Tíminn einn leiði í ljós hvort Karli farnist vel í embætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2023 20:30 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur krýningarathöfnina í Westminster í morgun. Vísir/vilhelm Karl þriðji var krýndur Bretlandskonungur við sögulega, og ákaflega íburðarmikla, athöfn í Westminster í dag. Forseti Íslands, sem viðstaddur var athöfnina, segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sett sinn svip á magnþrungna athöfnina í morgun. Krýningarathöfnin í Westminster Abbey var ákaflega íburðarmikil og stóð í um tvær klukkustundir. Karl byrjaði á því að sverja ensku biskupakirkjunni hollustu sína. Síðar var komið að einum heilagasta hluta athafnarinnar; skermar voru bornir inn í kirkjuna og Karl smurður á bak við þá, fjarri augum viðstaddra og almennings - og öðlaðist þar með guðlega náð. Það kom svo í hlut biskupsins af Kantaraborg að færa krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá árinu 1661, á höfuð Karls. Kamilla drottning var einnig krýnd við öllu látlausari athöfn. Og að lokinni krýningu héldu konungshjónin til Buckingham-hallar, þar sem þau veifuðu þegnum sínum af svölum. Forseti Íslands sem boðið var til Westminster í morgun segir krýningu Karls sögulega; aldrei hefur liðið lengra á milli krýningarathafna í Bretlandi. Sjötíu ár eru síðan Elísabet önnur var krýnd. „Og þegar þegnar konungs sungu saman einum rómi Guð blessi konunginn, God save the king, þá áttaði maður sig kannski helst á mikilfengleik þessarar stundar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Guðni segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sannarlega sett svip sinn á athöfnina í morgun. „Karl vildi líka að önnur trúarbrögð fengju einnig, ef svo má segja, sitt pláss en auðvitað voru það hefðir og venjur sem mest bar á núna í Westminster. En við skulum sjá, við skulum óska honum góðs gengis, Karli þriðja konungi, og öllu hans fólki. Svo sjáum við hvað setur.“ Bretland Kóngafólk Karl III Bretakonungur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Karl krýndur konungur Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. 6. maí 2023 14:30 Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. 6. maí 2023 13:00 Fór beint upp á flugvöll og aftur til Bandaríkjanna Harry Bretaprins dreif sig aftur heim til Bandaríkjanna eftir að faðir hans, Karl III, var krýndur Bretlandskonungur í dag. Sonur hans fagnar fjögurra ára afmæli í dag. 6. maí 2023 14:38 Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Sjá meira
Krýningarathöfnin í Westminster Abbey var ákaflega íburðarmikil og stóð í um tvær klukkustundir. Karl byrjaði á því að sverja ensku biskupakirkjunni hollustu sína. Síðar var komið að einum heilagasta hluta athafnarinnar; skermar voru bornir inn í kirkjuna og Karl smurður á bak við þá, fjarri augum viðstaddra og almennings - og öðlaðist þar með guðlega náð. Það kom svo í hlut biskupsins af Kantaraborg að færa krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá árinu 1661, á höfuð Karls. Kamilla drottning var einnig krýnd við öllu látlausari athöfn. Og að lokinni krýningu héldu konungshjónin til Buckingham-hallar, þar sem þau veifuðu þegnum sínum af svölum. Forseti Íslands sem boðið var til Westminster í morgun segir krýningu Karls sögulega; aldrei hefur liðið lengra á milli krýningarathafna í Bretlandi. Sjötíu ár eru síðan Elísabet önnur var krýnd. „Og þegar þegnar konungs sungu saman einum rómi Guð blessi konunginn, God save the king, þá áttaði maður sig kannski helst á mikilfengleik þessarar stundar,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Guðni segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sannarlega sett svip sinn á athöfnina í morgun. „Karl vildi líka að önnur trúarbrögð fengju einnig, ef svo má segja, sitt pláss en auðvitað voru það hefðir og venjur sem mest bar á núna í Westminster. En við skulum sjá, við skulum óska honum góðs gengis, Karli þriðja konungi, og öllu hans fólki. Svo sjáum við hvað setur.“
Bretland Kóngafólk Karl III Bretakonungur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Karl krýndur konungur Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. 6. maí 2023 14:30 Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. 6. maí 2023 13:00 Fór beint upp á flugvöll og aftur til Bandaríkjanna Harry Bretaprins dreif sig aftur heim til Bandaríkjanna eftir að faðir hans, Karl III, var krýndur Bretlandskonungur í dag. Sonur hans fagnar fjögurra ára afmæli í dag. 6. maí 2023 14:38 Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Sjá meira
Karl krýndur konungur Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. 6. maí 2023 14:30
Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. 6. maí 2023 13:00
Fór beint upp á flugvöll og aftur til Bandaríkjanna Harry Bretaprins dreif sig aftur heim til Bandaríkjanna eftir að faðir hans, Karl III, var krýndur Bretlandskonungur í dag. Sonur hans fagnar fjögurra ára afmæli í dag. 6. maí 2023 14:38