Ætlar að heiðra minningu Bryant-feðginanna eftir stórleik í nótt Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 07:31 Klay Thompson æðir að körfu Lakers í sigrinum góða í gærkvöld. AP/Godofredo A. Vásquez Klay Thompson setti niður átta þriggja stiga skot fyrir meistara Golden State Warriors þegar þeir náðu að jafna metin í 1-1 í einvígi sínu við LA Lakers í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld. Einvígið færist nú yfir til Los Angeles en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitin. Thompson er frá Los Angeles og Mychal faðir hans spilaði með Lakers og vann tvo NBA-meistaratitla á sínum tíma. Thompson kvaðst hlakka mikið til að spila fyrir framan fjölskyldu og vini í Staples Center, og ætlar að heiðra minningu Kobe Bryant og Giönnu dóttur hans með góðri frammistöðu í næstu tveimur leikjum. „Ég er rosalegur Kobe-stuðningsmaður. Hann var auðvitað minn helsti áhrifavaldur. Ég ætla að spila eins vel og ég get til að heiðra hann og Gigi, því ef maður hefði ekki fylgst með honum og hans þrautseigju í öll þessi ár þá væri ég ekki sá íþróttamaður sem ég er í dag,“ sagði Thompson eftir sigurinn. Thompson gerði gæfumuninn fyrir Golden State í gær en hann skoraði alls þrjátíu stig í leiknum KLAY THOMPSON IN #PLAYOFFMODE 30 PTS8-11 3PMWLAL/GSW Game 3: Sat, 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/HONpIWYheu— NBA (@NBA) May 5, 2023 Heimamenn í Golden State náðu líka að koma böndum á Anthony Davis, hetju Lakers í fyrsta leik, en hann skoraði aðeins 11 stig í gærkvöld. LeBron James skoraði 23 stig en Stephen Curry var með 20 stig fyrir Golden State og 12 stoðsendingar. Golden State stakk af í öðrum og þriðja leikhluta og vann þá leikhluta samtals 84-47 en staðan í hálfleik var 67-56 og 110-80 þegar fjórði leikhluti var eftir. „Þeir gerðu sínar fínstillingar. Við vissum að þeir myndu gera það, því það gera meistaralið. Þeir náðu að nýta heimavallarréttinn í kvöld,“ sagði James eftir leik. Liðin mætast í Los Angeles annað kvöld og aftur á mánudagskvöld áður en fimmti leikur verður spilaður í San Francisco á miðvikudag. NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Einvígið færist nú yfir til Los Angeles en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í úrslitin. Thompson er frá Los Angeles og Mychal faðir hans spilaði með Lakers og vann tvo NBA-meistaratitla á sínum tíma. Thompson kvaðst hlakka mikið til að spila fyrir framan fjölskyldu og vini í Staples Center, og ætlar að heiðra minningu Kobe Bryant og Giönnu dóttur hans með góðri frammistöðu í næstu tveimur leikjum. „Ég er rosalegur Kobe-stuðningsmaður. Hann var auðvitað minn helsti áhrifavaldur. Ég ætla að spila eins vel og ég get til að heiðra hann og Gigi, því ef maður hefði ekki fylgst með honum og hans þrautseigju í öll þessi ár þá væri ég ekki sá íþróttamaður sem ég er í dag,“ sagði Thompson eftir sigurinn. Thompson gerði gæfumuninn fyrir Golden State í gær en hann skoraði alls þrjátíu stig í leiknum KLAY THOMPSON IN #PLAYOFFMODE 30 PTS8-11 3PMWLAL/GSW Game 3: Sat, 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/HONpIWYheu— NBA (@NBA) May 5, 2023 Heimamenn í Golden State náðu líka að koma böndum á Anthony Davis, hetju Lakers í fyrsta leik, en hann skoraði aðeins 11 stig í gærkvöld. LeBron James skoraði 23 stig en Stephen Curry var með 20 stig fyrir Golden State og 12 stoðsendingar. Golden State stakk af í öðrum og þriðja leikhluta og vann þá leikhluta samtals 84-47 en staðan í hálfleik var 67-56 og 110-80 þegar fjórði leikhluti var eftir. „Þeir gerðu sínar fínstillingar. Við vissum að þeir myndu gera það, því það gera meistaralið. Þeir náðu að nýta heimavallarréttinn í kvöld,“ sagði James eftir leik. Liðin mætast í Los Angeles annað kvöld og aftur á mánudagskvöld áður en fimmti leikur verður spilaður í San Francisco á miðvikudag.
NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira