Sjálfsagðir sérfræðingar Friðrik Jónsson skrifar 8. maí 2023 07:00 Það vantar sérfræðinga. Menntaða og þjálfaða sérfræðinga sem staðið geta undir þróun þess hátækni-, hátekju-, lífsgæða- og velferðarsamfélags sem við viljum byggja og búa í. Bæði atvinnulífið og hið opinbera kalla eftir fleiri sérfræðingum. Þegar á hólminn er komið virðist þó takmarkaður vilji til að gera það sem til þarf til að fjölga þeim. Þess vegna hefur verið ánægjulegt að sjá og heyra ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar tala tæpitungulaust um það að efla þurfi háskólastigið og fjölga háskólanemum. Eins og fram kom í greiningu sem unnin var fyrir BHM síðasta haust er aðsókn ungs fólks í háskólanám mun minni en í þeim löndum sem við berum okkur saman við og hér borgar sig síður að afla sér háskólamenntunar. Í sömu greiningu kemur jafnframt fram að sérstaklega halli á karlmenn í þessu samhengi. Það blasir því við að það þarf að hefjast handa hér heima til að leysa skort á sérfræðingum og það strax. Tvennt hefur veruleg áhrif á þennan sérfræðingaskort, annars vegar veruleg vanfjármögnun háskólastigsins og hins vegar samdráttur í stuðningi við háskólanema og kostnaðarauki náms. Hungurleikar háskólanna Í áratugi hefur háskólastigið verið fjársvelt og vanfjármagnað – bæði almennt og í samanburði við okkar helstu nágrannalönd. Því er ánægjulegt að sjá að ráðherra hefur boðað verulega aukin framlög til háskólastigsins. Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun verður sú aukning 3,5 milljarðar strax á næsta ári og heildaraukning um 6 milljarðar fram til ársins 2028. Sérstök áhersla verður lögð á að auka framlög til svokallaðra STE(A)M greina í þágu menningar og verðmætasköpunar. Þá er mikilvægt að ekki á að draga úr framlögum til annarra þátta háskólastarfsins, sem þó hefði ekki veitt af styrkingu. Þetta aukna famlag er þarft skref en mun þó ekki duga til að koma okkur á sambærilegan stall og nágrannaríkin. Framkvæmdin er um margt óljós. Það verður að vanda til verka og tryggja sátt og samstarf þannig að mikilsverð markmið náist. Hér er rétt að árétta tillögu BHM í aðdraganda nýgerðra kjarasamninga um að stjórnvöld marki atvinnu- og menntastefnu í samstarfi við aðila vinnumarkaðar þar sem litið verði til tengsla menntunar, vinnumarkaðar, lífskjara og hagvaxtar og búa til heilsteypta stefnu til betri lífskjara. Það skiptir gríðarlegu máli að vel takist til og það er mikið undir. Menntasjóður missir marks Meintar umbætur á starfsemi og stuðningskerfi Menntasjóðs námsmanna virðast hafa algerlega misfarist. Í öflugri og mjög athyglisverðri kynningarherferð Landssambands íslenskra stúdenta (LÍS) frá því í vor er vakin athygli á að verulega hafi dregið úr fjölda þeirra sem nýta sér sjóðinn. Skólaárið 2009-2010 tóku 12.393 háskólanemar námslán en tíu árum síðar voru þeir orðnir 4.979. Þessar tölur vekja upp mikilvægar spurningar um aðgengi að háskólamenntun í íslensku samfélagi. Rétt er að taka undir þetta hjá LÍS, enda án efa einn þáttur í því að hér sækja sér mun færri háskóla- og sérfræðimenntun en annars staðar. Lágt framfærsluviðmið, háir vextir, háar afborganir og hlutfallslega takmarkaðir styrkir einkenna íslenska stuðningskerfið við námsmenn og því er von að stúdentar spyrji hvort háskólanám á Íslandi sé einungis fyrir þau sem þurfa ekki fjárhagsaðstoð. Að minnsta kosti virðist æ minna fara fyrir jöfnunarhlutverki sjóðsins og virði þess að tryggja jöfn tækifæri til náms. Menntun sem ekki sést á launaseðlum Ekki er hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að virði menntunar og sérfræðikunnáttu er vanmetin til launa. Hér hallar sérstaklega á konur. Þær sinna í miklum meirihluta þeim opinberu sérfræðistörfum sem eru samkvæmt öllum rannsóknum og mælingum undirverðlögð og vanmetin. Þar hjálpar ekki ofuráhersla á lægstu laun, bæði í kjarasamningum og skattastefnu. Sérfræðingum er ætlað bæði að halda aftur af sér í launakröfum og greiða hlutfallslega mun hærri skatta. Á sama tíma dugar meintur virðisauki vegna menntunar hvorki til að greiða af námslánum né tryggja ævitekjur til samræmis. Er furða þó mönnunarvandi til dæmis í heilbrigðiskerfinu, sem að stærstum hluta byggir á vinnuframlagi sérfræðimenntaðra kvenna, aukist með hverju árinu? Sérfræðingar að sunnan Stjórnvöld hafa kynnt áform um að auðvelda sérfræðingum frá svonefndum þriðju ríkjum að starfa á Íslandi. Það er um margt jákvæð og eðlileg þróun en slík rýmkun mun ekki verða til þess að mæta þeim sérfræðingaskorti sem við búum við. Enn síður getur það komið í veg fyrir að bæta verulega úr stuðningi við háskólastigið og við námsmenn hérlendis. Að auki er hér ákveðin siðferðileg áhætta á ferðum því sérfræðingavandi Íslands getur ekki reitt sig á öfugan spekileka frá öðrum löndum, og þá sérstaklega frá þróunarríkjum, til að leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í þessum efnum. Ágætis byrjun Aukin fjárframlög til háskólastigsins sem boðuð er í fjármálaáætlun er ágætis byrjun, en mun betur má ef duga skal. Auðveldum endilega erlendum sérfræðingum að flytja til Íslands og bæta í okkar sérfræðingaflóru, en fyrst og fremst verðum við að vera viljug til að fjárfesta í okkar eigin fólki. Búa til jákvæða hvata til menntunar, tryggja að menntun skili sér í launum fólks og byggja þannig undir framtíðarhagvöxt, lífsgæði og velferð. Höfundur er formaður BHM – Bandalags háskólamanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Jónsson Vinnumarkaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það vantar sérfræðinga. Menntaða og þjálfaða sérfræðinga sem staðið geta undir þróun þess hátækni-, hátekju-, lífsgæða- og velferðarsamfélags sem við viljum byggja og búa í. Bæði atvinnulífið og hið opinbera kalla eftir fleiri sérfræðingum. Þegar á hólminn er komið virðist þó takmarkaður vilji til að gera það sem til þarf til að fjölga þeim. Þess vegna hefur verið ánægjulegt að sjá og heyra ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar tala tæpitungulaust um það að efla þurfi háskólastigið og fjölga háskólanemum. Eins og fram kom í greiningu sem unnin var fyrir BHM síðasta haust er aðsókn ungs fólks í háskólanám mun minni en í þeim löndum sem við berum okkur saman við og hér borgar sig síður að afla sér háskólamenntunar. Í sömu greiningu kemur jafnframt fram að sérstaklega halli á karlmenn í þessu samhengi. Það blasir því við að það þarf að hefjast handa hér heima til að leysa skort á sérfræðingum og það strax. Tvennt hefur veruleg áhrif á þennan sérfræðingaskort, annars vegar veruleg vanfjármögnun háskólastigsins og hins vegar samdráttur í stuðningi við háskólanema og kostnaðarauki náms. Hungurleikar háskólanna Í áratugi hefur háskólastigið verið fjársvelt og vanfjármagnað – bæði almennt og í samanburði við okkar helstu nágrannalönd. Því er ánægjulegt að sjá að ráðherra hefur boðað verulega aukin framlög til háskólastigsins. Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun verður sú aukning 3,5 milljarðar strax á næsta ári og heildaraukning um 6 milljarðar fram til ársins 2028. Sérstök áhersla verður lögð á að auka framlög til svokallaðra STE(A)M greina í þágu menningar og verðmætasköpunar. Þá er mikilvægt að ekki á að draga úr framlögum til annarra þátta háskólastarfsins, sem þó hefði ekki veitt af styrkingu. Þetta aukna famlag er þarft skref en mun þó ekki duga til að koma okkur á sambærilegan stall og nágrannaríkin. Framkvæmdin er um margt óljós. Það verður að vanda til verka og tryggja sátt og samstarf þannig að mikilsverð markmið náist. Hér er rétt að árétta tillögu BHM í aðdraganda nýgerðra kjarasamninga um að stjórnvöld marki atvinnu- og menntastefnu í samstarfi við aðila vinnumarkaðar þar sem litið verði til tengsla menntunar, vinnumarkaðar, lífskjara og hagvaxtar og búa til heilsteypta stefnu til betri lífskjara. Það skiptir gríðarlegu máli að vel takist til og það er mikið undir. Menntasjóður missir marks Meintar umbætur á starfsemi og stuðningskerfi Menntasjóðs námsmanna virðast hafa algerlega misfarist. Í öflugri og mjög athyglisverðri kynningarherferð Landssambands íslenskra stúdenta (LÍS) frá því í vor er vakin athygli á að verulega hafi dregið úr fjölda þeirra sem nýta sér sjóðinn. Skólaárið 2009-2010 tóku 12.393 háskólanemar námslán en tíu árum síðar voru þeir orðnir 4.979. Þessar tölur vekja upp mikilvægar spurningar um aðgengi að háskólamenntun í íslensku samfélagi. Rétt er að taka undir þetta hjá LÍS, enda án efa einn þáttur í því að hér sækja sér mun færri háskóla- og sérfræðimenntun en annars staðar. Lágt framfærsluviðmið, háir vextir, háar afborganir og hlutfallslega takmarkaðir styrkir einkenna íslenska stuðningskerfið við námsmenn og því er von að stúdentar spyrji hvort háskólanám á Íslandi sé einungis fyrir þau sem þurfa ekki fjárhagsaðstoð. Að minnsta kosti virðist æ minna fara fyrir jöfnunarhlutverki sjóðsins og virði þess að tryggja jöfn tækifæri til náms. Menntun sem ekki sést á launaseðlum Ekki er hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að virði menntunar og sérfræðikunnáttu er vanmetin til launa. Hér hallar sérstaklega á konur. Þær sinna í miklum meirihluta þeim opinberu sérfræðistörfum sem eru samkvæmt öllum rannsóknum og mælingum undirverðlögð og vanmetin. Þar hjálpar ekki ofuráhersla á lægstu laun, bæði í kjarasamningum og skattastefnu. Sérfræðingum er ætlað bæði að halda aftur af sér í launakröfum og greiða hlutfallslega mun hærri skatta. Á sama tíma dugar meintur virðisauki vegna menntunar hvorki til að greiða af námslánum né tryggja ævitekjur til samræmis. Er furða þó mönnunarvandi til dæmis í heilbrigðiskerfinu, sem að stærstum hluta byggir á vinnuframlagi sérfræðimenntaðra kvenna, aukist með hverju árinu? Sérfræðingar að sunnan Stjórnvöld hafa kynnt áform um að auðvelda sérfræðingum frá svonefndum þriðju ríkjum að starfa á Íslandi. Það er um margt jákvæð og eðlileg þróun en slík rýmkun mun ekki verða til þess að mæta þeim sérfræðingaskorti sem við búum við. Enn síður getur það komið í veg fyrir að bæta verulega úr stuðningi við háskólastigið og við námsmenn hérlendis. Að auki er hér ákveðin siðferðileg áhætta á ferðum því sérfræðingavandi Íslands getur ekki reitt sig á öfugan spekileka frá öðrum löndum, og þá sérstaklega frá þróunarríkjum, til að leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í þessum efnum. Ágætis byrjun Aukin fjárframlög til háskólastigsins sem boðuð er í fjármálaáætlun er ágætis byrjun, en mun betur má ef duga skal. Auðveldum endilega erlendum sérfræðingum að flytja til Íslands og bæta í okkar sérfræðingaflóru, en fyrst og fremst verðum við að vera viljug til að fjárfesta í okkar eigin fólki. Búa til jákvæða hvata til menntunar, tryggja að menntun skili sér í launum fólks og byggja þannig undir framtíðarhagvöxt, lífsgæði og velferð. Höfundur er formaður BHM – Bandalags háskólamanna
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun