir því hvers virði (ekki bara í krónum og aurum) starfsemin sem um ræðir er, ekki aðeins fyrir bæjarfélögin, heldur almennt fyrir þjóðfélagið. Ég hef grun um að oft sé pottur brotinn hvað þetta varðar. Nú berast fréttir af því að meirihlutinn í Kópavogi hafi í nafni hagræðingar og skilvirkni ákveðið að sökkva einu af flaggskipum bæjarfélagsins, Náttúrufræðistofu Kópavogs. Af hverju segi ég flaggskip? Fyrir því eru margar ástæður en fyrst og fremst að starfsemi stofunnar hefur um langt árabil verið til fyrirmyndar og stjórnendum Kópavogs og íbúum til sóma. Ég er ekki einn um þetta mat á virði starfseminnar og er sannfærður um að margir Kópavogsbúar og utanaðkomandi aðilar eru mér sammála. Mat af þessu tagi kemur hvergi fram í skýrslu KPMG fyrir Kópavogsbæ og gengur reyndar í berhögg við þá ályktun skýrsluhöfunda að ávinningur Kópavogsbæjar af rekstri rannsóknastarfs sé óljós. Svo virðist vera sem ráðgjafarnir hafi ekki gert marktæka tilraun til þess meta hvers virði starfsemin hefur verið í gegnum tíðina en leggja þess í stað áherslu á að Kópavogsbæ beri ekki lagaleg skylda til að standa fyrir svona starfsemi sem þar að auki sé skörun við samkeppnisrekstur. Hverjir skyldu þessir samkeppnisaðilar vera? Hver er sérstaða Náttúrufræðistofu Kópavogs? Frá sjónarhóli rannsókna hefur starfsmönnum stofunnar tekist að skapa henni mikla sérstöðu. Þarna er nú að finna einu rannsóknarstofu landsins sem sérhæfir sig í grunnvistfræði ferskvatna. Árangur stofunnar endurspeglast vel í fjöldamörgum rannsóknaverkefnum sem hún hefur annast fyrir ýmsa aðila og fjölbreyttu samstarfi við innlenda háskóla og rannsóknarstofnanir. Hvers virði er þetta starf fyrir Kópavog og landsmenn alla? Hvað með náttúrugripasýningu Náttúrufræðistofu Kópavogs? Ég fullyrði að sýningin er einhver sú vandaðasta, smekklegasta og jafnframt ódýrasta miðað við nýtta fermetra sem finnst á landinu. Hvers virði er þessi sýning fyrir Kópavog og aðra landsmenn? Hvers virði er mannauður Náttúrustofu Kópavogs? Hvers virði er orðspor Kópavogs í málefnum náttúrunnar? Margir munu spyrja: Hversu margir verða þeir silfurpeningar sem Kópavogsbær hyggst græða með því að úthýsa eða leggja niður starfsemi Náttúrustofunnar. Vilja Kópavogsbúar virkilega sökkva einu af flaggskipum sínum? Höfundur er prófessor emeritus við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun