Hitti Karl óvænt daginn fyrir krýningu og færði honum kveðju frá Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2023 13:00 Karl virtist ánægður með kveðjuna frá Íslandi. Myndband Herborgar sem þessi skjáskot eru úr má finna neðst í fréttinni. Skjáskot Karl þriðji Bretakonungur var krýndur við mikilfenglega athöfn í Westminster Abbey, þá fyrstu sinnar tegundar í sjötíu ár, nú skömmu fyrir hádegi. Þúsundir hafa safnast saman í London til að fylgjast með krýningunni. Íslensk kona sem hitti konunginn fyrir tilviljun í gær lýsir mögnuðu andrúmslofti í borginni. Á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar sem hófst formlega klukkan tíu í morgun, eftir að Karli konungi og Kamillu drottningu hafði verð ekið að Westminster Abbey í konunglegum hestvagni. Það var svo nákvæmlega klukkutíma síðar sem erkibiskupinn af Kantaraborg færði krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá 1661, á höfuð Karls og krýndi hann konung. Horfa má á krýninguna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Karl III krýndur Aldrei hefur liðið jafnlangt á milli krýninga þjóðhöfðinga landsins. Síðast var það móðir Karls, Elísabet II, sem krýnd var drottning árið 1953. Gríðarlegur mannfjöldi fagnar nú krýningunni í London. Hin íslenska Herborg Svana Hjelm lýsir rafmögnuðu andrúmslofti í borginni. „Það eru allir með kórónur og hatta og flögg og það er rosa gaman hérna og mikil stemning í borginni. Rosa mikið af fólki,“ segir Herborg. Herborg Svana Hjelm. Ekki eru þó allir hliðhollir konunginum, mótmælendur voru handteknir í borginni nú í morgun. Herborg segir slíkt þó í miklum minnihluta. „Það eru nokkrir með svona flögg sem stendur á: Ekki minn konungur. Við sáum það reyndar í morgun.“ Gekk óvænt í flasið á Karli Það var svo fyrir ótrúlega tilviljun sem Herborg hitti Karl konung sjálfan fyrir utan Buckingham-höll í gær og tók í hönd hans. „Við ákváðum að labba að höllinni af því að í dag yrði svo mikið af fólki. Svo sáum við bílaraðir af alls konar bílum og vorum að hlæja að því hvort við myndum sjá einhvern frægan. Svo heyri ég kallað: „The king is coming!“ [ísl. Konungurinn er á leiðinni]. Og ég kemst að og náði að heilsa honum, þetta var alveg ótrúlegt. Þetta var bara súrrealískt. Eins og ég segi, maður er bara emotional eftir þetta.“ Herborg tók atvikið upp á myndband, sem sjá má hér fyrir neðan. Fyrst heyrum við í bandarískri konu við hlið Herborgar ræða við Karl. Herborg tjáir Karli svo að hún sé frá Íslandi, sem Karli virðist líka ágætla. „Ísland!“ hefur konungurinn eftir Herborgu, áður en hann snýr sér að næsta aðdáanda. Íslendingar erlendis Bretland Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Harry mætti einsamall Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins einsamall í krýningarathöfn föður síns í Westminster Abbey í dag. Miklar vangaveltur voru uppi um hvort hann og Meghan Markle myndu mæta í athöfnina þar til það kom fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll að Harry myndi mæta einn. 6. maí 2023 11:12 Bein útsending frá krýningu Karls III á Vísi og Stöð 2 Vísi Bein útsending verður frá krýningu Karls III konungs Bretlands og hátíðarhöldum í kringum hana á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Útsendingin hefst klukkan 8:45 og mun Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsa því sem fram fer frá um klukkan 9:20. 6. maí 2023 07:00 Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. 5. maí 2023 21:03 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar sem hófst formlega klukkan tíu í morgun, eftir að Karli konungi og Kamillu drottningu hafði verð ekið að Westminster Abbey í konunglegum hestvagni. Það var svo nákvæmlega klukkutíma síðar sem erkibiskupinn af Kantaraborg færði krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá 1661, á höfuð Karls og krýndi hann konung. Horfa má á krýninguna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Karl III krýndur Aldrei hefur liðið jafnlangt á milli krýninga þjóðhöfðinga landsins. Síðast var það móðir Karls, Elísabet II, sem krýnd var drottning árið 1953. Gríðarlegur mannfjöldi fagnar nú krýningunni í London. Hin íslenska Herborg Svana Hjelm lýsir rafmögnuðu andrúmslofti í borginni. „Það eru allir með kórónur og hatta og flögg og það er rosa gaman hérna og mikil stemning í borginni. Rosa mikið af fólki,“ segir Herborg. Herborg Svana Hjelm. Ekki eru þó allir hliðhollir konunginum, mótmælendur voru handteknir í borginni nú í morgun. Herborg segir slíkt þó í miklum minnihluta. „Það eru nokkrir með svona flögg sem stendur á: Ekki minn konungur. Við sáum það reyndar í morgun.“ Gekk óvænt í flasið á Karli Það var svo fyrir ótrúlega tilviljun sem Herborg hitti Karl konung sjálfan fyrir utan Buckingham-höll í gær og tók í hönd hans. „Við ákváðum að labba að höllinni af því að í dag yrði svo mikið af fólki. Svo sáum við bílaraðir af alls konar bílum og vorum að hlæja að því hvort við myndum sjá einhvern frægan. Svo heyri ég kallað: „The king is coming!“ [ísl. Konungurinn er á leiðinni]. Og ég kemst að og náði að heilsa honum, þetta var alveg ótrúlegt. Þetta var bara súrrealískt. Eins og ég segi, maður er bara emotional eftir þetta.“ Herborg tók atvikið upp á myndband, sem sjá má hér fyrir neðan. Fyrst heyrum við í bandarískri konu við hlið Herborgar ræða við Karl. Herborg tjáir Karli svo að hún sé frá Íslandi, sem Karli virðist líka ágætla. „Ísland!“ hefur konungurinn eftir Herborgu, áður en hann snýr sér að næsta aðdáanda.
Íslendingar erlendis Bretland Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Harry mætti einsamall Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins einsamall í krýningarathöfn föður síns í Westminster Abbey í dag. Miklar vangaveltur voru uppi um hvort hann og Meghan Markle myndu mæta í athöfnina þar til það kom fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll að Harry myndi mæta einn. 6. maí 2023 11:12 Bein útsending frá krýningu Karls III á Vísi og Stöð 2 Vísi Bein útsending verður frá krýningu Karls III konungs Bretlands og hátíðarhöldum í kringum hana á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Útsendingin hefst klukkan 8:45 og mun Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsa því sem fram fer frá um klukkan 9:20. 6. maí 2023 07:00 Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. 5. maí 2023 21:03 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Harry mætti einsamall Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins einsamall í krýningarathöfn föður síns í Westminster Abbey í dag. Miklar vangaveltur voru uppi um hvort hann og Meghan Markle myndu mæta í athöfnina þar til það kom fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll að Harry myndi mæta einn. 6. maí 2023 11:12
Bein útsending frá krýningu Karls III á Vísi og Stöð 2 Vísi Bein útsending verður frá krýningu Karls III konungs Bretlands og hátíðarhöldum í kringum hana á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Útsendingin hefst klukkan 8:45 og mun Heimir Már Pétursson fréttamaður lýsa því sem fram fer frá um klukkan 9:20. 6. maí 2023 07:00
Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. 5. maí 2023 21:03